Lífið

Músagildra á tungunni og tappatogari í gegnum nefið

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Sviðslistamennirnir koma frá Bandaríkjunum, Íslandi og Noregi.
Sviðslistamennirnir koma frá Bandaríkjunum, Íslandi og Noregi. vísir/einar
Óhuggulegheitasirkúsinn Coney Iceland sýnir sýningu sína næstu vikuna á Selfossi og í Reykjavík. Þetta er hliðarsirkús, óhuggulegur sirkús eða furðusýning.

Sýningin hefur alls kyns nöfn en er gamalt sviðslistaform sem hefur fylgt farandsirkúsum í gegnum tíðina. Eins og sést í myndefni með fréttinni eru sum atriðin ekki hugguleg en þetta býður hópurinn upp á á aðventunni.

En Margrét Erla Maack, ein listamanna, segir marga þakkláta fyrir eitthvað annað en hátíðarlegt og spariföt.

„Þetta er óhuggulegt en skemmtilegt. Og ótrúlegt! Maður horfir á sýninguna í gegnum fingur sér af því að maður er hræddur, en húmorinn ræður för," segir hún.

Sum atriðin, eins og að skrúfa tappatogara í gegnum nefið, virðast frekar hættuleg atriði.

„Það hafa ekki orðið slys á sýningum en vissulega á æfingum þegar fólk er að æfa sig og læra atriðin. Við hvetjum fólk að leika ekki eftir það sem það sér. Og þetta er bannað börnum," segir Margrét Erla.

Hópurinn sýnir á Selfossi í kvöld en á sunnudag og miðvikudag í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×