„Sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta“ Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2018 09:24 Sigmundur Davíð eru ekki vandaðar kveðjurnar á hans eigin Facebookvegg. Visir/Ernir Ljóst má vera að almenningi er verulega misboðið eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar heyrinkunnugar. Eins og fram kom í gær voru viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, þau að vilja beina sjónum að því að alvarlegt væri að einkasamtöl væru tekin upp og þau birt. Sá var jafnframt tónninn í Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og Miðflokksmanni sem og Ólafi Ísleifssyni Flokki fólksins, en þeir voru í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2.Sagður ósómi Íslands Ef marka má viðbrögð á Facebookvegg Sigmundar Davíðs, hvar hann birti yfirlýsingu sína í gærkvöldi, þá á sú áhersla ekki upp á pallborðið meðal almennings. Þeir sem þar tjá sig virðast ekki mótttækilegir fyrir því að velta fyrir sér lekanum sem slíkum heldur upplýsingunum sem hann ber með sér. Fólk notar tækifærið og hellir sér yfir Sigmund Davíð í athugasemdakerfi á hans eigin Facebookvegg. Fyrstu viðbrögð eru þau að þarna séu „kjánalegir karlar á ferð“ og svo byrjar ballið. Fáir vilja sýna því skilning að þeir hafi verið þarna í góðu fjöri að ræða málin sín á milli. „Hypjaðu þig ofan í holuna sem þú skreiðs upp úr á sínum tíma og þrælskammastu þín – og þið allir. Ósómi Íslands,“ segir í einni athugasemdinni hvar bætt er við að: „Gott er að eiga kenningar á lofti um takmarkaðan áhuga kvenna á stjórnmálum vegna persónuníðs þegar maður er sjálfur persónuníðingur…“Þegar þetta er skrifað eru kominn hátt í 80 ummæli, flest á þennan veg en sjá má færslu Sigmundar Davíðs hér neðar.Samsærisbull um hlerunarbúnað Og þannig er tónninn í þeim sem leggja orð í belg á Facebooksíðu fyrrverandi forsætisráðherra. Honum er bent á eftirfarandi: „Sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta.“ Einhverjum þykir magnað að það skuli ekki svo mikið sem hvarfla að Sigmundi Davíð að biðjast afsökunar. „Hvílíkur lúði.“ Svo virðist sem búið sé að eyða einhverjum ummælum ef marka má eina athugasemdina sem er á þá leið að Sigmundur Davíð þoli ekki gagnrýnina því hann sé búinn að fela hana. „Nei í alvöru!?!? Er þetta það sem þú ætlar að segja?? Eitthvað samsærisbull um hlerunarbúnað?“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór yfir málið í Bítinu í morgun og nefndi þar Sigmund Davíð. „Hann iðrast yfir höfuð aldrei. Það er allt öðrum að kenna. Hann á sínar samsæriskenningar alltaf.“Spjall Ingu við Bítismenn má heyra hér að neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Ljóst má vera að almenningi er verulega misboðið eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar heyrinkunnugar. Eins og fram kom í gær voru viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, þau að vilja beina sjónum að því að alvarlegt væri að einkasamtöl væru tekin upp og þau birt. Sá var jafnframt tónninn í Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og Miðflokksmanni sem og Ólafi Ísleifssyni Flokki fólksins, en þeir voru í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2.Sagður ósómi Íslands Ef marka má viðbrögð á Facebookvegg Sigmundar Davíðs, hvar hann birti yfirlýsingu sína í gærkvöldi, þá á sú áhersla ekki upp á pallborðið meðal almennings. Þeir sem þar tjá sig virðast ekki mótttækilegir fyrir því að velta fyrir sér lekanum sem slíkum heldur upplýsingunum sem hann ber með sér. Fólk notar tækifærið og hellir sér yfir Sigmund Davíð í athugasemdakerfi á hans eigin Facebookvegg. Fyrstu viðbrögð eru þau að þarna séu „kjánalegir karlar á ferð“ og svo byrjar ballið. Fáir vilja sýna því skilning að þeir hafi verið þarna í góðu fjöri að ræða málin sín á milli. „Hypjaðu þig ofan í holuna sem þú skreiðs upp úr á sínum tíma og þrælskammastu þín – og þið allir. Ósómi Íslands,“ segir í einni athugasemdinni hvar bætt er við að: „Gott er að eiga kenningar á lofti um takmarkaðan áhuga kvenna á stjórnmálum vegna persónuníðs þegar maður er sjálfur persónuníðingur…“Þegar þetta er skrifað eru kominn hátt í 80 ummæli, flest á þennan veg en sjá má færslu Sigmundar Davíðs hér neðar.Samsærisbull um hlerunarbúnað Og þannig er tónninn í þeim sem leggja orð í belg á Facebooksíðu fyrrverandi forsætisráðherra. Honum er bent á eftirfarandi: „Sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta.“ Einhverjum þykir magnað að það skuli ekki svo mikið sem hvarfla að Sigmundi Davíð að biðjast afsökunar. „Hvílíkur lúði.“ Svo virðist sem búið sé að eyða einhverjum ummælum ef marka má eina athugasemdina sem er á þá leið að Sigmundur Davíð þoli ekki gagnrýnina því hann sé búinn að fela hana. „Nei í alvöru!?!? Er þetta það sem þú ætlar að segja?? Eitthvað samsærisbull um hlerunarbúnað?“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór yfir málið í Bítinu í morgun og nefndi þar Sigmund Davíð. „Hann iðrast yfir höfuð aldrei. Það er allt öðrum að kenna. Hann á sínar samsæriskenningar alltaf.“Spjall Ingu við Bítismenn má heyra hér að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30
Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11