Undir áhrifum frá París Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 08:00 Kristján Karl og Hafdís náðu saman í París og ætla að túlka tónlist þaðan annað kvöld. Í hjarta Parísar er heiti tónleika í Norræna húsinu annað kvöld. Þar hljóma frönsk öndvegisverk fyrir flautu og píanó og eitt glænýtt eftir Gísla J. Grétarsson. Þau Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari flytja litríka franska tónlist í Norræna húsinu á morgun, 21. nóvember. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og eru liður í röðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Þar verða nokkur öndvegisverk franska flautuskólans leikin auk þess sem nýtt verk eftir Gísla Jóhann Grétarsson, tónskáld og stjórnanda, verður frumflutt. Les escaliers des rues de Paris nefnist verkið hans Gísla og eins og nafnið bendir til hefur það skírskotun til Parísar. „Ég hef haft dálæti á franskri tónlist frá því ég var í Tónlistarskóla Kópavogs, hjá þeim Martial Nardeau og Guðrúnu S. Birgisdóttur. Þau höfðu slík áhrif á mig að ég fór í framhaldsnám til Parísar,“ segir Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og bætir við: „Það er mikil flautuhefð og saga í París og þar eru margir frábærir flautukennarar.“ Kristján Karl sótti líka sína framhaldsmenntun í tónlist til Frakklands, auk Þýskalands og Hollands. Þau Hafdís kynntust meira að segja svo vel í París að þau eru hjón í dag. Þegar ég dreg þá ályktun að það hljóti þá að vera hæg heimatökin fyrir þau að æfa sig heima fyrir tónleikana er Hafdís aðeins hikandi. „Það er nú ekki endilega auðveldara að vinna með makanum en öðrum, sérstaklega ekki þegar börnin eru orðin tvö. En við spiluðum mikið saman í París.“ Verkin sem Hafdís og Kristján Karl flytja í Norræna húsinu eru: Fantasie op. 79 eftir Fauré, Sónata nr. 1 eftir Gaubert, Sónata fyrir flautu og píanó eftir Poulenc og Rómansa op. 37 eftir Saint-Saëns, auk þess að frumflytja verkið hans Gísla Jóhanns sem fyrr er frá sagt. „Gísli sækir innblástur í franska skólann,“ segir Hafdís ánægjuleg og segir hann hafa samið óperur, kammertónlist og kórverk sem flutt hafi verið víða um lönd. Aðgangseyrir á tónleikana í Norræna húsinu er 3.000 krónur en 2.000 fyrir eldri borgara og öryrkja og ókeypis fyrir nemendur og gesti tuttugu ára og yngri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í hjarta Parísar er heiti tónleika í Norræna húsinu annað kvöld. Þar hljóma frönsk öndvegisverk fyrir flautu og píanó og eitt glænýtt eftir Gísla J. Grétarsson. Þau Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari flytja litríka franska tónlist í Norræna húsinu á morgun, 21. nóvember. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og eru liður í röðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Þar verða nokkur öndvegisverk franska flautuskólans leikin auk þess sem nýtt verk eftir Gísla Jóhann Grétarsson, tónskáld og stjórnanda, verður frumflutt. Les escaliers des rues de Paris nefnist verkið hans Gísla og eins og nafnið bendir til hefur það skírskotun til Parísar. „Ég hef haft dálæti á franskri tónlist frá því ég var í Tónlistarskóla Kópavogs, hjá þeim Martial Nardeau og Guðrúnu S. Birgisdóttur. Þau höfðu slík áhrif á mig að ég fór í framhaldsnám til Parísar,“ segir Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og bætir við: „Það er mikil flautuhefð og saga í París og þar eru margir frábærir flautukennarar.“ Kristján Karl sótti líka sína framhaldsmenntun í tónlist til Frakklands, auk Þýskalands og Hollands. Þau Hafdís kynntust meira að segja svo vel í París að þau eru hjón í dag. Þegar ég dreg þá ályktun að það hljóti þá að vera hæg heimatökin fyrir þau að æfa sig heima fyrir tónleikana er Hafdís aðeins hikandi. „Það er nú ekki endilega auðveldara að vinna með makanum en öðrum, sérstaklega ekki þegar börnin eru orðin tvö. En við spiluðum mikið saman í París.“ Verkin sem Hafdís og Kristján Karl flytja í Norræna húsinu eru: Fantasie op. 79 eftir Fauré, Sónata nr. 1 eftir Gaubert, Sónata fyrir flautu og píanó eftir Poulenc og Rómansa op. 37 eftir Saint-Saëns, auk þess að frumflytja verkið hans Gísla Jóhanns sem fyrr er frá sagt. „Gísli sækir innblástur í franska skólann,“ segir Hafdís ánægjuleg og segir hann hafa samið óperur, kammertónlist og kórverk sem flutt hafi verið víða um lönd. Aðgangseyrir á tónleikana í Norræna húsinu er 3.000 krónur en 2.000 fyrir eldri borgara og öryrkja og ókeypis fyrir nemendur og gesti tuttugu ára og yngri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira