Bjarni um rauða spjaldið: „Ég skil ekki hvað hann var að spá“ Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 25. nóvember 2018 22:26 Bjarni messar yfir sínum mönnum. vísir/ernir „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir tap ÍR gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum að spila frábæran handbolta bróðurpartinn af leiknum en gerum okkur svo seka um svakalega slæma ákvarðanatökur og köstuðum leiknum frá okkur, því miður.“ Bjarni talar um glórulausar ákvarðanatökur og segir hann að brotið hjá Björgvini sé klárlega ein af þeim. Leikur liðsins hrundi eftir það og segir Bjarni að Stjarnan hafi gengið á lagið á þessum tímapunktinn og ÍR hafi ekki getað neitt eftir það. „Mér fannst þetta brot mjög heimskulegt, þetta var ótrúlegt. Ég bara skil ekki hvað hann var að spá. Þetta var ein af þessum slæmu ákvarðanatökum. Þetta er pirrandi, því við vorum búnir að leggja mikið í þennan leik,“ sagði Bjarni. „Þetta var góður, skemmtilegur og hraður leikur. Við misstum hausinn eins og einhverjir unglingar. Þeir bara voru kúl, voru yfirvegaðir, voru bara kallarnir þarna inná vellinum og kláruðu þetta,“ sagði Bjarni og talar þar um hvernig leikmenn Stjörnunnar náðu að halda einbeitingu og klára leikinn. Leikmenn ÍR áttu misgóðan leik í dag, Sveinn Andri Sveinsson var frábær og gaman að sjá hvernig hann mætti til leiks. Þeir Arnar Freyr Guðmundsson og Pétur Árni Hauksson, áttu hins vegar erfitt uppdráttar í sókninni en þeim gekk illa að skora í dag. „Þetta eru ungir strákar, 19 og 20 ára. Þeir spila lykilhlutverk og það er alveg eðlilegt að þeir séu sveiflukenndir. Ég var ánægður með hvernig Elli (Elías Bóasson) kom inn í dag, hann var frískur og Bjöggi (Björgvin Þór Hólmgeirsson) átti líka ágætis leik fram að þessu dæmi,“ sagði Bjarni og vitnar þá í brotið um miðbik síðari hálfleiks. Bjarni var nokkuð sáttur með fyrstu 40 mínútur leiksins og segir það síðan óskiljanlegt hvernig liðið brást við mótlætinu undir lokin. „Við spiluðum ágætlega, hefði viljað sjá betri varnarleik en svo bara hrynjum við. Ég er ótrúlega ósáttur við það því við vorum búnir að vera svakalega agaðir og svo missum við hausinn. Það er hrikalegt að sjá hvernig strákarnir gefast bara upp, þetta er ekki okkar liði sæmandi.“ Olís-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
„Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir tap ÍR gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum að spila frábæran handbolta bróðurpartinn af leiknum en gerum okkur svo seka um svakalega slæma ákvarðanatökur og köstuðum leiknum frá okkur, því miður.“ Bjarni talar um glórulausar ákvarðanatökur og segir hann að brotið hjá Björgvini sé klárlega ein af þeim. Leikur liðsins hrundi eftir það og segir Bjarni að Stjarnan hafi gengið á lagið á þessum tímapunktinn og ÍR hafi ekki getað neitt eftir það. „Mér fannst þetta brot mjög heimskulegt, þetta var ótrúlegt. Ég bara skil ekki hvað hann var að spá. Þetta var ein af þessum slæmu ákvarðanatökum. Þetta er pirrandi, því við vorum búnir að leggja mikið í þennan leik,“ sagði Bjarni. „Þetta var góður, skemmtilegur og hraður leikur. Við misstum hausinn eins og einhverjir unglingar. Þeir bara voru kúl, voru yfirvegaðir, voru bara kallarnir þarna inná vellinum og kláruðu þetta,“ sagði Bjarni og talar þar um hvernig leikmenn Stjörnunnar náðu að halda einbeitingu og klára leikinn. Leikmenn ÍR áttu misgóðan leik í dag, Sveinn Andri Sveinsson var frábær og gaman að sjá hvernig hann mætti til leiks. Þeir Arnar Freyr Guðmundsson og Pétur Árni Hauksson, áttu hins vegar erfitt uppdráttar í sókninni en þeim gekk illa að skora í dag. „Þetta eru ungir strákar, 19 og 20 ára. Þeir spila lykilhlutverk og það er alveg eðlilegt að þeir séu sveiflukenndir. Ég var ánægður með hvernig Elli (Elías Bóasson) kom inn í dag, hann var frískur og Bjöggi (Björgvin Þór Hólmgeirsson) átti líka ágætis leik fram að þessu dæmi,“ sagði Bjarni og vitnar þá í brotið um miðbik síðari hálfleiks. Bjarni var nokkuð sáttur með fyrstu 40 mínútur leiksins og segir það síðan óskiljanlegt hvernig liðið brást við mótlætinu undir lokin. „Við spiluðum ágætlega, hefði viljað sjá betri varnarleik en svo bara hrynjum við. Ég er ótrúlega ósáttur við það því við vorum búnir að vera svakalega agaðir og svo missum við hausinn. Það er hrikalegt að sjá hvernig strákarnir gefast bara upp, þetta er ekki okkar liði sæmandi.“
Olís-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira