Innlent

Nú reyni á hagstjórnina

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Hægt hefur á vexti í byggingariðnaði.
Hægt hefur á vexti í byggingariðnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Samtök iðnaðarins segja ljóst að hagkerfið sé að breyta um takt og nú reyni á að því sé mætt með réttum hætti í hagstjórninni. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna.

Þar er dregið fram að víða séu merki um hægari hagvöxt. Það sjáist á vinnumarkaði þar sem dregið hafi úr fjölgun launþega og atvinnulausum fjölgað. Bent er á að byggingargeirinn og ferðaþjónustan hafi skapað 63 prósent þeirra starfa sem orðið hafi til 2015-2017 en nú hafi hægt umtalsvert á þeim vexti.

Bent er á að svo virðist sem dregið hafi hratt úr hagvexti á seinni hluta þessa árs og að spár geri ráð fyrir 2 prósenta hagvexti á næsta ári. Það sé minnsti hagvöxtur síðan efnahagsuppsveiflan hófst. Samhliða sé reiknað með auknu atvinnuleysi.

Samtökin hvetja til þess að opinber fjármál og peningamál verði samstíga í að milda þá niðursveiflu sem fram undan sé. Þá þurfi aðilar vinnumarkaðar að taka mið af breyttu landslagi í hagkerfinu í komandi kjarasamningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×