Selkórinn fagnar 50 árum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 08:00 Selkórinn í haustblíðunni. Arna Ösp er í ljósri úlpu til vinstri og Haraldur með gleraugu í svartri úlpu fyrir miðri mynd. Það voru konur í kvenfélaginu Seltjörn sem stofnuðu Selkórinn fyrir hálfri öld en fljótlega fengu konurnar til liðs við sig nokkra karla. Selkórinn hefur dafnað vel, ferðast víða um heim og sungið á ýmsum stöðum innanlands, bæði einn og með öðrum. Hann hélt afmælistónleika í vor með léttum lögum eftir þekkta íslenska lagasmiði. Nú ræðst hann í hátíðatónleika í Seltjarnarneskirkju á laugardaginn klukkan 16, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Á efnisskránni er Missa in Tempore Belli eftir Joseph Haydn. Í messunni, sem einnig er oft nefnd Pákumessa, syngja, auk kórsins, fjórir einsöngvarar, þau Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópran, Egill Árni Pálsson tenór og Ágúst Ólafsson bassi. Stjórnandi er Oliver Kentish. Afmælistónleikarnir eru líka tileinkaðir 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Af því tilefni fékk Oliver skáldið Sigurð Ingólfsson til þess að semja ljóð og samdi tónverk við það. Verkið nefnist Mitt land og verður frumflutt á tónleikunum. Meðal nýjustu félaga Selkórsins er Arna Ösp Magnúsardóttir sem syngur sópran. „Ég byrjaði bara í fyrravetur. Er búandi á Seltjarnarnesinu og það er gott að eiga stutt á æfingar á kvöldin, sérstaklega þegar börn eru á heimilinu,“ segir hún. „Selkórinn er líka svo góður, þar er reynt fólk innan um sem jafnvel hefur sungið með kórnum frá því á 8. áratug síðustu aldar.“ Einn af eldri kórfélögunum er Haraldur Þráinsson, hann syngur tenór. „Það eru 40 ár síðan ég söng fyrst með kórnum og hef verið stöðugt í honum frá áramótunum 1984-5. Er sá karl sem er búinn að vera lengst,“ segir Haraldur, sem er járniðnaðarmaður og búinn að vera í því starfi líka í 40 ár. Hann segir félagsskapinn í kórnum góðan. „Það er alltaf gaman hjá okkur og maður kemst alltaf í gott skap þegar maður fer á æfingar. Ef ég lendi í leiðinlegum störfum er ég búinn að ná að stjórna hugsunum mínum þannig að ég komist í söngskap, þá verður allt miklu skemmtilegra.“ Miða á tónleikana er hægt að fá hjá kórfélögum en líka við innganginn á tónleikadag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það voru konur í kvenfélaginu Seltjörn sem stofnuðu Selkórinn fyrir hálfri öld en fljótlega fengu konurnar til liðs við sig nokkra karla. Selkórinn hefur dafnað vel, ferðast víða um heim og sungið á ýmsum stöðum innanlands, bæði einn og með öðrum. Hann hélt afmælistónleika í vor með léttum lögum eftir þekkta íslenska lagasmiði. Nú ræðst hann í hátíðatónleika í Seltjarnarneskirkju á laugardaginn klukkan 16, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Á efnisskránni er Missa in Tempore Belli eftir Joseph Haydn. Í messunni, sem einnig er oft nefnd Pákumessa, syngja, auk kórsins, fjórir einsöngvarar, þau Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópran, Egill Árni Pálsson tenór og Ágúst Ólafsson bassi. Stjórnandi er Oliver Kentish. Afmælistónleikarnir eru líka tileinkaðir 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Af því tilefni fékk Oliver skáldið Sigurð Ingólfsson til þess að semja ljóð og samdi tónverk við það. Verkið nefnist Mitt land og verður frumflutt á tónleikunum. Meðal nýjustu félaga Selkórsins er Arna Ösp Magnúsardóttir sem syngur sópran. „Ég byrjaði bara í fyrravetur. Er búandi á Seltjarnarnesinu og það er gott að eiga stutt á æfingar á kvöldin, sérstaklega þegar börn eru á heimilinu,“ segir hún. „Selkórinn er líka svo góður, þar er reynt fólk innan um sem jafnvel hefur sungið með kórnum frá því á 8. áratug síðustu aldar.“ Einn af eldri kórfélögunum er Haraldur Þráinsson, hann syngur tenór. „Það eru 40 ár síðan ég söng fyrst með kórnum og hef verið stöðugt í honum frá áramótunum 1984-5. Er sá karl sem er búinn að vera lengst,“ segir Haraldur, sem er járniðnaðarmaður og búinn að vera í því starfi líka í 40 ár. Hann segir félagsskapinn í kórnum góðan. „Það er alltaf gaman hjá okkur og maður kemst alltaf í gott skap þegar maður fer á æfingar. Ef ég lendi í leiðinlegum störfum er ég búinn að ná að stjórna hugsunum mínum þannig að ég komist í söngskap, þá verður allt miklu skemmtilegra.“ Miða á tónleikana er hægt að fá hjá kórfélögum en líka við innganginn á tónleikadag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira