Fyrsti útisigur KA í efstu deild í meira en tólf ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 17:30 Áki Egilsnes skoraði fimm mörk fyrir ÍBV í gær. Vísir/Bára KA-menn sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í Olís deild karla i handbolta í gærkvöldi. Þetta var fyrsti útisigur nýliða KA á tímabilinu og um leið fyrsti útisigur félagsins í efstu deild í tólf og hálft ár. KA sameinaðist Þór undir merkjum Akureyrar eftir 2005/06 tímabilið og sambandið hélt út 2016/17 tímabilið þegar Akureyrarliðið féll úr efstu deild. KA ákvað að spila aftur undir eigin merki á fyrravetur. KA-menn unnu sig upp úr Grill 66 deild karla í vor og spiluðu því aftur meðal þeirra bestu á þessu tímabili. Þetta var fjórði útileikur tímabilsins hjá KA í Olís deild karla en liðið hafði enn ekki náð að vinna utan Akureyrar í vetur. Liðið landaði aftur á móti sigri í Eyjum í gær. Það var fyrsti útisigur KA í úrvalsdeild karla frá 22. apríl 2006 eða í rúmlega 150 mánuði. Alls liðu 4595 dagar eða 12 ár, sex mánuðir og 29 dagar á milli útisigra KA-manna í efstu deild.Magnús Stefánsson lyftir deildarbikarnum síðasta vor.FBL/ValliSíðasti útisigurinn á undan þeim í gær kom á móti Stjörnunni í Garðabæ í apríl mánuði fyrir rúmlega tólf árum. KA vann þann leik 26-21. Í liði KA fyrir tólf árum lék einmitt Magnús Stefánsson en hann lék með ÍBV-liðinu í gær. Aðstoðarþjálfari KA í útisigrinum í Garðabæ fyrir 150 mánuðum síðan var síðan Árni Stefánsson. Sonur Árna, Stefán Árnason, þjálfar einmitt KA-liðið í dag, og er að gera mjög flotta hluti með nýliðina. Magnús skoraði fjögur mörk fyrir KA-liðið í leiknum fyrir rúmum tólf árum og va þá þriðji markahæsti maður liðsins á eftir þeim Goran Gusic (8 mörk) og Ragnari Snæ Njálssyni (5 mörk). Magnús náði ekki að skora fyrir ÍBV í gær enda spilar hann aðallega í vörninni. Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
KA-menn sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í Olís deild karla i handbolta í gærkvöldi. Þetta var fyrsti útisigur nýliða KA á tímabilinu og um leið fyrsti útisigur félagsins í efstu deild í tólf og hálft ár. KA sameinaðist Þór undir merkjum Akureyrar eftir 2005/06 tímabilið og sambandið hélt út 2016/17 tímabilið þegar Akureyrarliðið féll úr efstu deild. KA ákvað að spila aftur undir eigin merki á fyrravetur. KA-menn unnu sig upp úr Grill 66 deild karla í vor og spiluðu því aftur meðal þeirra bestu á þessu tímabili. Þetta var fjórði útileikur tímabilsins hjá KA í Olís deild karla en liðið hafði enn ekki náð að vinna utan Akureyrar í vetur. Liðið landaði aftur á móti sigri í Eyjum í gær. Það var fyrsti útisigur KA í úrvalsdeild karla frá 22. apríl 2006 eða í rúmlega 150 mánuði. Alls liðu 4595 dagar eða 12 ár, sex mánuðir og 29 dagar á milli útisigra KA-manna í efstu deild.Magnús Stefánsson lyftir deildarbikarnum síðasta vor.FBL/ValliSíðasti útisigurinn á undan þeim í gær kom á móti Stjörnunni í Garðabæ í apríl mánuði fyrir rúmlega tólf árum. KA vann þann leik 26-21. Í liði KA fyrir tólf árum lék einmitt Magnús Stefánsson en hann lék með ÍBV-liðinu í gær. Aðstoðarþjálfari KA í útisigrinum í Garðabæ fyrir 150 mánuðum síðan var síðan Árni Stefánsson. Sonur Árna, Stefán Árnason, þjálfar einmitt KA-liðið í dag, og er að gera mjög flotta hluti með nýliðina. Magnús skoraði fjögur mörk fyrir KA-liðið í leiknum fyrir rúmum tólf árum og va þá þriðji markahæsti maður liðsins á eftir þeim Goran Gusic (8 mörk) og Ragnari Snæ Njálssyni (5 mörk). Magnús náði ekki að skora fyrir ÍBV í gær enda spilar hann aðallega í vörninni.
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira