Patrekur um Hauk: Margt búið að gerast í lífi hans á einu ári Arnar Helgi Magnússon skrifar 21. nóvember 2018 21:40 Patrekur var ánægður í kvöld eftir mikilvæg tvö stig. vísir/ernir „Ég er bara ánægður með þennan sigur. Við spilum vörnina vel og það voru í raun bara smáatriði sem að við hefðum getað gert betur,” sagði Patrekur eftir sigur Selfoss gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Markvarslan var fín í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn frábær. Við vorum klaufar í hraðaupphlaupunum og vorum svolítið að flýta okkur. Orkan og útgeislunin í liðinu var alveg til fyrirmyndar. Fólkið í stúkunni var frábært og þetta var bara flottur heimasigur á móti góðu liði” Selfyssingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en Patrekur var hvergi farinn að örvænta. „Nei nei, ekkert þungu fargi létt. Það þýðir ekkert að fara á taugum, það koma tapleikir. Það er auðvitað markmiðið í hvaða leik sem maður fer í að vinna.” „Ég er bara ánægður, við erum komnir með fjórtán stig á þessum tímapunkti og sýndum bara virkilega góðan leik. Það var til fyrirmyndar hvernig leikmenn lögðu sig fram.“ Haukur Þrastarson var sem fyrr frábær í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. „Já hann var frábær, það er bara mjög ánægjulegt. Það er búið að vera mikið álag á þessum unga manni og mikið búið að gerast í hans lífi á einu ári.” Meiðsli hafa verið að hrjá Elvar Örn upp á síðkastið og spilaði hann takmarkað með í dag. Patrekur segir hann þó klárann gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn. „Þetta eru einhverjar bólgur undir táberginu og hann harkaði af sér í Póllandi. Hann er glíma við þetta og er því ekki 100%. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt og hann verður með á laugardaginn.“ Selfyssingar leika síðari leikinn gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn í Hleðsluhöllinni en leikurinn úti í Póllandi tapaðist með sjö mörkum. Hvað þarf Patrekur og hans lærisveinar að gera á laugardaginn til þess að vinna upp þetta forskot? „Það er mjög mikilvægt að við náum þessari líkamstjáningu og að við kveikjum í húsinu, það er lykilatriði. Við þurfum að vera grimmir fram á við á móti svona liðum. Það þýðir ekkert að spila sex á sex á móti svona liðum og vera ekki með hraðaupphlaup. Þeir keyrðu svolítið á okkur í fyrri leiknum en við þurfum bara að snúa því við” „Það þarf margt að ganga upp og við þurfum að spila okkar allra, allra besta leik. Það er allt hægt í þessu” Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
„Ég er bara ánægður með þennan sigur. Við spilum vörnina vel og það voru í raun bara smáatriði sem að við hefðum getað gert betur,” sagði Patrekur eftir sigur Selfoss gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Markvarslan var fín í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn frábær. Við vorum klaufar í hraðaupphlaupunum og vorum svolítið að flýta okkur. Orkan og útgeislunin í liðinu var alveg til fyrirmyndar. Fólkið í stúkunni var frábært og þetta var bara flottur heimasigur á móti góðu liði” Selfyssingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en Patrekur var hvergi farinn að örvænta. „Nei nei, ekkert þungu fargi létt. Það þýðir ekkert að fara á taugum, það koma tapleikir. Það er auðvitað markmiðið í hvaða leik sem maður fer í að vinna.” „Ég er bara ánægður, við erum komnir með fjórtán stig á þessum tímapunkti og sýndum bara virkilega góðan leik. Það var til fyrirmyndar hvernig leikmenn lögðu sig fram.“ Haukur Þrastarson var sem fyrr frábær í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. „Já hann var frábær, það er bara mjög ánægjulegt. Það er búið að vera mikið álag á þessum unga manni og mikið búið að gerast í hans lífi á einu ári.” Meiðsli hafa verið að hrjá Elvar Örn upp á síðkastið og spilaði hann takmarkað með í dag. Patrekur segir hann þó klárann gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn. „Þetta eru einhverjar bólgur undir táberginu og hann harkaði af sér í Póllandi. Hann er glíma við þetta og er því ekki 100%. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt og hann verður með á laugardaginn.“ Selfyssingar leika síðari leikinn gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn í Hleðsluhöllinni en leikurinn úti í Póllandi tapaðist með sjö mörkum. Hvað þarf Patrekur og hans lærisveinar að gera á laugardaginn til þess að vinna upp þetta forskot? „Það er mjög mikilvægt að við náum þessari líkamstjáningu og að við kveikjum í húsinu, það er lykilatriði. Við þurfum að vera grimmir fram á við á móti svona liðum. Það þýðir ekkert að spila sex á sex á móti svona liðum og vera ekki með hraðaupphlaup. Þeir keyrðu svolítið á okkur í fyrri leiknum en við þurfum bara að snúa því við” „Það þarf margt að ganga upp og við þurfum að spila okkar allra, allra besta leik. Það er allt hægt í þessu”
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn