Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2018 23:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. Þetta segir Sigmundur Davíð í færslu á Facebook, en DV og Stundin hafa í kvöld birt fréttir upp úr samtölum þingmannanna. Í fréttunum er fyrrverandi utanríkisráðherra meðal annars sagður hafa upplýst að hann hafi skipað sendiherra úr röðum VG til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum og þingmenn Miðflokksins sagðir hafa uppi stór orð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, og Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð segir að í fréttunum ægi öllu saman. „Í sumu af því sem hefur birst er viljandi eða óviljandi ranghermt um hvað er verið að ræða og hver segir hvað. Samtöl þingmanna sem sitja saman á góðri stund og grínast hver við annan eru auk þess látin hljóma eins og pólitískt plott. Samtal sem ég var sagður hafa átt við Ólaf Ísleifsson um að hann yrði þingflokksformaður Miðflokksins var unnið upp úr samræðum milli annarra manna um aðra hluti í léttum dúr og fór fram eftir að Ólafur var farinn. Alvarlegast er þó ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hleranir á einkasamtölum stjórnmálamanna. Hafi verið gerð hljóðupptaka af fundi þeirra sex þingmanna sem þar eru nefndir hlýtur það að teljast alvarlegt mál. Hópurinn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hlerunarbúnaði. Ég man ekki eftir dæmi um slíkt í íslenskri stjórnmálasögu og aðeins einu dæmi frá Bretlandi. Það var þegar útsendarar blaðsins News of the World hleruðu símtöl stjórnmálamanna og annars þekkts fólks. Það athæfi var litið alvarlegum augum og gripið til aðgerða í samræmi við það. Ég vona að sú verði raunin á Íslandi líka. Annars eru [í]slensk stjórnmál og íslenskt samfélag gjörbreytt,“ segir Sigmundur Davíð. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. Þetta segir Sigmundur Davíð í færslu á Facebook, en DV og Stundin hafa í kvöld birt fréttir upp úr samtölum þingmannanna. Í fréttunum er fyrrverandi utanríkisráðherra meðal annars sagður hafa upplýst að hann hafi skipað sendiherra úr röðum VG til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum og þingmenn Miðflokksins sagðir hafa uppi stór orð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, og Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð segir að í fréttunum ægi öllu saman. „Í sumu af því sem hefur birst er viljandi eða óviljandi ranghermt um hvað er verið að ræða og hver segir hvað. Samtöl þingmanna sem sitja saman á góðri stund og grínast hver við annan eru auk þess látin hljóma eins og pólitískt plott. Samtal sem ég var sagður hafa átt við Ólaf Ísleifsson um að hann yrði þingflokksformaður Miðflokksins var unnið upp úr samræðum milli annarra manna um aðra hluti í léttum dúr og fór fram eftir að Ólafur var farinn. Alvarlegast er þó ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hleranir á einkasamtölum stjórnmálamanna. Hafi verið gerð hljóðupptaka af fundi þeirra sex þingmanna sem þar eru nefndir hlýtur það að teljast alvarlegt mál. Hópurinn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hlerunarbúnaði. Ég man ekki eftir dæmi um slíkt í íslenskri stjórnmálasögu og aðeins einu dæmi frá Bretlandi. Það var þegar útsendarar blaðsins News of the World hleruðu símtöl stjórnmálamanna og annars þekkts fólks. Það athæfi var litið alvarlegum augum og gripið til aðgerða í samræmi við það. Ég vona að sú verði raunin á Íslandi líka. Annars eru [í]slensk stjórnmál og íslenskt samfélag gjörbreytt,“ segir Sigmundur Davíð.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17