Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Lítill stuðningur er í þingheimi við sexmenningana sem hljóðritaðir voru á barnum Klaustri. Fréttablaðið/Anton Brink Aðeins einn sitjandi þingmaður telur að þingmennirnir, sem sátu að sumbli á Klaustri bar þann 20. september síðastliðinn og hrakyrtu samstarfsmenn sína og aðra þjóðþekkta einstaklinga, þurfi ekki að segja af sér þingmennsku. Þá telur 31 þingmaður að sexmenningarnir þurfi að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í samtölum Fréttablaðsins við þá þingmenn sem náðist í í gær. Fréttablaðið reyndi í gær að ná í alla þingmennina 57 sem ekki voru að drykkju á Klaustri þetta umrædda kvöld sem hefur svo sannarlega spillt og eitrað andrúmsloftið og vinnufriðinn á þingi. Ekki náðist í sjö þingmenn af þessum 57.Sjá einnig: Formennirnir samstíga um að boða Sigmund ekki á fundinn Hins vegar sýnist sem svo að þingmenn séu ekki sammála um hvort þeir eigi að taka til einhverra ráða sjálfir. Talað hefur verið um að þingmenn standi upp og yfirgefi þingsal þegar einhver þeirra sexmenninganna af Klaustri kemur í pontu eða hundsi nefndarfundi sem þau sitja. Margir þingmenn lýstu því þannig að þeir væru ekki tilbúnir til að beita einhverjum eineltistilburðum sem þessum. „Maður svarar ekki ofbeldi með ofbeldi,“ sagði einn þingmaðurinn.Ljóst er af samtölum við þingmenn að þeim er enn brugðið yfir því sem kom fram í upptökunum á Klaustri. Þingmenn lýstu stöðunni sem nokkuð þrúgandi þar sem andrúmsloftið væri í raun og veru hálf eitrað. Átján þingmenn vildu ekki svara spurningum Fréttablaðsins um málið þótt margir þeirra væru búnir að gera upp afstöðu sína til málsins. Töldu sumir hverjir rétt að bíða niðurstöðu siðanefndar þingsins í málinu sem hefur í fyrsta sinn verið virkjuð eftir að hún var sett á laggirnar eftir Wintris-hneyksli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stöðu sexmenninganna svo þrönga að þau eigi í erfiðleikum með að vinna vinnu sína á þingi. „Við höfum séð á þingi og í þjóðfélaginu víðtæka fordæmingu á framferði þessa fólks og sú víðtæka andstaða sem hefur birst mun gera þessum þingmönnum erfitt fyrir með að ná fram sínum málum á þingi. Með öðrum orðum geta þau trauðla komið fram vilja umbjóðenda sinna sem kusu þau. Það er það sem þau standa frammi fyrir, þau eiga örðugt með að standa undir því sem þau voru kosin til.“ Eiríkur bendir enn fremur á að traustið á þinginu hafi hrapað í kjölfar hrunsins árið 2008 en hafi síðan vaxið hægt og rólega. Það sé alveg ljóst að þessi atburður hafi gert það að verkum að traustið hafi minnkað á nýjan leik. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40 Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Aðeins einn sitjandi þingmaður telur að þingmennirnir, sem sátu að sumbli á Klaustri bar þann 20. september síðastliðinn og hrakyrtu samstarfsmenn sína og aðra þjóðþekkta einstaklinga, þurfi ekki að segja af sér þingmennsku. Þá telur 31 þingmaður að sexmenningarnir þurfi að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í samtölum Fréttablaðsins við þá þingmenn sem náðist í í gær. Fréttablaðið reyndi í gær að ná í alla þingmennina 57 sem ekki voru að drykkju á Klaustri þetta umrædda kvöld sem hefur svo sannarlega spillt og eitrað andrúmsloftið og vinnufriðinn á þingi. Ekki náðist í sjö þingmenn af þessum 57.Sjá einnig: Formennirnir samstíga um að boða Sigmund ekki á fundinn Hins vegar sýnist sem svo að þingmenn séu ekki sammála um hvort þeir eigi að taka til einhverra ráða sjálfir. Talað hefur verið um að þingmenn standi upp og yfirgefi þingsal þegar einhver þeirra sexmenninganna af Klaustri kemur í pontu eða hundsi nefndarfundi sem þau sitja. Margir þingmenn lýstu því þannig að þeir væru ekki tilbúnir til að beita einhverjum eineltistilburðum sem þessum. „Maður svarar ekki ofbeldi með ofbeldi,“ sagði einn þingmaðurinn.Ljóst er af samtölum við þingmenn að þeim er enn brugðið yfir því sem kom fram í upptökunum á Klaustri. Þingmenn lýstu stöðunni sem nokkuð þrúgandi þar sem andrúmsloftið væri í raun og veru hálf eitrað. Átján þingmenn vildu ekki svara spurningum Fréttablaðsins um málið þótt margir þeirra væru búnir að gera upp afstöðu sína til málsins. Töldu sumir hverjir rétt að bíða niðurstöðu siðanefndar þingsins í málinu sem hefur í fyrsta sinn verið virkjuð eftir að hún var sett á laggirnar eftir Wintris-hneyksli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stöðu sexmenninganna svo þrönga að þau eigi í erfiðleikum með að vinna vinnu sína á þingi. „Við höfum séð á þingi og í þjóðfélaginu víðtæka fordæmingu á framferði þessa fólks og sú víðtæka andstaða sem hefur birst mun gera þessum þingmönnum erfitt fyrir með að ná fram sínum málum á þingi. Með öðrum orðum geta þau trauðla komið fram vilja umbjóðenda sinna sem kusu þau. Það er það sem þau standa frammi fyrir, þau eiga örðugt með að standa undir því sem þau voru kosin til.“ Eiríkur bendir enn fremur á að traustið á þinginu hafi hrapað í kjölfar hrunsins árið 2008 en hafi síðan vaxið hægt og rólega. Það sé alveg ljóst að þessi atburður hafi gert það að verkum að traustið hafi minnkað á nýjan leik.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40 Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
„Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40
Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07
Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15