Ólga eftir árás á Asovshafi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Petro Porosjenko fylgist með heræfingu við strönd Asovshafs í október og bendir á eitthvað sem honum þótti væntanlega áhugavert. Nordicphotos/AFP Úkraína Togstreitan á milli Úkraínu og Rússlands er mikil eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip sem þeir sögðu að hefðu siglt inn í rússneska landhelgi í Asovshafi nærri Krímskaga á sunnudag. Í kjölfarið lokaði rússneski herinn Kerch-sundi, sundinu sem aðskilur Asovshaf frá Svartahafi, um stund áður en það var opnað fyrir almennum siglingum á ný í gær. Ástandið er svo sannarlega eldfimt. Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, lýsti yfir setningu herlaga til sextíu daga í gær vegna málsins en stytti svo í þrjátíu eftir áskoranir þingmanna. Þetta þýðir, ef gildistíminn er ekki framlengdur, að lögin munu ekki hafa áhrif á komandi forsetakosningar. Þingið samþykkti yfirlýsinguna og því ljóst að herlög verða í gildi þar til í lok desember. Aðgerðin var ekki án fyrirboða. Rússar og Úkraínumenn hafa átt í afar stormasömu sambandi frá Euromaidan-fjöldamótmælunum í kringum áramótin 2013-2014 sem snerust um að ríkisstjórn Viktors Janúkovíjts Úkraínuforseta neitaði að skrifa undir sáttmála við Evrópusambandið og valdi í staðinn nánari tengsl við Rússa. Þetta stormasama samband versnaði svo hratt eftir að Janúkovíjts var komið frá sumarið 2014. Síðan þá hafa úkraínskir Rússar og meintir óeinkennisklæddir rússneskir hermenn, með stuðningi rússneska hersins, tekið yfir stór svæði í Donetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu, lýst yfir stofnun lýðvelda og Rússar hafa sömuleiðis innlimað Krímskaga. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt aðgerðir Rússa, beitt þvingunum gegn þeim og ekki viðurkennt Krímskaga sem hluta Rússlands. Þá hafa Rússar að undanförnu krafist þess að fá að skoða öll skip sem sigla um Asovshaf frá úkraínskum höfnum. Þessi lína var lögð eftir að Úkraínumenn kyrrsettu veiðiskip frá Krímskaga í mars, að því er kom fram hjá BBC. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á blaðamannafundi í gær að Úkraínumenn hefðu ögrað Rússum með siglingum sínum á Asovshafi. Þá sagði hann að setning herlaga í Úkraínu væri tilraun til að dreifa athygli Úkraínumanna frá komandi forsetakosningum og að þær heimiluðu „öfgamönnum“ að kynda undir frekari átökum í austurhluta ríkisins. Ígor Voronsjenko, yfirmaður úkraínska sjóhersins, sagði í gær að það væri af og frá að Úkraínumenn hafi storkað nokkrum. Hann sagði herskipin hafa verið í úkraínskri landhelgi. Úkraínumenn hafi heldur ekki skotið til baka að því er kom fram hjá Kyiv Post. Úkraínski herinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hann væri í viðbragðsstöðu. Porosjenko birti herlagatilskipunina á vefsíðu sinni í gær. Tilskipunin var í tólf liðum en sá tólfti var strikaður út á grundvelli þess að um ríkisleyndarmál væri að ræða. Í hinum greinunum sagði til að mynda að Úkraína áliti aðgerðir Rússa brot á samþykktum allsherjarþings SÞ og að setja þyrfti herlög til að vernda sjálfstæði ríkisins. Að auki sagði í yfirlýsingunni að utanríkis- og upplýsingamálaráðuneyti skyldu undirbúa upplýsingaherferð gegn Rússum og gjörðum þeirra, að herinn og varnarmálaráðuneytið skyldu endurskoða áætlanir sínar komi til stríðs, að skipuleggja þyrfti loftvarnir og varnir gegn stafrænum árásum. Með setningu herlaga fær ríkisstjórnin völd til að setja mótmælendum og fjölmiðlum skorður, fresta kosningum og skylda borgara til þess að ganga í störf sem talin eru samfélagslega mikilvæg, að því er BBC hafði eftir úkraínskum miðlum.Vestræn ríki standa með Úkraínu Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði frá því í gær að hann hefði rætt við Porosjenko um árásina á Asovshafi. „Ég fordæmi beitingu Rússa á herafli á Asovshafi. Yfirvöld í Úkraínu verða að senda úkraínska sjóliða og skip aftur heim og forðast frekari ögrun,“ tísti Tusk og sagði Evrópu standa með Úkraínu. Rússar höfðu ekki skilað skipunum þegar fréttin var skrifuð. ESB sendi yfirlýsingu þar sem Rússar voru hvattir til þess að hegða sér skynsamlega til þess að fyrirbyggja frekari illindi og koma þannig í veg fyrir að ástandið versni. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, ræddi einnig við Úkraínuforseta í gær um gang mála. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Úkraína Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Úkraína Togstreitan á milli Úkraínu og Rússlands er mikil eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip sem þeir sögðu að hefðu siglt inn í rússneska landhelgi í Asovshafi nærri Krímskaga á sunnudag. Í kjölfarið lokaði rússneski herinn Kerch-sundi, sundinu sem aðskilur Asovshaf frá Svartahafi, um stund áður en það var opnað fyrir almennum siglingum á ný í gær. Ástandið er svo sannarlega eldfimt. Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, lýsti yfir setningu herlaga til sextíu daga í gær vegna málsins en stytti svo í þrjátíu eftir áskoranir þingmanna. Þetta þýðir, ef gildistíminn er ekki framlengdur, að lögin munu ekki hafa áhrif á komandi forsetakosningar. Þingið samþykkti yfirlýsinguna og því ljóst að herlög verða í gildi þar til í lok desember. Aðgerðin var ekki án fyrirboða. Rússar og Úkraínumenn hafa átt í afar stormasömu sambandi frá Euromaidan-fjöldamótmælunum í kringum áramótin 2013-2014 sem snerust um að ríkisstjórn Viktors Janúkovíjts Úkraínuforseta neitaði að skrifa undir sáttmála við Evrópusambandið og valdi í staðinn nánari tengsl við Rússa. Þetta stormasama samband versnaði svo hratt eftir að Janúkovíjts var komið frá sumarið 2014. Síðan þá hafa úkraínskir Rússar og meintir óeinkennisklæddir rússneskir hermenn, með stuðningi rússneska hersins, tekið yfir stór svæði í Donetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu, lýst yfir stofnun lýðvelda og Rússar hafa sömuleiðis innlimað Krímskaga. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt aðgerðir Rússa, beitt þvingunum gegn þeim og ekki viðurkennt Krímskaga sem hluta Rússlands. Þá hafa Rússar að undanförnu krafist þess að fá að skoða öll skip sem sigla um Asovshaf frá úkraínskum höfnum. Þessi lína var lögð eftir að Úkraínumenn kyrrsettu veiðiskip frá Krímskaga í mars, að því er kom fram hjá BBC. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á blaðamannafundi í gær að Úkraínumenn hefðu ögrað Rússum með siglingum sínum á Asovshafi. Þá sagði hann að setning herlaga í Úkraínu væri tilraun til að dreifa athygli Úkraínumanna frá komandi forsetakosningum og að þær heimiluðu „öfgamönnum“ að kynda undir frekari átökum í austurhluta ríkisins. Ígor Voronsjenko, yfirmaður úkraínska sjóhersins, sagði í gær að það væri af og frá að Úkraínumenn hafi storkað nokkrum. Hann sagði herskipin hafa verið í úkraínskri landhelgi. Úkraínumenn hafi heldur ekki skotið til baka að því er kom fram hjá Kyiv Post. Úkraínski herinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hann væri í viðbragðsstöðu. Porosjenko birti herlagatilskipunina á vefsíðu sinni í gær. Tilskipunin var í tólf liðum en sá tólfti var strikaður út á grundvelli þess að um ríkisleyndarmál væri að ræða. Í hinum greinunum sagði til að mynda að Úkraína áliti aðgerðir Rússa brot á samþykktum allsherjarþings SÞ og að setja þyrfti herlög til að vernda sjálfstæði ríkisins. Að auki sagði í yfirlýsingunni að utanríkis- og upplýsingamálaráðuneyti skyldu undirbúa upplýsingaherferð gegn Rússum og gjörðum þeirra, að herinn og varnarmálaráðuneytið skyldu endurskoða áætlanir sínar komi til stríðs, að skipuleggja þyrfti loftvarnir og varnir gegn stafrænum árásum. Með setningu herlaga fær ríkisstjórnin völd til að setja mótmælendum og fjölmiðlum skorður, fresta kosningum og skylda borgara til þess að ganga í störf sem talin eru samfélagslega mikilvæg, að því er BBC hafði eftir úkraínskum miðlum.Vestræn ríki standa með Úkraínu Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði frá því í gær að hann hefði rætt við Porosjenko um árásina á Asovshafi. „Ég fordæmi beitingu Rússa á herafli á Asovshafi. Yfirvöld í Úkraínu verða að senda úkraínska sjóliða og skip aftur heim og forðast frekari ögrun,“ tísti Tusk og sagði Evrópu standa með Úkraínu. Rússar höfðu ekki skilað skipunum þegar fréttin var skrifuð. ESB sendi yfirlýsingu þar sem Rússar voru hvattir til þess að hegða sér skynsamlega til þess að fyrirbyggja frekari illindi og koma þannig í veg fyrir að ástandið versni. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, ræddi einnig við Úkraínuforseta í gær um gang mála.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Úkraína Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira