Um þriðjungur upplifði einelti hjá OR Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. nóvember 2018 06:00 Frá fundi í Orkuveitunni þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Hellga Jónsdóttir forstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. visir/vilhelm Yfir þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku þátt í könnun Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar upplifðu einelti á vinnustað meðan þeir störfuðu hjá fyrirtækinu. Töluverður munur er á svörum núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins þegar spurt er um einelti en einungis sjö prósent núverandi starfsmanna segjast hafa upplifað einelti á vinnustaðnum. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall var því viðhorfi lýst af hálfu Orkuveitunnar, með vísan til niðurstöðu úttektarinnar, að vinnustaðamenning væri betri hjá fyrirtækinu en gengur og gerist á vinnumarkaði. Fréttablaðið sendi Helgu Jónsdóttur, sitjandi forstjóra Orkuveitunnar, fyrirspurn um hvernig yfirlýsingin samræmdist fyrrgreindri upplifun fyrrverandi starfsmanna en fékk ekki svar. Aðspurður segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, að niðurstöður könnunar eldri starfsmanna séu vitaskuld meðal þeirra gagna sem verið sé að rýna hjá fyrirtækinu í þágu úrbótastarfs. Máls Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fjármála, sem var veitt formleg áminning vegna kynferðislegrar áreitni árið 2015, er hvergi getið í skýrslu Innri endurskoðunar um vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að mál Ingvars hafi verið tekið til skoðunar hjá Innri endurskoðun eftir að yfirlýsing frá honum barst fjölmiðlum. Eftir viðtal við hann sjálfan, samstarfsmenn og fulltrúa starfsmannahalds, var ekki talin ástæða til að fjalla frekar um mál hans og því talið lokið enda hefði hvorki Ingvar sjálfur né fyrirtækið gert athugasemd við málsmeðferðina sem málið hlaut á sínum tíma. Ekki var rætt við þolendur áreitninnar en kvartanir kvennanna tveggja sem áminningin laut að voru nafnlausar. Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Sjá meira
Yfir þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku þátt í könnun Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar upplifðu einelti á vinnustað meðan þeir störfuðu hjá fyrirtækinu. Töluverður munur er á svörum núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins þegar spurt er um einelti en einungis sjö prósent núverandi starfsmanna segjast hafa upplifað einelti á vinnustaðnum. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall var því viðhorfi lýst af hálfu Orkuveitunnar, með vísan til niðurstöðu úttektarinnar, að vinnustaðamenning væri betri hjá fyrirtækinu en gengur og gerist á vinnumarkaði. Fréttablaðið sendi Helgu Jónsdóttur, sitjandi forstjóra Orkuveitunnar, fyrirspurn um hvernig yfirlýsingin samræmdist fyrrgreindri upplifun fyrrverandi starfsmanna en fékk ekki svar. Aðspurður segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, að niðurstöður könnunar eldri starfsmanna séu vitaskuld meðal þeirra gagna sem verið sé að rýna hjá fyrirtækinu í þágu úrbótastarfs. Máls Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fjármála, sem var veitt formleg áminning vegna kynferðislegrar áreitni árið 2015, er hvergi getið í skýrslu Innri endurskoðunar um vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að mál Ingvars hafi verið tekið til skoðunar hjá Innri endurskoðun eftir að yfirlýsing frá honum barst fjölmiðlum. Eftir viðtal við hann sjálfan, samstarfsmenn og fulltrúa starfsmannahalds, var ekki talin ástæða til að fjalla frekar um mál hans og því talið lokið enda hefði hvorki Ingvar sjálfur né fyrirtækið gert athugasemd við málsmeðferðina sem málið hlaut á sínum tíma. Ekki var rætt við þolendur áreitninnar en kvartanir kvennanna tveggja sem áminningin laut að voru nafnlausar.
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15
Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45