Sýknaður af nauðgun: „Ef þú værir dóttir mín myndi ég segja þér að kæra“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 16:00 Dómurinn féll í Héraðsdómi Norðurlans vestra. Getty/KTSDESIGN Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun. Manninum var gefið að sök að hafa nauðgað konu eftir gleðskap en í dóminum segir að konan muni ekkert eftir atburðum kvöldsins, framburður vitna um ástand hennar hafi verið mismunandi auk þess sem að í framburði mannsins hafi ekki verið að finna misræmi sem drægi úr trúverðugleika framburðar hans í málinu. Í lögregluskýrslu vegna málsins segir að konan hafi leitað til lögreglu á mánudegi í ótilgreindum mánuði á síðasta ári þar sem hún vildi greina frá ætluðu kynferðisbroti sem hún hefði orðið fyrir af hálfu mannsins tveimur dögum áður. Sagðist hún hafa farið í samkvæmi um kvöldið og þar hafi líðan hennar orðið einkennileg, hún missti mátt í andliti og taldi hún þessa líðan ekki stafa af áfengisneyslu. Eftir að fólk fór að tínast á brott úr samkvæminu sagði hún mannninn hafa boðið henni far. Lýsti hún því svo að morguninn eftir hefði hún vaknað, liggjandi í sófa, nakin að neðanverðu, í sokk á öðrum fæti en önnur föt legið úthverf á gólfinu.Héraðsdómur Norðurlands vestra.Fór til lögreglu eftir atburðir kvöldsins voru raktir Fyrir dómi sagðist konan þekkja manninn lítillega. Þá sagðist hún hafa verið á ferð með vinkonum sínum umrætt kvöld og var áfengi haft við hönd. Sagðist hún alveg hafa dottið út þegar leið á kvöldið og sagðist hún raunar muna lítið sem ekkert frá því hún kom í samkvæmið og þangað til hún vaknaði um morguninn.Sagðist hún hafa leitað til lögreglu eftir að búið var að rekja fyrir henni atburði kvöldsins og henni ráðlagt að hafa samband við lögregluna. Sagði hún lögreglumanninn sem hún talaði við hafa sagt við hana: „Ef þú værir dóttir mín myndi ég segja þér að kæra.“Við skýrslutöku hjá lögreglu neitaði maðurinn sök. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa komið með vinum sínum í samkvæmið. Þar hafi hann sest við hliðina á konunni og hafi þau setið þar lengst af kvöldi. Sagði hann konuna hafa verið ölvaða „en þó ekki það mikið að hún gat strokið honum um staði þar sem hann er ekki vanur að vera strokinn,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms.Eftir að samkvæminu lauk löbbuðu þau saman úr veislunni sem endaði með því að þau komu í ótilgreinda íbúð. Þar sagði maðurinn að konan hafi kysst hann, sem hafi endað með stuttum samförum, sem hafi lokið snögglega eftir að konan hafi skipt um skoðun.„Blæbrigðamunur“ á framburði vitna Í dóminum segir að engin vitni hafi verið að því sem átti sér stað eftir gleðskapinn en að framburður vitna um ástand konunnar í gleðskapnum hafi verið mismunandi. Nokkur vitni sögðu að hún hafi ekki verið viðræðuhæf vegna ölvunar á meðan önnur sögðu að þrátt fyrir mikla ölvun hafi hún tekið þátt í gleðskapnum.Segir í dóminum að maðurinn hafi í þrígang gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, framburður hans þar og fyrir dómi hafi verið í öllum aðalatriðum á sömu lund og ekkert misræmi hafi verið að finna sem dregið gæti úr trúverðugleika hans. Var framburður hans því metinn trúverðugur.Ekki væri hins vegar hægt að kveða upp úr um trúverðugleika konunnar þar sem af gögnum málsins mætti ráða að hún myndi „í raun nánast ekkert eftir því sem gerðist eftir að hún kom í samkvæmið“, framburður hennar væri reistur á því sem henni hefði verið sagt.Þá segir einnig að þó ljóst væri að konan hafi verið undir miklum áhrifum áfengis væri „blæbrigðamunur“ á framburði vitnanna varðandi ölvunarástand hennar. Þar sem túlka þyrfti allan vafa í hag ákærða, framburð mannsins og minnisleysi konunnar þótti héraðsdómi ákæruvaldinu ekki hafa sannað, svo ekki leiki á skynsamlegur vafi, að konan hafi verið ófær um að veita samþykki sitt fyrir kynmökunum, líkt og ákæruvaldið hélt fram.Var maðurinn því sýknaður af nauðgun auk þess sem að málsvarnarkostnaður hans greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun. Manninum var gefið að sök að hafa nauðgað konu eftir gleðskap en í dóminum segir að konan muni ekkert eftir atburðum kvöldsins, framburður vitna um ástand hennar hafi verið mismunandi auk þess sem að í framburði mannsins hafi ekki verið að finna misræmi sem drægi úr trúverðugleika framburðar hans í málinu. Í lögregluskýrslu vegna málsins segir að konan hafi leitað til lögreglu á mánudegi í ótilgreindum mánuði á síðasta ári þar sem hún vildi greina frá ætluðu kynferðisbroti sem hún hefði orðið fyrir af hálfu mannsins tveimur dögum áður. Sagðist hún hafa farið í samkvæmi um kvöldið og þar hafi líðan hennar orðið einkennileg, hún missti mátt í andliti og taldi hún þessa líðan ekki stafa af áfengisneyslu. Eftir að fólk fór að tínast á brott úr samkvæminu sagði hún mannninn hafa boðið henni far. Lýsti hún því svo að morguninn eftir hefði hún vaknað, liggjandi í sófa, nakin að neðanverðu, í sokk á öðrum fæti en önnur föt legið úthverf á gólfinu.Héraðsdómur Norðurlands vestra.Fór til lögreglu eftir atburðir kvöldsins voru raktir Fyrir dómi sagðist konan þekkja manninn lítillega. Þá sagðist hún hafa verið á ferð með vinkonum sínum umrætt kvöld og var áfengi haft við hönd. Sagðist hún alveg hafa dottið út þegar leið á kvöldið og sagðist hún raunar muna lítið sem ekkert frá því hún kom í samkvæmið og þangað til hún vaknaði um morguninn.Sagðist hún hafa leitað til lögreglu eftir að búið var að rekja fyrir henni atburði kvöldsins og henni ráðlagt að hafa samband við lögregluna. Sagði hún lögreglumanninn sem hún talaði við hafa sagt við hana: „Ef þú værir dóttir mín myndi ég segja þér að kæra.“Við skýrslutöku hjá lögreglu neitaði maðurinn sök. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa komið með vinum sínum í samkvæmið. Þar hafi hann sest við hliðina á konunni og hafi þau setið þar lengst af kvöldi. Sagði hann konuna hafa verið ölvaða „en þó ekki það mikið að hún gat strokið honum um staði þar sem hann er ekki vanur að vera strokinn,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms.Eftir að samkvæminu lauk löbbuðu þau saman úr veislunni sem endaði með því að þau komu í ótilgreinda íbúð. Þar sagði maðurinn að konan hafi kysst hann, sem hafi endað með stuttum samförum, sem hafi lokið snögglega eftir að konan hafi skipt um skoðun.„Blæbrigðamunur“ á framburði vitna Í dóminum segir að engin vitni hafi verið að því sem átti sér stað eftir gleðskapinn en að framburður vitna um ástand konunnar í gleðskapnum hafi verið mismunandi. Nokkur vitni sögðu að hún hafi ekki verið viðræðuhæf vegna ölvunar á meðan önnur sögðu að þrátt fyrir mikla ölvun hafi hún tekið þátt í gleðskapnum.Segir í dóminum að maðurinn hafi í þrígang gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, framburður hans þar og fyrir dómi hafi verið í öllum aðalatriðum á sömu lund og ekkert misræmi hafi verið að finna sem dregið gæti úr trúverðugleika hans. Var framburður hans því metinn trúverðugur.Ekki væri hins vegar hægt að kveða upp úr um trúverðugleika konunnar þar sem af gögnum málsins mætti ráða að hún myndi „í raun nánast ekkert eftir því sem gerðist eftir að hún kom í samkvæmið“, framburður hennar væri reistur á því sem henni hefði verið sagt.Þá segir einnig að þó ljóst væri að konan hafi verið undir miklum áhrifum áfengis væri „blæbrigðamunur“ á framburði vitnanna varðandi ölvunarástand hennar. Þar sem túlka þyrfti allan vafa í hag ákærða, framburð mannsins og minnisleysi konunnar þótti héraðsdómi ákæruvaldinu ekki hafa sannað, svo ekki leiki á skynsamlegur vafi, að konan hafi verið ófær um að veita samþykki sitt fyrir kynmökunum, líkt og ákæruvaldið hélt fram.Var maðurinn því sýknaður af nauðgun auk þess sem að málsvarnarkostnaður hans greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira