Popp-pönk sveitin PUP spilar á Íslandi Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 21. nóvember 2018 14:45 Kanadíska pönksveitin PUP er við það að ljúka mánaðarlöngu tónleikaferðalagi um Evrópu. Aðsend mynd. Kanadíska popp pönk hljómsveitin PUP mun leika fyrir dansi á tónleikastaðnum Húrra 25. nóvember næstkomandi. Nafn sveitarinnar er skammstöfun á Pathetic Use of Potential sem mætti þýða sem Aumkunarverð nýting á hæfileikum. Þessir Toronto-búar eru gríðarlega vinsælir vestanhafs og hafa tónlistarmyndbönd þeirra vakið sérstaka lukku. Í tveimur þeirra leikur Finn Wolfhard sem sló svo eftirminnilega í gegn sem hinn 12 ára gamli Mike Wheeler í þáttunum Stranger Things. Myndbandið við lagið Guilt Trip var meira að segja með fyrstu skrefum Finn í leiklistinni. Það hefur einnig verið endurtekið þema í myndböndum sveitarinnar að meðlimum sveitarinnar sé misþyrmt eða þeir drepnir, eins og í myndböndum við lögin Reservoir og If This Tour Doesn’t Kill You, I Will. Sveitin hefur verið tilnefnd til fjölmargra tónlistarverðlauna í Kanada, og unnið nokkur þeirra. Meðal tilnefninganna hafa minnst fimm verið fyrir metnaðarfull myndbönd. Pönk- og harðkjarnamiðaði flokkurinn Crisis Party Collective standa fyrir tónleikunum og munu íslensku sveitirnar Great Grief og Snowed In hita upp. Hér fyrir neðan má sjá seinna myndbandið sem Finn lék í fyrir PUP-vélina. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Kanadíska popp pönk hljómsveitin PUP mun leika fyrir dansi á tónleikastaðnum Húrra 25. nóvember næstkomandi. Nafn sveitarinnar er skammstöfun á Pathetic Use of Potential sem mætti þýða sem Aumkunarverð nýting á hæfileikum. Þessir Toronto-búar eru gríðarlega vinsælir vestanhafs og hafa tónlistarmyndbönd þeirra vakið sérstaka lukku. Í tveimur þeirra leikur Finn Wolfhard sem sló svo eftirminnilega í gegn sem hinn 12 ára gamli Mike Wheeler í þáttunum Stranger Things. Myndbandið við lagið Guilt Trip var meira að segja með fyrstu skrefum Finn í leiklistinni. Það hefur einnig verið endurtekið þema í myndböndum sveitarinnar að meðlimum sveitarinnar sé misþyrmt eða þeir drepnir, eins og í myndböndum við lögin Reservoir og If This Tour Doesn’t Kill You, I Will. Sveitin hefur verið tilnefnd til fjölmargra tónlistarverðlauna í Kanada, og unnið nokkur þeirra. Meðal tilnefninganna hafa minnst fimm verið fyrir metnaðarfull myndbönd. Pönk- og harðkjarnamiðaði flokkurinn Crisis Party Collective standa fyrir tónleikunum og munu íslensku sveitirnar Great Grief og Snowed In hita upp. Hér fyrir neðan má sjá seinna myndbandið sem Finn lék í fyrir PUP-vélina.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira