Mikil svifryksmengun á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 10:53 Þessi mynd var tekin í vikunni á Akureyri þegar svifryk mældist í bænum. umhverfisstofnun Aukinn styrkur svifryks hefur mælst undanfarið á loftgæðamælistöð Akureyrarbæjar og Umhverfisstofnunar sem staðsett er við Strandgöut á móts við Hof. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að óvenju há gildi svifryks hafi mælst í bænum frá miðjum október en háir svifrykstoppar sem fara langt yfir þau mörk sem miðað er við á sólarhring hafa meiri áhrif á heilsu fólks en toppar sem fara rétt rúmlega yfir mörkin. Heilsuverndarmörk svifryks eru miðuð við meðaltal hvers sólarhrings þar sem mörk eru 50 µg/m3 að meðaltali í heilan sólarhring. „Sólarhringsmeðaltal s.l. þriðjudag, 20. nóvember, var 119 µg/m3 og var dagurinn því vel yfir heilsuverndarmörkum. Sólarhringsmeðaltal svifryks má ekki fara yfir mörkin oftar en 35 daga á ári. Þetta var 15. dagurinn sem mælist yfir mörkum síðan stöðin var sett upp við Strandgötu um miðan febrúar á þessi ári,“ segir á vef Umhverfisstofnunar en hæsta einstaka klukkutímameðaltalið sem hefur mælst á Strandgötu það sem af er vetri er 455 455 µg/m3. Ekki eru hins vegar nein heilsuverndarmörk í gildi fyrir hvern klukkutíma, aðeins meðaltal sólarhrings. „Þegar svona er ástatt getur fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum fundið fyrir óþægindum. Í þann hóp falla öll ung börn og hluti aldraðra. Einnig er fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma viðkvæmara fyrir svifryki og fólk með astma getur fundið fyrir auknum einkennum. Ekki er hægt að mæla með að fólk sé í mikilli líkamlegri áreynslu í nágrenni við miklar umferðargötur þegar styrkur svifryks er svo hár. Mælt er með að hlauparar velji sér leið fjær mestu umferðargötunum. Mikil umferð á Akureyri er meginorsök svifryksmengunarinnar í bænum. Er þörf á að nota heimilisbílinn alltaf til allra erinda? Frítt er í strætó á Akureyri og er fólk hvatt til að kynna sér leiðakerfið. Í litlum bæ búa margir í göngu eða hjólafæri við sinn vinnustað eða skóla. Ef veðurspá næstu daga gengur eftir gæti áfram orðið hár styrkur svifryks í bænum. Full ástæða er til að vara við hugsanlegum áhrifum svifryksins á heilsu fólks. Sú spurning er áleitin hvort taka ætti upp þá stefnu að gefa út viðvaranir til íbúa á Akureyri þegar mikil svifryksmengun mælist, líkt og gert er í Reykjavík,“ segir á vef Umhverfisstofnunar þar sem lesa má nánar um málið. Umhverfismál Tengdar fréttir Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. 20. nóvember 2018 18:26 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Aukinn styrkur svifryks hefur mælst undanfarið á loftgæðamælistöð Akureyrarbæjar og Umhverfisstofnunar sem staðsett er við Strandgöut á móts við Hof. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að óvenju há gildi svifryks hafi mælst í bænum frá miðjum október en háir svifrykstoppar sem fara langt yfir þau mörk sem miðað er við á sólarhring hafa meiri áhrif á heilsu fólks en toppar sem fara rétt rúmlega yfir mörkin. Heilsuverndarmörk svifryks eru miðuð við meðaltal hvers sólarhrings þar sem mörk eru 50 µg/m3 að meðaltali í heilan sólarhring. „Sólarhringsmeðaltal s.l. þriðjudag, 20. nóvember, var 119 µg/m3 og var dagurinn því vel yfir heilsuverndarmörkum. Sólarhringsmeðaltal svifryks má ekki fara yfir mörkin oftar en 35 daga á ári. Þetta var 15. dagurinn sem mælist yfir mörkum síðan stöðin var sett upp við Strandgötu um miðan febrúar á þessi ári,“ segir á vef Umhverfisstofnunar en hæsta einstaka klukkutímameðaltalið sem hefur mælst á Strandgötu það sem af er vetri er 455 455 µg/m3. Ekki eru hins vegar nein heilsuverndarmörk í gildi fyrir hvern klukkutíma, aðeins meðaltal sólarhrings. „Þegar svona er ástatt getur fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum fundið fyrir óþægindum. Í þann hóp falla öll ung börn og hluti aldraðra. Einnig er fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma viðkvæmara fyrir svifryki og fólk með astma getur fundið fyrir auknum einkennum. Ekki er hægt að mæla með að fólk sé í mikilli líkamlegri áreynslu í nágrenni við miklar umferðargötur þegar styrkur svifryks er svo hár. Mælt er með að hlauparar velji sér leið fjær mestu umferðargötunum. Mikil umferð á Akureyri er meginorsök svifryksmengunarinnar í bænum. Er þörf á að nota heimilisbílinn alltaf til allra erinda? Frítt er í strætó á Akureyri og er fólk hvatt til að kynna sér leiðakerfið. Í litlum bæ búa margir í göngu eða hjólafæri við sinn vinnustað eða skóla. Ef veðurspá næstu daga gengur eftir gæti áfram orðið hár styrkur svifryks í bænum. Full ástæða er til að vara við hugsanlegum áhrifum svifryksins á heilsu fólks. Sú spurning er áleitin hvort taka ætti upp þá stefnu að gefa út viðvaranir til íbúa á Akureyri þegar mikil svifryksmengun mælist, líkt og gert er í Reykjavík,“ segir á vef Umhverfisstofnunar þar sem lesa má nánar um málið.
Umhverfismál Tengdar fréttir Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. 20. nóvember 2018 18:26 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. 20. nóvember 2018 18:26