Innlent

Kolagrillið ræsti út slökkvilið

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Slökkviliðsmenn aðstoðuðu húsráðanda við að reyklosa íbúðina með því að lofta út
Slökkviliðsmenn aðstoðuðu húsráðanda við að reyklosa íbúðina með því að lofta út Vísir/EinarÁ
Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja fengu útkall skömmu fyrir klukkan fimm um að eldur logaði á annarri hæð í fjölbýlishúsi við Tjarnarbraut í Reykjanesbæ.

Í samtali við fréttastofu sagði Jón Gunnlaugsson, slökkviliðsstjóri að þegar komið var á vettvang var ljóst að enginn eldur logaði í húsinu, heldur hafi íbúi verið að brasa með kolagrill sem varð til þess að slökkvilið var boðað út.

Engar skemmdir urðu en slökkviliðsmenn aðstoðuðu húsráðanda við að reyklosa íbúðina með því að lofta í gegn.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×