Hafnar forsæti hæstaréttar vegna skilaboðaleka Lýðflokksmanns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Manuel Marchena hæstaréttardómari sést hér á miðri mynd. Fréttablaðið/EPA Fréttablaðið/EPA Manuel Marchena, spænskur hæstaréttardómari, hefur hafnað því að taka við embætti forseta hæstaréttar og spænska dómskerfisins alls. Sósíalistaflokkurinn, sem er í minnihlutastjórn, og Lýðflokkurinn, langstærsti flokkur stjórnarandstöðu, höfðu samið um að hann fengi sætið og var það samkomulag hluti samkomulags um skipan í embætti innan dómskerfisins. Ákvörðunina tók Marchena eftir að spænskt vefrit lak WhatsApp-skilaboðum Ignacios Cosidó, þingflokksformanns Lýðflokksins í öldungadeildinni, þar sem fram kom að með samkomulagsgerðinni fengi flokkurinn völd yfir dómskerfinu og gæti stýrt sakamáladeild hæstaréttar úr bakherbergjunum. Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu gagnrýndu skilaboðin harðlega enda eru níu þeirra nú í fangelsi, ákærðir fyrir uppreisnaráróður og uppreisn gegn spænska ríkinu, og með mál fyrir sakamáladeildinni á meðan Lýðflokkurinn beitti sér af hörku gegn aðskilnaðarsinnum. Flokkurinn var við völd síðasta haust þegar Katalónarnir voru handteknir eftir ólöglega atkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingu. Marchena sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að hann hafi aldrei litið svo á að dómskerfið ætti að vera verkfæri sem stjórnmálamenn geta nýtt sér og sagðist vera sjálfstæður í störfum. En Marchena mun þó áfram stýra sakamáladeild hæstaréttar, líkt og undanfarin ár. Sex þeirra níu Katalóna sem eru í haldi sendu hæstarétti bréf í gær þar sem þess var krafist að Marchena myndi víkja úr því embætti. Hann var sakaður um hlutdrægni í garð Lýðflokksins og Sósíalistaflokksins og hreykti Cosidó sér af skipan hans. Pedro Sánchez forsætisráðherra sagðist í gær harma ákvörðun Marchena. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Manuel Marchena, spænskur hæstaréttardómari, hefur hafnað því að taka við embætti forseta hæstaréttar og spænska dómskerfisins alls. Sósíalistaflokkurinn, sem er í minnihlutastjórn, og Lýðflokkurinn, langstærsti flokkur stjórnarandstöðu, höfðu samið um að hann fengi sætið og var það samkomulag hluti samkomulags um skipan í embætti innan dómskerfisins. Ákvörðunina tók Marchena eftir að spænskt vefrit lak WhatsApp-skilaboðum Ignacios Cosidó, þingflokksformanns Lýðflokksins í öldungadeildinni, þar sem fram kom að með samkomulagsgerðinni fengi flokkurinn völd yfir dómskerfinu og gæti stýrt sakamáladeild hæstaréttar úr bakherbergjunum. Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu gagnrýndu skilaboðin harðlega enda eru níu þeirra nú í fangelsi, ákærðir fyrir uppreisnaráróður og uppreisn gegn spænska ríkinu, og með mál fyrir sakamáladeildinni á meðan Lýðflokkurinn beitti sér af hörku gegn aðskilnaðarsinnum. Flokkurinn var við völd síðasta haust þegar Katalónarnir voru handteknir eftir ólöglega atkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingu. Marchena sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að hann hafi aldrei litið svo á að dómskerfið ætti að vera verkfæri sem stjórnmálamenn geta nýtt sér og sagðist vera sjálfstæður í störfum. En Marchena mun þó áfram stýra sakamáladeild hæstaréttar, líkt og undanfarin ár. Sex þeirra níu Katalóna sem eru í haldi sendu hæstarétti bréf í gær þar sem þess var krafist að Marchena myndi víkja úr því embætti. Hann var sakaður um hlutdrægni í garð Lýðflokksins og Sósíalistaflokksins og hreykti Cosidó sér af skipan hans. Pedro Sánchez forsætisráðherra sagðist í gær harma ákvörðun Marchena.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira