Lögreglan læri meira af því liðna segir verjandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Þorgils Þorgilsson lögmaður á spjalli við lögreglumann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fréttablaðið/Stefán „Það er alveg ljóst að lögreglan hefur enn ekki dregið nægan lærdóm af mistökum fortíðarinnar,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, um rannsókn gagnaversmálsins hjá lögreglu. Hann segist sjaldan á sínum lögmannsferli hafa upplifað sambærileg brot á réttindum sakaðra manna. Munnlegur málflutningur fór fram um kröfu þriggja ákærðu um frávísun málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Verjendur höfðu uppi stóryrtar lýsingar á rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á málinu og lýstu meintum brotum á mannréttindum skjólstæðinga sinna. „Við erum nýbúin að rifja upp afleiðingar þess að virða ekki leikreglurnar,“ sagði Þorgils í lok sinnar ræðu fyrir dómi. Aðspurður segir Þorgils að hann vísi þar til rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmála sem mikið hafa verið til umfjöllunar að undanförnu vegna endurupptöku þeirra og nýlegs sýknudóms Hæstaréttar. Þorgils lýsti meðal annars þvingunarráðstöfunum sem hann hafi sjálfur þurft að þola í starfi sínu sem verjandi Sindra. Hann hafi sjálfur fengið réttarstöðu sakbornings í málinu, lagt hafi verið hald á síma hans, lögregla hafi neitað skjólstæðingi hans um verjanda að eigin vali en reynt hafi verið að koma í veg fyrir að hann yrði skipaður verjandi Sindra í málinu, þrátt fyrir sérstakar óskir Sindra þar að lútandi. „Það er alvarlegt brot á rétti sakaðs manns að lögregla beiti sér gagnvart verjendum með þeim hætti sem gert hefur verið í þessu máli,“ segir Þorgils. Hann segir að þegar lögregla beiti verjanda sakaðs manns þvingunaraðgerðum sé um leið komið í veg fyrir að hann geti sinnt réttindagæslu fyrir skjólstæðing sinn, enda forsenda trausts þeirra í milli alger forsenda þess að hinn sakaði maður njóti raunverulegrar réttargæslu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Hún vísaði málflutningi verjendanna á bug og sagði greinargerð Þorgils og Guðna Jóseps Einarssonar, verjanda annars ákærða, fulla af rangfærslum og dylgjum í garð lögreglunnar. Full ástæða hefði verið til þeirra aðgerða sem gripið var til gagnvart verjanda Sindra enda hefði rökstuddur grunur verið uppi um aðstoð hans við flótta Sindra Þórs úr fangelsi og af landi brott. Hún vísaði til þess að Sindri hefði óskað eftir því við verjanda sinn að hann afhenti sér vegabréf sitt og við fyrirtöku um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sindra hefði Þorgils fært honum vegabréfið. „Ef lögregla vildi halda vegabréfi skjólstæðings míns hefði hún ekki átt að afhenda mér það,“ segir Þorgils. Hann segir að við afhendingu vegabréfsins til sín hafi lögreglan í raun og veru verið að afhenda Sindra sjálfum það. Sjálfum sé honum ekki heimilt að halda vegabréfinu. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað skjólstæðing sinn með þeim hætti sem saksóknari haldi fram. Sindri hafi ekki notað umrætt vegabréf við brottför af landinu, heldur gefið upp annað nafn en sitt eigið. Auk þess hafi brottför Sindra frá Sogni og af landi brott ekki verið ólögmæt þar sem hann var ekki frelsissviptur með dómi á umræddum tíma, eins og margoft hefur komið fram. Úrskurðar um frávísunarkröfuna er að vænta í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Það er alveg ljóst að lögreglan hefur enn ekki dregið nægan lærdóm af mistökum fortíðarinnar,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, um rannsókn gagnaversmálsins hjá lögreglu. Hann segist sjaldan á sínum lögmannsferli hafa upplifað sambærileg brot á réttindum sakaðra manna. Munnlegur málflutningur fór fram um kröfu þriggja ákærðu um frávísun málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Verjendur höfðu uppi stóryrtar lýsingar á rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á málinu og lýstu meintum brotum á mannréttindum skjólstæðinga sinna. „Við erum nýbúin að rifja upp afleiðingar þess að virða ekki leikreglurnar,“ sagði Þorgils í lok sinnar ræðu fyrir dómi. Aðspurður segir Þorgils að hann vísi þar til rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmála sem mikið hafa verið til umfjöllunar að undanförnu vegna endurupptöku þeirra og nýlegs sýknudóms Hæstaréttar. Þorgils lýsti meðal annars þvingunarráðstöfunum sem hann hafi sjálfur þurft að þola í starfi sínu sem verjandi Sindra. Hann hafi sjálfur fengið réttarstöðu sakbornings í málinu, lagt hafi verið hald á síma hans, lögregla hafi neitað skjólstæðingi hans um verjanda að eigin vali en reynt hafi verið að koma í veg fyrir að hann yrði skipaður verjandi Sindra í málinu, þrátt fyrir sérstakar óskir Sindra þar að lútandi. „Það er alvarlegt brot á rétti sakaðs manns að lögregla beiti sér gagnvart verjendum með þeim hætti sem gert hefur verið í þessu máli,“ segir Þorgils. Hann segir að þegar lögregla beiti verjanda sakaðs manns þvingunaraðgerðum sé um leið komið í veg fyrir að hann geti sinnt réttindagæslu fyrir skjólstæðing sinn, enda forsenda trausts þeirra í milli alger forsenda þess að hinn sakaði maður njóti raunverulegrar réttargæslu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Hún vísaði málflutningi verjendanna á bug og sagði greinargerð Þorgils og Guðna Jóseps Einarssonar, verjanda annars ákærða, fulla af rangfærslum og dylgjum í garð lögreglunnar. Full ástæða hefði verið til þeirra aðgerða sem gripið var til gagnvart verjanda Sindra enda hefði rökstuddur grunur verið uppi um aðstoð hans við flótta Sindra Þórs úr fangelsi og af landi brott. Hún vísaði til þess að Sindri hefði óskað eftir því við verjanda sinn að hann afhenti sér vegabréf sitt og við fyrirtöku um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sindra hefði Þorgils fært honum vegabréfið. „Ef lögregla vildi halda vegabréfi skjólstæðings míns hefði hún ekki átt að afhenda mér það,“ segir Þorgils. Hann segir að við afhendingu vegabréfsins til sín hafi lögreglan í raun og veru verið að afhenda Sindra sjálfum það. Sjálfum sé honum ekki heimilt að halda vegabréfinu. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað skjólstæðing sinn með þeim hætti sem saksóknari haldi fram. Sindri hafi ekki notað umrætt vegabréf við brottför af landinu, heldur gefið upp annað nafn en sitt eigið. Auk þess hafi brottför Sindra frá Sogni og af landi brott ekki verið ólögmæt þar sem hann var ekki frelsissviptur með dómi á umræddum tíma, eins og margoft hefur komið fram. Úrskurðar um frávísunarkröfuna er að vænta í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira