Gunnar Bragi segir engan þurfa að segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2018 18:40 Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, sér ekki ástæðu til þess að hann og aðrir verði að segja af sér þingmennsku vegna ummæla sinna um einstakar þingkonur þótt orðbrgað þeirra hafi verið þeim öllum til minnkunar. Það voru engir fagnaðarfundir þegar Gunnar Bragi Sveinsson og Inga Sæland mættust í þinghúsinu í dag þar sem fjölmiðlar voru að taka við þau viðtöl. Hann viðurkennir að hegðun hans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar hafi alls ekki verið viðeigandi. „Nei, nei auðvitað er þetta alls ekki viðeigandi. Þetta er okkur til minnkunar að sjálfsögðu. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir þingflokksformaður Miðflokksins. Það sé ástæða til að biðjast afsökunar á þessari hegðun og það gera þingmenn Miðflokksins sem þarna áttu hlut að máli í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.Þú hittir aðeins á Ingu hér áðan. Hefur þú formlega beðið hana afsökunar á þessum málum? „Ég hef ekki gert það sjálfur. Ég sagði reyndar við hana núna hérna ég bið þig afsökunar, Inga. En Bergþór hefur gert það og auðvitað þurfum við að biðja þetta fólk afsökunar sem við töluðum svona um. Það er bara eðlilegt að gera það því maður á ekki að haga sér svona,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi segist ekki líta á Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformann Samfylkingarinnar sem „apakött“ eins og hann uppnefndi hana og sagði hana ekkert vita né kunna.Er það eitthvað sem þú hugsar daglega um hana? „Nei. Ég er sem betur fer búinn að ná að tala við hana. Það er þvert á móti; Oddný er prýðis kona að sjálfsögðu og búin að vera ráðherra og standa sig vel. Þeim mun þeirra kemur þetta mér á óvart að ég hafi látið þetta út úr mér með þessum hætti. Og ég held að maður þurfi að fara svolítið yfir það hjá sjálfum sér hvort að maður er einhver annars konar maður dettur í það eða hvernig það er.“Eða kannski bara hætta að drekka?„Það er kannski ein leið. Kannski er það þannig. Nú er það ekki þannig að ég sé drekkandi alla daga.“„Sitjum nokkuð mörg í þessari súpu“ Eins og fram hefur komið er orðbragð Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í garð Ingu Sæland einstaklega gróft. Það er nú varla hægt að tala með andstyggilegri hætti um eina manneskju en þarna er gert. hefur þetta engar afleiðingar innan flokksins? „Nei við sitjum þarna í þessari súpu nokkuð mörg. Við þurfum bara að læra af þessu og ræða okkar á milli.“Er ekki nokkuð ljóst að þarna er um brot á siðareglum að ræða og þið öll sem þarna voruð og töluðu þurfið að íhuga ykkar stöðu sem þingmenn?„Ég held að það sé alveg ljóst að við þurfum að læra af þessu sem við segjum þarna. En það er engin ástæða til þess að einhver af þessum þingmönnum segi af sér þingmennsku eða eitthvað slíkt. Það hefur enginn brotið neitt af sér,“ segir þingflokksformaðurinn. Á Klausturfundinum segir Gunnar Bragi meðal annars að hann hafi sem utanríkisráðherra skipað Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, sem sendiherra á sama tíma og hann skipaði Geir H. Haarde í sendiherrastöðu til að draga athyglina frá skipan Geirs. Hann hafi sagt við formann Sjálfstæðisflokksins að hann ætti þá inni stöðu hjá Sjálfstæðisflokknum. Gunnar Bragi segir þetta hafa verið grín og lygi sem hann hafi beðið Bjarna Benediktsson afsökunar á. Lítur þú þannig á að þú eigir inni hjá Sjálfstæðisflokknum ef hann er í stöðu til að skipa sendiherra að þú fáir sendiherrastöðu einhvern tíma í náinni framtíð eða síðar? „Ég á ekkert inni hjá Sjálfstæðisflokknum frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn á ekkert inni hjá mér. En ég held hins vegar að ég geti alveg vel staðið undir slíku starfi.“ Þingmenn sitja kvöldverðarborð hjá forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld í tilefni 100 ára afmælis fullveldisins hinn 1. desember. Verður orange djús í glasinu hjá þér á Bessastöðum í kvöld?„Ætli það ekki,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, sér ekki ástæðu til þess að hann og aðrir verði að segja af sér þingmennsku vegna ummæla sinna um einstakar þingkonur þótt orðbrgað þeirra hafi verið þeim öllum til minnkunar. Það voru engir fagnaðarfundir þegar Gunnar Bragi Sveinsson og Inga Sæland mættust í þinghúsinu í dag þar sem fjölmiðlar voru að taka við þau viðtöl. Hann viðurkennir að hegðun hans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar hafi alls ekki verið viðeigandi. „Nei, nei auðvitað er þetta alls ekki viðeigandi. Þetta er okkur til minnkunar að sjálfsögðu. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir þingflokksformaður Miðflokksins. Það sé ástæða til að biðjast afsökunar á þessari hegðun og það gera þingmenn Miðflokksins sem þarna áttu hlut að máli í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.Þú hittir aðeins á Ingu hér áðan. Hefur þú formlega beðið hana afsökunar á þessum málum? „Ég hef ekki gert það sjálfur. Ég sagði reyndar við hana núna hérna ég bið þig afsökunar, Inga. En Bergþór hefur gert það og auðvitað þurfum við að biðja þetta fólk afsökunar sem við töluðum svona um. Það er bara eðlilegt að gera það því maður á ekki að haga sér svona,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi segist ekki líta á Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformann Samfylkingarinnar sem „apakött“ eins og hann uppnefndi hana og sagði hana ekkert vita né kunna.Er það eitthvað sem þú hugsar daglega um hana? „Nei. Ég er sem betur fer búinn að ná að tala við hana. Það er þvert á móti; Oddný er prýðis kona að sjálfsögðu og búin að vera ráðherra og standa sig vel. Þeim mun þeirra kemur þetta mér á óvart að ég hafi látið þetta út úr mér með þessum hætti. Og ég held að maður þurfi að fara svolítið yfir það hjá sjálfum sér hvort að maður er einhver annars konar maður dettur í það eða hvernig það er.“Eða kannski bara hætta að drekka?„Það er kannski ein leið. Kannski er það þannig. Nú er það ekki þannig að ég sé drekkandi alla daga.“„Sitjum nokkuð mörg í þessari súpu“ Eins og fram hefur komið er orðbragð Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í garð Ingu Sæland einstaklega gróft. Það er nú varla hægt að tala með andstyggilegri hætti um eina manneskju en þarna er gert. hefur þetta engar afleiðingar innan flokksins? „Nei við sitjum þarna í þessari súpu nokkuð mörg. Við þurfum bara að læra af þessu og ræða okkar á milli.“Er ekki nokkuð ljóst að þarna er um brot á siðareglum að ræða og þið öll sem þarna voruð og töluðu þurfið að íhuga ykkar stöðu sem þingmenn?„Ég held að það sé alveg ljóst að við þurfum að læra af þessu sem við segjum þarna. En það er engin ástæða til þess að einhver af þessum þingmönnum segi af sér þingmennsku eða eitthvað slíkt. Það hefur enginn brotið neitt af sér,“ segir þingflokksformaðurinn. Á Klausturfundinum segir Gunnar Bragi meðal annars að hann hafi sem utanríkisráðherra skipað Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, sem sendiherra á sama tíma og hann skipaði Geir H. Haarde í sendiherrastöðu til að draga athyglina frá skipan Geirs. Hann hafi sagt við formann Sjálfstæðisflokksins að hann ætti þá inni stöðu hjá Sjálfstæðisflokknum. Gunnar Bragi segir þetta hafa verið grín og lygi sem hann hafi beðið Bjarna Benediktsson afsökunar á. Lítur þú þannig á að þú eigir inni hjá Sjálfstæðisflokknum ef hann er í stöðu til að skipa sendiherra að þú fáir sendiherrastöðu einhvern tíma í náinni framtíð eða síðar? „Ég á ekkert inni hjá Sjálfstæðisflokknum frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn á ekkert inni hjá mér. En ég held hins vegar að ég geti alveg vel staðið undir slíku starfi.“ Þingmenn sitja kvöldverðarborð hjá forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld í tilefni 100 ára afmælis fullveldisins hinn 1. desember. Verður orange djús í glasinu hjá þér á Bessastöðum í kvöld?„Ætli það ekki,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21
Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40
Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56