Rauði krossinn í samstarf við Jafnréttisskólann Heimsljós kynnir 7. desember 2018 09:00 Irma Erlingsdóttir forstöðumaður Jafnréttisskólans og Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. RK „Við hjá Rauða krossinum erum þess fullviss að markvisst samstarf við Jafnréttisskólann eigi eftir að efla verkefni okkar. Það er mikilvægt að hafa aðgang að þeim mikla þekkingarbrunni sem Jafnréttisskólinn hefur yfir að búa og vonum að ávinningurinn verði gagnkvæmur“, segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins en á dögunum skrifuðu fulltrúar Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) og Rauða krossins á Íslandi undir samstarfssamning. Í samningnum felst viljayfirlýsing um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál og ennfremur að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi bæði hérlendis og erlendis. Rauði krossinn á Íslandi hefur á undanförnum árum lagt aukna áherslu á valdeflingu kvenna og stúlkna í alþjóðlegum verkefnum sínum. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur á undanförnum árum tekið á móti yfir 20 erlendum nemendum á ári í 30 eininga diplómanám í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Námið er ætlað sérfræðingum frá þróunarlöndum og átakasvæðum og lögð er áhersla á mótun verkefna og rannsókna sem taka á kynjajafnrétti og margþættri mismunun í heimalöndum þeirra. Skólinn hefur útskrifað 109 sérfræðinga frá stofnun skólans (2009) og þar af koma flestir frá Palestínu og Malaví þar sem Rauði krossinn á Íslandi vinnur að fjölda verkefna. „Þetta samstarf er mikilvægt fyrir Jafnréttisskólann og opnar gátt fyrir nemendur okkar að koma að verkefnum Rauða krossins, bæði hér á Íslandi og erlendis. Við teljum að nemendur okkar geti með aðkomu sinni gert góð verkefni Rauða krossins enn betri,“ segir Irma Erlingsdóttir forstöðumaður Jafnréttisskólans.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent
„Við hjá Rauða krossinum erum þess fullviss að markvisst samstarf við Jafnréttisskólann eigi eftir að efla verkefni okkar. Það er mikilvægt að hafa aðgang að þeim mikla þekkingarbrunni sem Jafnréttisskólinn hefur yfir að búa og vonum að ávinningurinn verði gagnkvæmur“, segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins en á dögunum skrifuðu fulltrúar Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) og Rauða krossins á Íslandi undir samstarfssamning. Í samningnum felst viljayfirlýsing um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál og ennfremur að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi bæði hérlendis og erlendis. Rauði krossinn á Íslandi hefur á undanförnum árum lagt aukna áherslu á valdeflingu kvenna og stúlkna í alþjóðlegum verkefnum sínum. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur á undanförnum árum tekið á móti yfir 20 erlendum nemendum á ári í 30 eininga diplómanám í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Námið er ætlað sérfræðingum frá þróunarlöndum og átakasvæðum og lögð er áhersla á mótun verkefna og rannsókna sem taka á kynjajafnrétti og margþættri mismunun í heimalöndum þeirra. Skólinn hefur útskrifað 109 sérfræðinga frá stofnun skólans (2009) og þar af koma flestir frá Palestínu og Malaví þar sem Rauði krossinn á Íslandi vinnur að fjölda verkefna. „Þetta samstarf er mikilvægt fyrir Jafnréttisskólann og opnar gátt fyrir nemendur okkar að koma að verkefnum Rauða krossins, bæði hér á Íslandi og erlendis. Við teljum að nemendur okkar geti með aðkomu sinni gert góð verkefni Rauða krossins enn betri,“ segir Irma Erlingsdóttir forstöðumaður Jafnréttisskólans.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent