Handbolti

FH án síns besta leikmanns gegn Akureyri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Róbert heldur um andlit sitt á meðan Ásbjörn, númer fimm, horfir á.
Róbert heldur um andlit sitt á meðan Ásbjörn, númer fimm, horfir á. vísir/getty
Ásbjörn Friðriksson hefur verið dæmdur í eins leiks bann eftir að hafa fengið rautt spjald í leik FH gegn Vals í Olís-deildinni í fyrrakvöld.

Mikil dramatík var undir lok leiksins og eftir mikið japl, jaml og fuður gáfu dómarar leiksins Ásbirni rautt spjald eftir að hafa kíkt á myndbandsupptökur.

Ásbjörn verður því ekki með FH-liðinu sem mætir Akureyri um næstu helgi en Ásbjörn er uppalinn norðan heiða. Hann hefur leikið í FH síðan 2008 fyrir utan eitt ár í Svíþjóð.

Ásbjörn hefur algjörlega farið á kostum á tímabilinu. Hann hefur verið besti leikmaður FH það sem af er tímabili en hann er að meðaltali með tæp átta mörk í leik.

FH er í öðru sæti deildarinnar með þrettán stig en á toppnum eru grannarnir í Haukum með fjórtán stig. FH er með fimm sigra í fyrstu níu leikjunum, þrjú jafntefli og eitt tap.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×