Niðurfellingin felld niður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. nóvember 2018 08:30 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans Mynd/Tryggvi Már Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum telja rangt hjá fulltrúum meirihluta Eyjalistans og H-lista að fara að kröfum sveitarstjórnarráðuneytisins og fella niður afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara. „Á engum tímapunkti var haft samráð við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins né þau upplýst um fyrirætlaða uppgjöf meirihlutans í hagsmunabaráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara gegn ósanngjörnum kröfum ríkisvaldsins,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn á fimmtudag þar sem samþykkt var að fella niður afslættina. Málið hafði verið rætt í bæjarráði 17. október. Vísað var í álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að ákvarðanir þáverandi meirihluta sjálfstæðismanna um niðurfellingu fasteignagjalda hjá íbúum sveitarfélagsins sjötíu ára og eldri hafi ekki staðist lög. „Þetta hafi verið gert þrátt fyrir að ólögmæti þess hafi mátt vera bæjaryfirvöldum ljóst frá árinu 2012,“ sagði í bókun meirihlutans í bæjarráðinu. Ráðuneytið hafi nú verið upplýst „um að það sé fullur vilji bæjaryfirvalda að létta undir með ellilífeyrisþegum við að búa sem lengst í eigin húsnæði“ en að reglum yrði breytt svo þær stæðust lög. Á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudag sögðust Sjálfstæðismenn harma að fulltrúar meirihlutans hefðu fyrirgert rétti sveitarfélagsins til að ákvarða sjálft tekjustofna. „Ríkisvaldið og sveitarfélög eru tvö jafnrétthá stjórnsýslustig og það er með öllum máta óeðlilegt að ríkisvaldið krefjist þess að sveitarfélög skattpíni eldri borgara sína,“ bókuðu þeir. Fram kom í umræðum á bæjarstjórnarfundinum að árið 2018 hefði 17 milljónum króna verið varið í að niðurgreiða fasteignagjöld eldri borgaranna í Eyjum. Fulltrúar meirihlutans sögðust ítreka fyrri bókanir um að þeir hafi fullan hug á að létta undir með eldri borgurum þannig að þeir geti búið sem lengst í eigin húsnæði. Það yrði þó að vera í samræmi við lög. Ráðuneytið hafi jafnvel skoðað að fella reglurnar hjá Vestmannaeyjabæ úr gildi afturvirkt þannig að þeir sem nutu niðurfellingar hefðu þurft að borga aftur í tímann. Það hafi þó ekki orðið. „Að auki lýsa bæjarfulltrúar meirihlutans furðu sinni á því að bæjarfulltrúar D-lista vilji halda áfram að brjóta lög þegar aðrar leiðir að sama marki eru færar.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum telja rangt hjá fulltrúum meirihluta Eyjalistans og H-lista að fara að kröfum sveitarstjórnarráðuneytisins og fella niður afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara. „Á engum tímapunkti var haft samráð við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins né þau upplýst um fyrirætlaða uppgjöf meirihlutans í hagsmunabaráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara gegn ósanngjörnum kröfum ríkisvaldsins,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn á fimmtudag þar sem samþykkt var að fella niður afslættina. Málið hafði verið rætt í bæjarráði 17. október. Vísað var í álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að ákvarðanir þáverandi meirihluta sjálfstæðismanna um niðurfellingu fasteignagjalda hjá íbúum sveitarfélagsins sjötíu ára og eldri hafi ekki staðist lög. „Þetta hafi verið gert þrátt fyrir að ólögmæti þess hafi mátt vera bæjaryfirvöldum ljóst frá árinu 2012,“ sagði í bókun meirihlutans í bæjarráðinu. Ráðuneytið hafi nú verið upplýst „um að það sé fullur vilji bæjaryfirvalda að létta undir með ellilífeyrisþegum við að búa sem lengst í eigin húsnæði“ en að reglum yrði breytt svo þær stæðust lög. Á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudag sögðust Sjálfstæðismenn harma að fulltrúar meirihlutans hefðu fyrirgert rétti sveitarfélagsins til að ákvarða sjálft tekjustofna. „Ríkisvaldið og sveitarfélög eru tvö jafnrétthá stjórnsýslustig og það er með öllum máta óeðlilegt að ríkisvaldið krefjist þess að sveitarfélög skattpíni eldri borgara sína,“ bókuðu þeir. Fram kom í umræðum á bæjarstjórnarfundinum að árið 2018 hefði 17 milljónum króna verið varið í að niðurgreiða fasteignagjöld eldri borgaranna í Eyjum. Fulltrúar meirihlutans sögðust ítreka fyrri bókanir um að þeir hafi fullan hug á að létta undir með eldri borgurum þannig að þeir geti búið sem lengst í eigin húsnæði. Það yrði þó að vera í samræmi við lög. Ráðuneytið hafi jafnvel skoðað að fella reglurnar hjá Vestmannaeyjabæ úr gildi afturvirkt þannig að þeir sem nutu niðurfellingar hefðu þurft að borga aftur í tímann. Það hafi þó ekki orðið. „Að auki lýsa bæjarfulltrúar meirihlutans furðu sinni á því að bæjarfulltrúar D-lista vilji halda áfram að brjóta lög þegar aðrar leiðir að sama marki eru færar.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira