Innlent

Vilja veiðigjöld af dagskrá þings

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór
Formenn Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa lagt fram rökstudda dagskrártillögu þar sem lagt er til að 2. umræða um veiðigjöld verði tekin af dagskrá.

Í rökstuðningnum segir að ekkert samráð hafi verið haft við þá sem starfi í greininni eða stjórnarandstöðu. Þá ríki ógagnsæi um þær forsendur sem tillögurnar byggi á. Formennirnir leggja til að málinu verði vísað frá og gengið út frá því að gildandi lög verið framlengd.

Til vara leggja formenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar til eigin breytingartillögur við frumvarpið. Er þar meðal annars lagt til að aflaheimildum handhafa verði skipt upp í 20 jafna hluta sem verði tímabundnir. Sá fyrsti gildi í eitt ár, sá næsti í tvö og svo koll af kolli. Þeim fimm prósentum sem losna á hverju ári verði svo endurúthlutað til 20 ára frá og með 1. janúar 2020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×