Snorri Steinn: Það eru fleiri með augu á Alexander, Ými og Orra Skúli Arnarson skrifar 9. desember 2018 21:42 Snorri Steinn á hliðarlínunni. vísir/bára Valsmenn unnu góðan sex marka sigur á Fram í Origo höllinni í kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna var að vonum glaður eftir leik. „Ég er glaður að vinna leikinn, það breytist ekkert.” Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valsmenn voru alltaf skrefi á undan. Snorri var ekki alveg nægilega sáttur með fyrri hálfleikinn en fannst sínir menn gefa í í seinni hálfleik. „Mér fannst við ekki alveg jafn skarpir og ég vildi, allavega í fyrri hálfleik, en við vorum þannig séð alltaf með frumkvæðið og alltaf með yfirhöndina. Við vorum að gera fullt af hlutum vel en vörnin var kannski að leka meira en við erum vanir en samt sem áður engin katastrófa.” Þrátt fyrir að vera alltaf með yfirhöndina var Snorri ekkert orðinn rólegur fyrr en í leikslok. „Nei við vorum ekkert með þá, Fram eru með hörkulið svo ég var ekkert rólegur. Við töluðum um það í hálfleik að gefa aðeins í og mér fannst við gera það. Það var gott flæði hjá okkur sóknarlega og margir að skora mörkin, sem er gott.” „Við erum töluvert frá því að vera fullslípaðir,” sagði Snorri þegar hann var spurður að því hversu langt Valsliðið væri frá því að vera fullslípað lið. Alexander Júlíusson fékk rautt spjald í leiknum í kvöld fyrir að fara í andlitið á Andra Heimi Friðriksyni. Þetta er annar leikurinn í röð sem Alexander fékk rautt og voru Valsmenn allt annað en sáttir við dóminn. Snorri sá atvikið ekki nægilega vel en finnst eins og sínir menn fái ekki sömu þolinmæði og aðrir. „Ég sá atvikið ekkert svakalega vel og það getur vel verið að þetta hafi verið rautt spjald, ég ætla ekkert að fullyrða um það. En það er hinsvegar alveg ljóst að það eru fleiri augu á Alexander, Ými og Orra og það er alveg á hreinu að þeir fá ekki sömu þolinmæði og margir aðrir. Mér finnst það stundum há þeim að vera góðir varnarmenn.” Agnar Smári Jónsson fékk högg í andlitið í fyrri hálfleik og þurfti að fara útaf. Hann kom ekkert meira við sögu í leiknum í dag. Snorri Steinn vildi þó ekki meina að meiðsli hafi verið ástæðan fyrir því að hann lék ekki meira í kvöld. „Hann var ekkert meiddur.” Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira
Valsmenn unnu góðan sex marka sigur á Fram í Origo höllinni í kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna var að vonum glaður eftir leik. „Ég er glaður að vinna leikinn, það breytist ekkert.” Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valsmenn voru alltaf skrefi á undan. Snorri var ekki alveg nægilega sáttur með fyrri hálfleikinn en fannst sínir menn gefa í í seinni hálfleik. „Mér fannst við ekki alveg jafn skarpir og ég vildi, allavega í fyrri hálfleik, en við vorum þannig séð alltaf með frumkvæðið og alltaf með yfirhöndina. Við vorum að gera fullt af hlutum vel en vörnin var kannski að leka meira en við erum vanir en samt sem áður engin katastrófa.” Þrátt fyrir að vera alltaf með yfirhöndina var Snorri ekkert orðinn rólegur fyrr en í leikslok. „Nei við vorum ekkert með þá, Fram eru með hörkulið svo ég var ekkert rólegur. Við töluðum um það í hálfleik að gefa aðeins í og mér fannst við gera það. Það var gott flæði hjá okkur sóknarlega og margir að skora mörkin, sem er gott.” „Við erum töluvert frá því að vera fullslípaðir,” sagði Snorri þegar hann var spurður að því hversu langt Valsliðið væri frá því að vera fullslípað lið. Alexander Júlíusson fékk rautt spjald í leiknum í kvöld fyrir að fara í andlitið á Andra Heimi Friðriksyni. Þetta er annar leikurinn í röð sem Alexander fékk rautt og voru Valsmenn allt annað en sáttir við dóminn. Snorri sá atvikið ekki nægilega vel en finnst eins og sínir menn fái ekki sömu þolinmæði og aðrir. „Ég sá atvikið ekkert svakalega vel og það getur vel verið að þetta hafi verið rautt spjald, ég ætla ekkert að fullyrða um það. En það er hinsvegar alveg ljóst að það eru fleiri augu á Alexander, Ými og Orra og það er alveg á hreinu að þeir fá ekki sömu þolinmæði og margir aðrir. Mér finnst það stundum há þeim að vera góðir varnarmenn.” Agnar Smári Jónsson fékk högg í andlitið í fyrri hálfleik og þurfti að fara útaf. Hann kom ekkert meira við sögu í leiknum í dag. Snorri Steinn vildi þó ekki meina að meiðsli hafi verið ástæðan fyrir því að hann lék ekki meira í kvöld. „Hann var ekkert meiddur.”
Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira