Assange hafnar samkomulaginu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 23:46 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AP/Frank Augstein Lögfræðingur Julian Assange hefur fyrir hönd skjólstæðings síns hafnað samkomulagi sem yfirvöld í Ekvador tilkynntu í dag að náðst hafi við yfirvöld í Bretlandi um að Assange yrði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. Því gæti hann yfirgefið sendiráðið þar sem hann hefur mátt dúsa undanfarin ár. Í samtali við Daily Telegraph segir Barry Pollack, lögfræðingur Assange, að samkomulagið sé hins vegar ekki ásættanlegt, ekki væri rétt að áætla að þar sem Assange yrði ekki framseldur til lands þar sem dauðarefsing væri möguleiki gæti hann um frjálst höfuð strokið. Assange muni aldrei samþykkja samkomulag sem geti falið í sér minnsta möguleika á að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Svo virðist sem að saksóknarar í Bandaríkjunum hafi opinberað vegna mistaka að ákæra gegn Assange hafi verið undirbúin. Leynd hvíli hins vegar á ákærunni þar til og þá ef hann verður handtekinn. Í dómsskjölunum sem um ræðir stóð að ákærurnar og handtökuskipun „yrðu að vera innsiglaðar þar til Assange verður handtekinn í tengslum við ákærurnar og hann gæti þar af leiðandi ekki lengur forðast handtöku og framsal“. Assange flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur þó verið felld niður en handtökuskipun var gefin út gagnvart Assange í Bretlandi vegna þess að hann mætti ekki fyrir dómara. Ekvador Norðurlönd Suður-Ameríka Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Lögfræðingur Julian Assange hefur fyrir hönd skjólstæðings síns hafnað samkomulagi sem yfirvöld í Ekvador tilkynntu í dag að náðst hafi við yfirvöld í Bretlandi um að Assange yrði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. Því gæti hann yfirgefið sendiráðið þar sem hann hefur mátt dúsa undanfarin ár. Í samtali við Daily Telegraph segir Barry Pollack, lögfræðingur Assange, að samkomulagið sé hins vegar ekki ásættanlegt, ekki væri rétt að áætla að þar sem Assange yrði ekki framseldur til lands þar sem dauðarefsing væri möguleiki gæti hann um frjálst höfuð strokið. Assange muni aldrei samþykkja samkomulag sem geti falið í sér minnsta möguleika á að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Svo virðist sem að saksóknarar í Bandaríkjunum hafi opinberað vegna mistaka að ákæra gegn Assange hafi verið undirbúin. Leynd hvíli hins vegar á ákærunni þar til og þá ef hann verður handtekinn. Í dómsskjölunum sem um ræðir stóð að ákærurnar og handtökuskipun „yrðu að vera innsiglaðar þar til Assange verður handtekinn í tengslum við ákærurnar og hann gæti þar af leiðandi ekki lengur forðast handtöku og framsal“. Assange flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur þó verið felld niður en handtökuskipun var gefin út gagnvart Assange í Bretlandi vegna þess að hann mætti ekki fyrir dómara.
Ekvador Norðurlönd Suður-Ameríka Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03
Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent