Snýst um meira en lægri laun og kostnað segir forseti ASÍ Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 09:00 Skóflustunga að íbúðum Bjargs á Akranesi var tekin í síðasta mánuði. Um verður að ræða innflutt einingahús. Mynd/Bjarg „Þetta er ekki alveg svo einfalt að verið sé að leita utan landsteinanna eftir lægri launakostnaði og framleiðslukostnaði,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Fundið hefur verið að því að Bjarg íbúðafélag, húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð er af ASÍ og BSRB, muni reisa 33 íbúðir á Akranesi með einingahúsum sem framleidd eru og flutt inn frá Lettlandi. Húsin koma nær fullsmíðuð að utan og þarf í raun aðeins að púsla þeim saman og klæða að utan. Þetta styttir byggingartímann um helming og gerir það að verkum að fólk í húsnæðisvanda kemst fyrr í öruggt leiguhúsnæði. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins barst þessi innflutningur og aðkoma erlends vinnuafls til tals í fyrirspurn á fundi Sjálfstæðismanna á Akranesi með verkalýðsforystunni í bænum fyrir skemmstu. Þar var varpað fram þeirri spurningu hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að það yrði að kaupa allt í verkið að utan. Drífa, sem aðeins var skipuð formlega í stjórn Bjargs í fyrradag, segir að það sem hún hafi kynnt sér af málinu snúist í fyrsta lagi um hverjir geti framleitt þetta og í öðru lagi um stærðarhagkvæmni. „ASÍ kaupir vörur erlendis þó við reynum að beina viðskiptum okkar til innlendra framleiðslufyrirtækja ef það er mögulegt. Þetta er ekki bara hagkvæmnisjónarmið til að gera þetta ódýrara, heldur tel ég að það sé ekki víst að það séu fyrirtæki sem geti annað þessu í þessu magni sem Bjarg er að óska eftir,“ segir Drífa. „Þetta er alltaf hagsmunamat. Við erum að reyna að lækka leigu, við erum að reyna að byggja fljótt og örugglega og það liggur mjög á að koma húsum upp þannig að það er víðtækt hagsmunamat sem fer þarna í gang.“ Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, benti á það í samtali við Fréttablaðið á dögunum að umrædd hús væru framleidd af Byko-LAT, timburverksmiðju íslenska byggingarvörurisans BYKO í Lettlandi. Modulus, sem útvegi einingarnar, sé einnig íslenskt fyrirtæki tengt Byko-fjölskyldunni og allt sé þetta íslensk hönnun. Húsin komi í flytjanlegum einingum búin gólfefnum, innréttingum, máluð að innan og nær tilbúin. Aðeins eigi eftir að púsla þeim saman á staðnum og klæða að utan. Lágmarkslaun í Lettlandi eru sem nemur 60 þúsund krónum á mánuði, meðallaun rúmar 80 þúsund, og því ljóst að vinnuaflið er ódýrara þar í landi en hér. Í samtali við RÚV í fyrradag sagði Björn að þrýstingur um hagkvæmni sem fylgt hafi stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði hefði orðið til þess að þessi leið var valin á Akranesi. „Það vantar íbúðir núna og ef við getum helmingað smíðatíma húsa þá þýðir það að fólk sem vantar húsnæði fær það fyrr. Það er það sem þjóðfélagið er að kalla á í dag og við erum að reyna að koma til móts við þær þarfir,“ segir Björn í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
„Þetta er ekki alveg svo einfalt að verið sé að leita utan landsteinanna eftir lægri launakostnaði og framleiðslukostnaði,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Fundið hefur verið að því að Bjarg íbúðafélag, húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð er af ASÍ og BSRB, muni reisa 33 íbúðir á Akranesi með einingahúsum sem framleidd eru og flutt inn frá Lettlandi. Húsin koma nær fullsmíðuð að utan og þarf í raun aðeins að púsla þeim saman og klæða að utan. Þetta styttir byggingartímann um helming og gerir það að verkum að fólk í húsnæðisvanda kemst fyrr í öruggt leiguhúsnæði. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins barst þessi innflutningur og aðkoma erlends vinnuafls til tals í fyrirspurn á fundi Sjálfstæðismanna á Akranesi með verkalýðsforystunni í bænum fyrir skemmstu. Þar var varpað fram þeirri spurningu hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að það yrði að kaupa allt í verkið að utan. Drífa, sem aðeins var skipuð formlega í stjórn Bjargs í fyrradag, segir að það sem hún hafi kynnt sér af málinu snúist í fyrsta lagi um hverjir geti framleitt þetta og í öðru lagi um stærðarhagkvæmni. „ASÍ kaupir vörur erlendis þó við reynum að beina viðskiptum okkar til innlendra framleiðslufyrirtækja ef það er mögulegt. Þetta er ekki bara hagkvæmnisjónarmið til að gera þetta ódýrara, heldur tel ég að það sé ekki víst að það séu fyrirtæki sem geti annað þessu í þessu magni sem Bjarg er að óska eftir,“ segir Drífa. „Þetta er alltaf hagsmunamat. Við erum að reyna að lækka leigu, við erum að reyna að byggja fljótt og örugglega og það liggur mjög á að koma húsum upp þannig að það er víðtækt hagsmunamat sem fer þarna í gang.“ Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, benti á það í samtali við Fréttablaðið á dögunum að umrædd hús væru framleidd af Byko-LAT, timburverksmiðju íslenska byggingarvörurisans BYKO í Lettlandi. Modulus, sem útvegi einingarnar, sé einnig íslenskt fyrirtæki tengt Byko-fjölskyldunni og allt sé þetta íslensk hönnun. Húsin komi í flytjanlegum einingum búin gólfefnum, innréttingum, máluð að innan og nær tilbúin. Aðeins eigi eftir að púsla þeim saman á staðnum og klæða að utan. Lágmarkslaun í Lettlandi eru sem nemur 60 þúsund krónum á mánuði, meðallaun rúmar 80 þúsund, og því ljóst að vinnuaflið er ódýrara þar í landi en hér. Í samtali við RÚV í fyrradag sagði Björn að þrýstingur um hagkvæmni sem fylgt hafi stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði hefði orðið til þess að þessi leið var valin á Akranesi. „Það vantar íbúðir núna og ef við getum helmingað smíðatíma húsa þá þýðir það að fólk sem vantar húsnæði fær það fyrr. Það er það sem þjóðfélagið er að kalla á í dag og við erum að reyna að koma til móts við þær þarfir,“ segir Björn í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira