Orkupakki, samgöngur og kannabis í Víglínunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 10:00 Í vikunni var mælt fyrir þingsályktunartillögu Halldóru Mogensen þingmanns Pírata um að heilbrigðisráðherra undirbúi að leggja fram frumvarp sem heimili notkun og framleiðslu á lyfjahampi, öðru nafni kannabisi. Halldóra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál en hún segir nauðsynlegt að með frumvarpi ráðherra verði tryggt að ræktun og dreifing verði örugg og að þeim aðilum sem hafi hana með höndum, sem og sjúklingum, verði ekki refsað. Horft sé til reynslu annarra ríkja sem heimilað hafi noktun á kannabisi við meðferð sjúklinga meðal annars vegna krabbameins. En það gætir einnig nokkurs titrings innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakka Evrópusambandsins og þar mun reyna nokkuð á Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. En miðstjórn Framsóknarflokksins ályktaði á dögunum gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins inn í íslenska löggjöf og vill flokkurinn að leitað verði eftir undanþágu. Það gæti hins vegar hleypt samningnum um evrópska efnahagssvæðið í uppnám enda hafa íslensk stjórnvöld nú þegar samþykkt að orkustefna Evrópusambandsins skuli vera hluti að EES samningnum. Þá hafa hin EFTA ríkin innan EES lögfest pakkann. Sigurður Ingi ræðir þessi mál og fleiri í Víglínunni. En hann ritaði einnig undir samkomulag við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um samgöngumál í vikunni.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Alþingi Stj.mál Víglínan Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í vikunni var mælt fyrir þingsályktunartillögu Halldóru Mogensen þingmanns Pírata um að heilbrigðisráðherra undirbúi að leggja fram frumvarp sem heimili notkun og framleiðslu á lyfjahampi, öðru nafni kannabisi. Halldóra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál en hún segir nauðsynlegt að með frumvarpi ráðherra verði tryggt að ræktun og dreifing verði örugg og að þeim aðilum sem hafi hana með höndum, sem og sjúklingum, verði ekki refsað. Horft sé til reynslu annarra ríkja sem heimilað hafi noktun á kannabisi við meðferð sjúklinga meðal annars vegna krabbameins. En það gætir einnig nokkurs titrings innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakka Evrópusambandsins og þar mun reyna nokkuð á Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. En miðstjórn Framsóknarflokksins ályktaði á dögunum gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins inn í íslenska löggjöf og vill flokkurinn að leitað verði eftir undanþágu. Það gæti hins vegar hleypt samningnum um evrópska efnahagssvæðið í uppnám enda hafa íslensk stjórnvöld nú þegar samþykkt að orkustefna Evrópusambandsins skuli vera hluti að EES samningnum. Þá hafa hin EFTA ríkin innan EES lögfest pakkann. Sigurður Ingi ræðir þessi mál og fleiri í Víglínunni. En hann ritaði einnig undir samkomulag við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um samgöngumál í vikunni.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Alþingi Stj.mál Víglínan Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira