Íhuga að leggja fram vantraust á ríkisstjórn Solberg Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2018 08:21 Trygve Slagsvold Vedum, formaður Miðflokksins, segir þingflokkinn enn eiga eftir að ræða málið almennilega. Getty/bloomberg Norski Miðflokkurinn (SP) íhugar nú að leggja fram vantrausttillögu á forsætisráðherrann Ernu Solberg og ríkisstjórn hennar. Frá þessu greindi formaðurinn Trygve Slagsvold Vedum í útvarpsviðtali hjá NTB í morgun. Vedum segir ástæðuna vera að ríkisstjórninni hafi mistekist að tryggja öryggi opinberra bygginga og innviði, sem hefur verið mikilvægur þáttur í norskri stjórnmálaumræðu í kjölfar hryðjuverkaárásar Anders Behring Breivik í höfuðborginni Ósló og Útey þann 22. júlí 2011. „Við íhugum vantraust þar sem ríkisstjórn hefur veitt þinginu ófullnægjandi og rangar upplýsingar,“ sagði Vedum í viðtalinu. Hann segir þó að enn eigi eftir að fara fram almennileg umræða um málið innan þingflokks Miðflokksins. Ríkisendurskoðandi Noregs hefur sömuleiðis gagnrýnt ríkisstjórnina og bent á ýmsa vankanta þegar kemur að viðbrögðum hennar við ábendingum um hvað mætti betur fara þegar kemur að öryggi í landinu.Gustað um ríkisstjórnina Miðflokkurinn mun í dag leggja fram tillögur á þinginu sem snúa að því að leggja stóraukið fé í að efla her og löggæslu í landinu. Mikið hefur gustað um ríkisstjórn Solberg að undanförnu vegna deilna innan stuðningsflokksins Kristilega þjóðarflokksins sem íhugaði að ganga til liðs við rauðu blokkina sem nú er í stjórnarandstöðu. Flokkurinn ákvað þó á flokksþingi að áfram tilheyra bláu blokkinni en krefjast beinnar aðildar að ríkisstjórn Hægriflokks Solberg, Framfaraflokksins og Venstre. Norðurlönd Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin heldur velli Formaður Kristilega þjóðarflokksins ætlar að segja af sér eftir að landsfundarfulltrúar vildu ekki fylgja honum út úr bláu blokkinni svonefndu. 2. nóvember 2018 17:28 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Norski Miðflokkurinn (SP) íhugar nú að leggja fram vantrausttillögu á forsætisráðherrann Ernu Solberg og ríkisstjórn hennar. Frá þessu greindi formaðurinn Trygve Slagsvold Vedum í útvarpsviðtali hjá NTB í morgun. Vedum segir ástæðuna vera að ríkisstjórninni hafi mistekist að tryggja öryggi opinberra bygginga og innviði, sem hefur verið mikilvægur þáttur í norskri stjórnmálaumræðu í kjölfar hryðjuverkaárásar Anders Behring Breivik í höfuðborginni Ósló og Útey þann 22. júlí 2011. „Við íhugum vantraust þar sem ríkisstjórn hefur veitt þinginu ófullnægjandi og rangar upplýsingar,“ sagði Vedum í viðtalinu. Hann segir þó að enn eigi eftir að fara fram almennileg umræða um málið innan þingflokks Miðflokksins. Ríkisendurskoðandi Noregs hefur sömuleiðis gagnrýnt ríkisstjórnina og bent á ýmsa vankanta þegar kemur að viðbrögðum hennar við ábendingum um hvað mætti betur fara þegar kemur að öryggi í landinu.Gustað um ríkisstjórnina Miðflokkurinn mun í dag leggja fram tillögur á þinginu sem snúa að því að leggja stóraukið fé í að efla her og löggæslu í landinu. Mikið hefur gustað um ríkisstjórn Solberg að undanförnu vegna deilna innan stuðningsflokksins Kristilega þjóðarflokksins sem íhugaði að ganga til liðs við rauðu blokkina sem nú er í stjórnarandstöðu. Flokkurinn ákvað þó á flokksþingi að áfram tilheyra bláu blokkinni en krefjast beinnar aðildar að ríkisstjórn Hægriflokks Solberg, Framfaraflokksins og Venstre.
Norðurlönd Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin heldur velli Formaður Kristilega þjóðarflokksins ætlar að segja af sér eftir að landsfundarfulltrúar vildu ekki fylgja honum út úr bláu blokkinni svonefndu. 2. nóvember 2018 17:28 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Norska ríkisstjórnin heldur velli Formaður Kristilega þjóðarflokksins ætlar að segja af sér eftir að landsfundarfulltrúar vildu ekki fylgja honum út úr bláu blokkinni svonefndu. 2. nóvember 2018 17:28