Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 22:30 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 39 ára karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn fór tvisvar frá mars til maí 2016 með stúlku sem þá var fjórtán ára heim til sín þar sem stúlkan veitti manninum munnmök og þau höfðu samræði. Móðir stúlkunnar mætti á lögreglustöð þann 11. maí 2016 og lagði fram kærðu gegn manninum fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Sagði konan að hún hefði tekið eftir því að stúlkunni hafi liðið illa 7-10 daga á undan. Fór hún inn á Facebook síðu dóttur sinnar og áttað sig á því á því á spjallþráðum að stúlkan hafi sofið hjá manninum og hafi hún séð að maðurinn er fæddur árið 1979. Konan ræddi við dóttur sína það kvöld og lýsti stúlkan því að hafa kynnst manninum í æfingastöð World Class. Þau hafi ákveðið að hittast og hann sótt hana í líkamsræktarstöðina og farið með hana heim til sín þar sem hann hafi fengið hana til að hafa við sig munnmök og síðan haft „harkalegar“ samfarir við hana. Lýsti konan því hjá lögreglu að stúlkan hafi í kjölfar þessa samtals tekið inn of stóran skammt af lyfjum og í kjölfarið verið lögð inn á Landspítala.Maðurinn hafi vitað að stúlkan var ólögráða Meðal gagna í málinu eru samskipti mannsins og stúlkunnar á Facebook þar sem fram koma áhyggjur mannsins af því að stúlkan sé að segja frá því hvað þeim fari á milli og hverjum hún segi það. Hann hafi heyrt það á förnum vegi að stúlkan hafi grobbað sig af því að vera „búin með eldri dyravörð“ og sagt að hún og mamma vinkonu sinnar væru „kviðsystur.“ Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Sagðist hann hafa hitt stúlkuna í tvígang og þau hafi farið heim til hans. Honum hafi orðið ljóst hve ung stúlkan væri og því ekki viljað stofna til kynferðislegra athafna með henni. Sagðist hann hafa talið að stúlkan væri á bilinu 17 til 24 ára. Stúlkan sagði að maðurinn hafi alltaf vitað hve gömul hún væri, það hafi komið fram í samskiptum þeirra á samfélagsmiðlum, auk þess sem hún hafi sagt honum hve gömul hún var þegar þau hittust. Hann hafi lagt áherslu á að hún segði engum frá því að þau hefðu stundað kynlíf saman en honum hafi verið ljóst að hann væri að stunda kynferðislegar athafnir með ólögráða stúlku.Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Honum var einnig gert að greiða móður stúlkunnar 1, 2 milljónir króna ásamt því að greiða allan málskostnað. Dómsmál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 39 ára karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn fór tvisvar frá mars til maí 2016 með stúlku sem þá var fjórtán ára heim til sín þar sem stúlkan veitti manninum munnmök og þau höfðu samræði. Móðir stúlkunnar mætti á lögreglustöð þann 11. maí 2016 og lagði fram kærðu gegn manninum fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Sagði konan að hún hefði tekið eftir því að stúlkunni hafi liðið illa 7-10 daga á undan. Fór hún inn á Facebook síðu dóttur sinnar og áttað sig á því á því á spjallþráðum að stúlkan hafi sofið hjá manninum og hafi hún séð að maðurinn er fæddur árið 1979. Konan ræddi við dóttur sína það kvöld og lýsti stúlkan því að hafa kynnst manninum í æfingastöð World Class. Þau hafi ákveðið að hittast og hann sótt hana í líkamsræktarstöðina og farið með hana heim til sín þar sem hann hafi fengið hana til að hafa við sig munnmök og síðan haft „harkalegar“ samfarir við hana. Lýsti konan því hjá lögreglu að stúlkan hafi í kjölfar þessa samtals tekið inn of stóran skammt af lyfjum og í kjölfarið verið lögð inn á Landspítala.Maðurinn hafi vitað að stúlkan var ólögráða Meðal gagna í málinu eru samskipti mannsins og stúlkunnar á Facebook þar sem fram koma áhyggjur mannsins af því að stúlkan sé að segja frá því hvað þeim fari á milli og hverjum hún segi það. Hann hafi heyrt það á förnum vegi að stúlkan hafi grobbað sig af því að vera „búin með eldri dyravörð“ og sagt að hún og mamma vinkonu sinnar væru „kviðsystur.“ Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Sagðist hann hafa hitt stúlkuna í tvígang og þau hafi farið heim til hans. Honum hafi orðið ljóst hve ung stúlkan væri og því ekki viljað stofna til kynferðislegra athafna með henni. Sagðist hann hafa talið að stúlkan væri á bilinu 17 til 24 ára. Stúlkan sagði að maðurinn hafi alltaf vitað hve gömul hún væri, það hafi komið fram í samskiptum þeirra á samfélagsmiðlum, auk þess sem hún hafi sagt honum hve gömul hún var þegar þau hittust. Hann hafi lagt áherslu á að hún segði engum frá því að þau hefðu stundað kynlíf saman en honum hafi verið ljóst að hann væri að stunda kynferðislegar athafnir með ólögráða stúlku.Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Honum var einnig gert að greiða móður stúlkunnar 1, 2 milljónir króna ásamt því að greiða allan málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira