Ferðamaðurinn biðst fyrirgefningar á utanvegaakstrinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 13:00 Skjáskot úr myndbandi af umræddum utanvegaakstri, sem birt var á YouTube. Mynd/Skjáskot „Ég og teymi mitt biðjumst innilegrar afsökunar vegna þessa atviks. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Úkraínumaðurinn Bohdan Pavlichenko, ferðamaðurinn sem setti myndband af utanvegaakstri hóps hans sem hann var í hér á landi í september inn á Instagram. Hann segist bera mikla virðingu fyrir íslenskri náttúru og vitnar í bloggfærslu, sem hann hefur nú eytt, um ferðalagið hér á landi máli sínu til stuðnings. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn sem Vísir sendi á hann fyrr í dag vegna málsins. Utanvegaaksturinn hefur vakið töluverða athygli og nokkurra reiði ef marka má viðbrögð innan Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar þar sem málefni hennar eru gjarnan rædd.Sjá einnig:„Þetta er til háborinnar skammar“ Pavlichenko var hér á landi í lok september í fylgd þess sem hann kallar „teymið sitt.“ Eins og sjá mátti í myndbandi sem hann birti á YouTube, en hefur nú verið eytt, ferðaðist hópurinn á tveimur bílaleigubílum, einkum á Suðurlandi. Það var þar sem öðrum bílnum var ekið í hringi á mosagrænu svæði með þeim afleiðingum að mosinn spændist upp.Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram-síðu Pavlichenko. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan. Segist hafa ekki áttað sig á hvernig jarðvegur væri undir bílnum Í svari Pavlichenko við fyrirspurn Vísis segir hann að á meðan ferð þeirra hér á landi stóð hafi hópurinn gætt sín að ferðast varlega um íslenska náttúru. Enginn í hópnum hafi hins vegar áttað sig á því að á svæðinu sem utanvegaaksturinn átti sér stað hafi verið „eitthvað annað en jarðvegur“ en eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir ofan spænist mosinn upp er ökumaður bílsins spólar í hringi.Aðspurður hvort að hann og hópur hans hafi haft vitneskju um að utanvegakstur væri ólöglegur á Íslandi var svarið hans einfalt: „No comments“ auk þess sem að hann vill ekki segja hvort að hann hafi verið undir stýri.Sem fyrr segir vitnar Pavlichenko í bloggfærslu sem hann birti í síðasta mánuði þar sem hann fjallar um ferðalagið hér á landi. Bloggfærslan var aðgengileg þangað til í dag en svo virðist sem að Pavlichenko hafi eytt færslunni, ásamt Instagram-síðu hans sem er ekki lengur aðgengileg.Í færslunni fór hann fögrum orðum um land og þjóð og gekk svo svo langt að segja að á Íslandi hafi verið skapað „besta samfélag á jörðinni“ og að landið væri einstaklega fallegt. Málið fer til lögreglu eftir helgiÍ frétt Rúv um málið er haft eftir Ólafi A. Jónssyni, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, að málið sé til skoðunar þar og verði tilkynnt til lögreglu sem muni sjá um rannsókn þess.Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsi en á vef Umhverfisstofnunar segir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 „Þetta er til háborinnar skammar“ "Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. 10. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Sjá meira
„Ég og teymi mitt biðjumst innilegrar afsökunar vegna þessa atviks. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Úkraínumaðurinn Bohdan Pavlichenko, ferðamaðurinn sem setti myndband af utanvegaakstri hóps hans sem hann var í hér á landi í september inn á Instagram. Hann segist bera mikla virðingu fyrir íslenskri náttúru og vitnar í bloggfærslu, sem hann hefur nú eytt, um ferðalagið hér á landi máli sínu til stuðnings. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn sem Vísir sendi á hann fyrr í dag vegna málsins. Utanvegaaksturinn hefur vakið töluverða athygli og nokkurra reiði ef marka má viðbrögð innan Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar þar sem málefni hennar eru gjarnan rædd.Sjá einnig:„Þetta er til háborinnar skammar“ Pavlichenko var hér á landi í lok september í fylgd þess sem hann kallar „teymið sitt.“ Eins og sjá mátti í myndbandi sem hann birti á YouTube, en hefur nú verið eytt, ferðaðist hópurinn á tveimur bílaleigubílum, einkum á Suðurlandi. Það var þar sem öðrum bílnum var ekið í hringi á mosagrænu svæði með þeim afleiðingum að mosinn spændist upp.Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram-síðu Pavlichenko. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan. Segist hafa ekki áttað sig á hvernig jarðvegur væri undir bílnum Í svari Pavlichenko við fyrirspurn Vísis segir hann að á meðan ferð þeirra hér á landi stóð hafi hópurinn gætt sín að ferðast varlega um íslenska náttúru. Enginn í hópnum hafi hins vegar áttað sig á því að á svæðinu sem utanvegaaksturinn átti sér stað hafi verið „eitthvað annað en jarðvegur“ en eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir ofan spænist mosinn upp er ökumaður bílsins spólar í hringi.Aðspurður hvort að hann og hópur hans hafi haft vitneskju um að utanvegakstur væri ólöglegur á Íslandi var svarið hans einfalt: „No comments“ auk þess sem að hann vill ekki segja hvort að hann hafi verið undir stýri.Sem fyrr segir vitnar Pavlichenko í bloggfærslu sem hann birti í síðasta mánuði þar sem hann fjallar um ferðalagið hér á landi. Bloggfærslan var aðgengileg þangað til í dag en svo virðist sem að Pavlichenko hafi eytt færslunni, ásamt Instagram-síðu hans sem er ekki lengur aðgengileg.Í færslunni fór hann fögrum orðum um land og þjóð og gekk svo svo langt að segja að á Íslandi hafi verið skapað „besta samfélag á jörðinni“ og að landið væri einstaklega fallegt. Málið fer til lögreglu eftir helgiÍ frétt Rúv um málið er haft eftir Ólafi A. Jónssyni, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, að málið sé til skoðunar þar og verði tilkynnt til lögreglu sem muni sjá um rannsókn þess.Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsi en á vef Umhverfisstofnunar segir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 „Þetta er til háborinnar skammar“ "Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. 10. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Sjá meira
Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51
„Þetta er til háborinnar skammar“ "Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. 10. nóvember 2018 10:15