Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2018 08:00 Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir tekjur Helguvíkurhafnar ekki hafa verið eins og ætlað var í upphafi. Fréttablaðið/Ernir Reykjanesbær áætlar að Reykjaneshöfn geti staðið undir skuldum sínum án þess að fá meðgjöf frá bænum eftir fjögur ár. Inni í þeim forsendum er að bæði kísilver Thorsil og Stakksbergs, áður United Silicon, verði komin í rekstur í Helguvík og greiði gjöld til hafnarinnar. Reykjanesbær hefur á þessu ári tekið lóðir hafnarinnar í Helguvík upp í skuldir en Reykjaneshöfn hefur skuldað sveitarfélaginu háar fjárhæðir síðustu ár. Einnig hefur bærinn aðstoðað við endurfjármögnun lána í gegnum Lánasjóð sveitarfélaga. „Á þessu ári þurfum við að leggja út um 200 milljónir til hafnarinnar. Svo, smátt og smátt á næstu fjórum árum mun það meðlag fjara út og eftir þann tíma getur höfnin staðið á eigin fótum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Þetta er miðað við þær áætlanir að uppbygging stóriðju gangi eftir í Helguvík.“ Kjartan Már bendir á að síðustu ár hafi verið erfið í rekstri hafnarinnar þar sem tekjur urðu ekki í samræmi við það sem var lagt upp með í upphafi. Til að mynda hefur Reykjaneshöfn gert kröfu í þrotabú United Silicon um vangoldna lóðaleigu upp á um 162 milljónir. Einnig stendur í ársreikningi Reykjanesbæjar að samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar hafi tap hafnarinnar numið 655 milljónum króna í fyrra. Eigið fé var neikvætt um 6,2 milljarða og eiginfjárhlutfallið neikvætt um sem nemur 213 prósentum. Þegar Kjartan Már er spurður að því hvort það sé ekki nokkuð bjartsýnt að gera ráð fyrir tveimur kísilverum starfandi á næstu fjórum árum segir hann þetta geta gengið. „En ef þessi fyrirtæki verða ekki komin í rekstur þá er staðan verri en við erum að tala um núna, en hún gæti hins vegar vel verið ásættanleg. Við vonum að við verðum komnir undir skuldaviðmiðið eftir fjögur ár,“ bætir bæjarstjórinn við. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Reykjanesbær áætlar að Reykjaneshöfn geti staðið undir skuldum sínum án þess að fá meðgjöf frá bænum eftir fjögur ár. Inni í þeim forsendum er að bæði kísilver Thorsil og Stakksbergs, áður United Silicon, verði komin í rekstur í Helguvík og greiði gjöld til hafnarinnar. Reykjanesbær hefur á þessu ári tekið lóðir hafnarinnar í Helguvík upp í skuldir en Reykjaneshöfn hefur skuldað sveitarfélaginu háar fjárhæðir síðustu ár. Einnig hefur bærinn aðstoðað við endurfjármögnun lána í gegnum Lánasjóð sveitarfélaga. „Á þessu ári þurfum við að leggja út um 200 milljónir til hafnarinnar. Svo, smátt og smátt á næstu fjórum árum mun það meðlag fjara út og eftir þann tíma getur höfnin staðið á eigin fótum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Þetta er miðað við þær áætlanir að uppbygging stóriðju gangi eftir í Helguvík.“ Kjartan Már bendir á að síðustu ár hafi verið erfið í rekstri hafnarinnar þar sem tekjur urðu ekki í samræmi við það sem var lagt upp með í upphafi. Til að mynda hefur Reykjaneshöfn gert kröfu í þrotabú United Silicon um vangoldna lóðaleigu upp á um 162 milljónir. Einnig stendur í ársreikningi Reykjanesbæjar að samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar hafi tap hafnarinnar numið 655 milljónum króna í fyrra. Eigið fé var neikvætt um 6,2 milljarða og eiginfjárhlutfallið neikvætt um sem nemur 213 prósentum. Þegar Kjartan Már er spurður að því hvort það sé ekki nokkuð bjartsýnt að gera ráð fyrir tveimur kísilverum starfandi á næstu fjórum árum segir hann þetta geta gengið. „En ef þessi fyrirtæki verða ekki komin í rekstur þá er staðan verri en við erum að tala um núna, en hún gæti hins vegar vel verið ásættanleg. Við vonum að við verðum komnir undir skuldaviðmiðið eftir fjögur ár,“ bætir bæjarstjórinn við.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira