Handbolti

Formaður dómaranefndar HSÍ: Myndbandsdómgæslan komin til að vera

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndbandsdómgæsla hefur nú rutt sér til rúms í Olís-deildinni í handbolta og er kominn til að vera í stærri sjónvarpsleikjum. Framkvæmdin hér heima er gerð að danskri fyrirmynd.

Í stórleiknum á Hlíðarenda í gær þurftu dómarar leiksins í þrígang að grípa til myndbandsdómgæslu í leiknum til að fá rétta niðurstöðu.

„Þetta er komið til að vera og sannarlega kom þetta til góðs í gær. Það voru þrjú atvik sem að voru skoðuð og sérstaklega atriðið í lokin sem var mikilvægt að dómararnir gátu horft á aftur,“ sagði Reynir Sveinsson, formaður dómaranefndar HSÍ.

„Þetta var mjög umdeilt og enn eru ekki allir sannfærðir um að við höfum gert rétt. Ég tel að þetta komi handboltanum á annan stað,“ bætti Reynir við og hann segir að þetta hægi alls ekki á handboltanum:

„Handboltinn er hröð íþrótt og menn hafa áhyggjur af því að þetta hægi leiknum og þetta sé ekki í öllum leikjum en í mikilvægari leikjum eins og í gærkvöldi þar sem við fengum frábæran handboltaleik þá fengum við líka frábæra dómgæslu með VAR í sinni fullri mynd. Ég er mjög ánægður með þetta.“

„Þetta er byggt á danskri fyrirmynd og hefur reynst vel þar. Þar er þetta notað í öllum sjónvarpsleikjum og áhorfenda aukning var á milli tólf til fimmtán prósent eftir að þetta kom inn.“

Allt viðtalið við Reyni má sjá í glugganum efst í fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×