Handbolti

Seinni bylgjan: Gott að eiga Ás(a) í ermi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson.
Ásbjörn Friðriksson. Vísir/Daníel
FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson hefur verið einn allra besti leikmaður Olís deildar karla í handbolta í vetur og strákarnir í Seinni bylgjunni fóru vel yfir mikilvægi hans í nýjasta þættinum sínum.

Ásjbörn var með 8 mörk og 5 stoðsendingar í sannfærandi sigri FH á KA en viku áður lék FH-liðið án hans (leikbann) og tapaði þá fyrir Akureyrarliðinu fyrir norðan.

Fyrst voru sýndar myndir frá baslinu á sóknarleik FH á móti Akureyri.

„Þetta var bara allt erfitt hjá þeim án hans,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar og sérfræðingarnir gengu enn lengra.

„Þetta var bara höfuðlaust,“ sagði Logi Geirsson.

„Það er dæmi um slæman sóknarleik þegar menn skipta um stöður en standa svo bara,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson.

Þá var skipt yfir í myndir frá leiknum á móti KA um helgina þar sem Ásbjörn Friðriksson var mættur og allt gekk miklu betur í sóknarleik FH-liðsins.

„Við erum búnir að tala um Ásjbörn Friðriksson í allan vetur en hann á ekkert minna skilið þegar við sínum muninn á FH frá leik til leiks,“ sagði Tómas Þór.

Logi Geirsson tók sig síðan til að sagði frá því af hverju Ásbjörn er svona mikilvægur fyrir FH-liðið.

„Hann býr til flæðið í sóknarleiknum og hann er allt í öllu í sóknarleiknum,“ sagði Logi Geirsson.

Það má sjá allt innslagið um Ásbjörn Friðriksson og sóknarleik FH hér fyrir neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Gott að eiga Ás(a) í ermi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×