Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2018 07:34 Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna á mánudag. Vísir/Vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. Í viðtalinu er Anna Kolbrún meðal annars spurð út í hljóð sem heyrist á upptökunni þegar þingmennirnir ræða Freyju Haraldsdóttur sem barist hefur fyrir réttindum fatlaðra. Á upptökunni heyrist hljóð sem líkist selahljóði og skömmu eftir það heyrast tveir þingmannanna segja „nei“ og Karl Gauti Hjaltason, nú óháður þingmaður, þá þingmaður Flokks fólksins, segir „Kræst, maður.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sagt að um umhverfishljóð sé að ræða. Mögulega sé verið að færa stól eða þá að reiðhjól sé að bremsa fyrri utan. Sigmundur hefur sagt að hann kannist ekki við að neinn þingmannanna hafi vísvitandi gefið frá sér selahljóð og tekur Anna Kolbrún undir þetta. „Hverjum datt í hug að velta fyrir sér hugtakinu selur og tengja það við Freyju Haraldsdóttur? Hvaða fordómum býr sá yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um það?“ spyr hún. Þá segist hún aðspurð ekki kannast við að hljóðið hafi komið úr barka neins þingmannanna.Erfitt að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hafa verið „konan sem þegir“ Anna Kolbrún segir að sér hafi liðið mjög illa vegna málsins síðustu daga. Hún geri sér grein fyrir að hún hafi látið orðræðuna viðgangast en hún geti þó ekki tekið ábyrgð á orðum annarra. Hún segist hafa upplifað það þannig að hún hafi ítrekað reynt að skipta um umræðuefni en án árangurs. Hún kveðst oft hafa verið í þessum aðstæðum; þar sem karlar stjórna umræðunni og vilja ekki hleypa konum að. „Það sem mér þykir kannski einna erfiðast að horfast í augu við er að ég hef svo margoft stappað stálinu í aðrar konur, sagt þeim að standa á sínu og láta ekki valta yfir sig. Ég á erfitt með að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að ég hafi ekki gert það þetta kvöld. Að hafa verið þessi kona sem ég er alltaf að segja öðrum konum að vera ekki. Konan sem þegir.“ Anna Kolbrún segist jafnframt aðspurð ekki upplifa það að baktal og fúkyrði séu hluti af daglegum störfum þingsins. Þá sé það ekki daglegt orðfæri þeirra þingmanna sem sátu með henni á Klaustri að kalla konur kuntur og tíkur. Í viðtalinu greinir Anna Kolbrún svo frá því að hún hafi greinst með krabbamein í brjósti árið 2011. Það hefur nú dreift sér um líkamann og er komið í kringum hjartað, í eitla, kviðarhol og lífhimnu. Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verða gestir í Bítinu á Bylgjunni klukkan 8:05 núna á eftir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. Í viðtalinu er Anna Kolbrún meðal annars spurð út í hljóð sem heyrist á upptökunni þegar þingmennirnir ræða Freyju Haraldsdóttur sem barist hefur fyrir réttindum fatlaðra. Á upptökunni heyrist hljóð sem líkist selahljóði og skömmu eftir það heyrast tveir þingmannanna segja „nei“ og Karl Gauti Hjaltason, nú óháður þingmaður, þá þingmaður Flokks fólksins, segir „Kræst, maður.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sagt að um umhverfishljóð sé að ræða. Mögulega sé verið að færa stól eða þá að reiðhjól sé að bremsa fyrri utan. Sigmundur hefur sagt að hann kannist ekki við að neinn þingmannanna hafi vísvitandi gefið frá sér selahljóð og tekur Anna Kolbrún undir þetta. „Hverjum datt í hug að velta fyrir sér hugtakinu selur og tengja það við Freyju Haraldsdóttur? Hvaða fordómum býr sá yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um það?“ spyr hún. Þá segist hún aðspurð ekki kannast við að hljóðið hafi komið úr barka neins þingmannanna.Erfitt að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hafa verið „konan sem þegir“ Anna Kolbrún segir að sér hafi liðið mjög illa vegna málsins síðustu daga. Hún geri sér grein fyrir að hún hafi látið orðræðuna viðgangast en hún geti þó ekki tekið ábyrgð á orðum annarra. Hún segist hafa upplifað það þannig að hún hafi ítrekað reynt að skipta um umræðuefni en án árangurs. Hún kveðst oft hafa verið í þessum aðstæðum; þar sem karlar stjórna umræðunni og vilja ekki hleypa konum að. „Það sem mér þykir kannski einna erfiðast að horfast í augu við er að ég hef svo margoft stappað stálinu í aðrar konur, sagt þeim að standa á sínu og láta ekki valta yfir sig. Ég á erfitt með að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að ég hafi ekki gert það þetta kvöld. Að hafa verið þessi kona sem ég er alltaf að segja öðrum konum að vera ekki. Konan sem þegir.“ Anna Kolbrún segist jafnframt aðspurð ekki upplifa það að baktal og fúkyrði séu hluti af daglegum störfum þingsins. Þá sé það ekki daglegt orðfæri þeirra þingmanna sem sátu með henni á Klaustri að kalla konur kuntur og tíkur. Í viðtalinu greinir Anna Kolbrún svo frá því að hún hafi greinst með krabbamein í brjósti árið 2011. Það hefur nú dreift sér um líkamann og er komið í kringum hjartað, í eitla, kviðarhol og lífhimnu. Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verða gestir í Bítinu á Bylgjunni klukkan 8:05 núna á eftir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14