Lýðræðið í hættu vegna nethegðunar Íslendinga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. nóvember 2018 06:00 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Fréttablaðið/ERNIR Íslenska þjóðin er sérstaklega viðkvæm gagnvart mögulegri atlögu að lýðræðislegum kosningum með misnotkun persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum, að mati Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. „Staðreyndin er sú að hér erum við með heila þjóð sem notar sama samfélagsmiðilinn. Níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum hér á landi notar sama samfélagsmiðilinn, Facebook,“ segir Helga sem lauk í vikunni fundaferð um landið ásamt helstu sérfræðingum Persónuverndar til að kynna nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundum sínum um landið ræddi hún meðal annars þær áskoranir sem nýju lögunum er ætlað að ná utan um, þar á meðal þær hættur sem mikil vinnsla persónuupplýsinga stórfyrirtækja getur skapað lýðræðinu. „Fólk áttar sig ekki á því að allt sem við deilum með Facebook fer í gagnabanka og er rýnt. Hvort sem það eru óskir og þrár, draumar og vonir okkar sem við deilum, að mestu leyti á þessum eina samfélagsmiðli. Við þetta bætist svo kaupsagan og önnur nethegðun, kvikmyndasmekkur, tónlistarsmekkur og svo framvegis. Allt fer þetta í gagnabanka og svo fáum við tilboð frá aðilum sem við vissum ekki að væru að fylgjast með okkur, en tilboðin koma til okkar á grundvelli flókinna algríma sem við vitum ekki hvernig virka.“ Aðspurð segir Helga íslensku þjóðina sérstaklega viðkvæma sem heild; bæði vegna smæðar sinnar og hversu einsleit notkun samfélagsmiðla er hér á landi. Hún bendir á hvernig Cambridge Analytica fór að. „Þar var einn maður sem þróaði persónuleikaforrit og sannfærði 300 þúsund manns um að setja það upp hjá sér. Þessi fjöldi jafngildir í rauninni bara íslensku þjóðinni á Facebook,“ segir Helga og rifjar upp hvernig fyrirtækið komst yfir upplýsingar, ekki aðeins þessara notenda, heldur einnig vina þeirra þannig að í heildina náði fyrirtækið aðgangi að 87 milljónum einstaklinga um allan heim án þess að þeir vissu af því. „Unnið var með lækin og auglýsingar svo sendar á fólk nákvæmlega eftir hegðun þess og því hvernig fótspor það skildi eftir sig á internetinu. Þetta voru sömu upplýsingar og unnið var með til að hafa áhrif á hvernig fólk kaus í Brexit-kosningunni í Bretlandi,“ segir Helga. Aðspurð segir Helga að Persónuvernd velti fyrir sér starfsemi ákveðinna fyrirtækja á Íslandi, bæði í tengslum við framkvæmd kosninga og einnig hvað varðar markaðssetningu með notkun samfélagsmiðla. Það er ýmislegt sem bendir til þess að slík starfsemi sé að færast í aukana hér á landi. Helga segir að mögulega þurfi að setja ákvæði í lög hér á landi um notkun persónuupplýsinga í aðdraganda kosninga. Persónuvernd hafi ákveðna anga af þessum málum til skoðunar. „Það verða engar kosningar eins hér eftir með tilkomu samfélagsmiðlanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tækni Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Íslenska þjóðin er sérstaklega viðkvæm gagnvart mögulegri atlögu að lýðræðislegum kosningum með misnotkun persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum, að mati Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. „Staðreyndin er sú að hér erum við með heila þjóð sem notar sama samfélagsmiðilinn. Níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum hér á landi notar sama samfélagsmiðilinn, Facebook,“ segir Helga sem lauk í vikunni fundaferð um landið ásamt helstu sérfræðingum Persónuverndar til að kynna nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundum sínum um landið ræddi hún meðal annars þær áskoranir sem nýju lögunum er ætlað að ná utan um, þar á meðal þær hættur sem mikil vinnsla persónuupplýsinga stórfyrirtækja getur skapað lýðræðinu. „Fólk áttar sig ekki á því að allt sem við deilum með Facebook fer í gagnabanka og er rýnt. Hvort sem það eru óskir og þrár, draumar og vonir okkar sem við deilum, að mestu leyti á þessum eina samfélagsmiðli. Við þetta bætist svo kaupsagan og önnur nethegðun, kvikmyndasmekkur, tónlistarsmekkur og svo framvegis. Allt fer þetta í gagnabanka og svo fáum við tilboð frá aðilum sem við vissum ekki að væru að fylgjast með okkur, en tilboðin koma til okkar á grundvelli flókinna algríma sem við vitum ekki hvernig virka.“ Aðspurð segir Helga íslensku þjóðina sérstaklega viðkvæma sem heild; bæði vegna smæðar sinnar og hversu einsleit notkun samfélagsmiðla er hér á landi. Hún bendir á hvernig Cambridge Analytica fór að. „Þar var einn maður sem þróaði persónuleikaforrit og sannfærði 300 þúsund manns um að setja það upp hjá sér. Þessi fjöldi jafngildir í rauninni bara íslensku þjóðinni á Facebook,“ segir Helga og rifjar upp hvernig fyrirtækið komst yfir upplýsingar, ekki aðeins þessara notenda, heldur einnig vina þeirra þannig að í heildina náði fyrirtækið aðgangi að 87 milljónum einstaklinga um allan heim án þess að þeir vissu af því. „Unnið var með lækin og auglýsingar svo sendar á fólk nákvæmlega eftir hegðun þess og því hvernig fótspor það skildi eftir sig á internetinu. Þetta voru sömu upplýsingar og unnið var með til að hafa áhrif á hvernig fólk kaus í Brexit-kosningunni í Bretlandi,“ segir Helga. Aðspurð segir Helga að Persónuvernd velti fyrir sér starfsemi ákveðinna fyrirtækja á Íslandi, bæði í tengslum við framkvæmd kosninga og einnig hvað varðar markaðssetningu með notkun samfélagsmiðla. Það er ýmislegt sem bendir til þess að slík starfsemi sé að færast í aukana hér á landi. Helga segir að mögulega þurfi að setja ákvæði í lög hér á landi um notkun persónuupplýsinga í aðdraganda kosninga. Persónuvernd hafi ákveðna anga af þessum málum til skoðunar. „Það verða engar kosningar eins hér eftir með tilkomu samfélagsmiðlanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tækni Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira