Segja orð Sigmundar Davíðs lágkúru og grófa aðför að þingmönnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 14:51 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir voru ekki hrifnar af orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í sjónvarpsviðtölum í gær þess efnis að algengt væri að þingmenn töluðu illa um kollega sína. Nokkrir þingmenn gerðu Klaustursupptökurnar að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar á meðal var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem kom karlkyns kollegum sínum til varnar í ljósi ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, í fjölmiðlum í gær um að sú orðræða sem viðhöfð var í spjalli þingmannanna á Klaustur bar væri ekkert nýmæli á meðal þingmanna. „Formaður Miðflokksins vill meina að sú stæka kvenfyrirlitning, fötlunarfordómar og fordómar gegn samkynhneigðum sem ullu upp úr honum og nokkrum þingmönnum á bar á dögunum sé alsiða á Alþingi og því eigi alþingismenn, og sér í lagi karlmenn á þingi, að líta í eigin barm. Þetta sé spurning um menningu á þinginu. Mér þykir þetta gróf aðför alþingismannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að kollegum sínum hér á þingi og ég trúi því ekki að hann segi satt. Ég vil koma karlkyns kollegum mínum hér til varnar vegna þess að hér er um týpískan fyrirslátt að ræða sem á ekki við rök að styðjast,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði að ef eitthvað þyrfti að laga í menningu þingsins þá væru það viðbrögð formanns Miðflokksins. „Sem kristallast svo vel í bæn narsissistans og er lýsandi fyrir þessa skaðlegu menningu, því þau eru alsiða þegar upp kemst um mistök og misgjörðir alþingismanna. Þetta gerðist ekki og ef þetta gerðist þá var það ekki svo slæmt. Og ef það var slæmt þá er það samt ekkert stórmál. Og ef það er eitthvað mál þá meinti ég ekkert með því og ef ég meinti eitthvað með því þá áttirðu það skilið. Hættum að nota þessar afsakanir,“ sagði Þórhildur Sunna og mátti heyra þingmenn taka undir orð hennar þar sem „heyr, heyr“ ómaði í þingsal.„Ykkar sexmenninganna er skömmin, þið eigið að axla ábyrgð“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, fjallaði líka um orð Sigmundar Davíðs í ræðu sinni. „Lágkúran gagnvart okkur þingmönnum hélt svo áfram í gærkvöldi í sjónvarpsviðtölum þegar háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt því fram að sú orðræða sem viðhöfð var af hans hálfu og nokkurra annarra þingmanna um samstarfsfólk sitt og aðra sé hefðbundin, sé algeng og að þingið væri jafnvel ekki starfhæft ef allir væru dregnir fram sem svo hafa talað. Virðulegur forseti, það er óásættanlegt að sitja undir slíkum dylgjum. Það væri réttara nú, þegar formlegur ferill er hafinn á þessu máli, að gerendurnir hefðu manndóm til að láta eiga sig að reyna að drepa málinu á dreif með því að segja að hér inni beri allir ábyrgð enda væri það aldrie nein afsökun,“ sagði Bjarkey og lauk ræðu sinni á þessum orðum: „Ykkar sexmenninganna er skömmin, þið eigið að axla ábyrgð.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna“ BBC fjallar um klaustursupptökurnar svokölluðu. 3. desember 2018 17:30 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Nokkrir þingmenn gerðu Klaustursupptökurnar að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar á meðal var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem kom karlkyns kollegum sínum til varnar í ljósi ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, í fjölmiðlum í gær um að sú orðræða sem viðhöfð var í spjalli þingmannanna á Klaustur bar væri ekkert nýmæli á meðal þingmanna. „Formaður Miðflokksins vill meina að sú stæka kvenfyrirlitning, fötlunarfordómar og fordómar gegn samkynhneigðum sem ullu upp úr honum og nokkrum þingmönnum á bar á dögunum sé alsiða á Alþingi og því eigi alþingismenn, og sér í lagi karlmenn á þingi, að líta í eigin barm. Þetta sé spurning um menningu á þinginu. Mér þykir þetta gróf aðför alþingismannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að kollegum sínum hér á þingi og ég trúi því ekki að hann segi satt. Ég vil koma karlkyns kollegum mínum hér til varnar vegna þess að hér er um týpískan fyrirslátt að ræða sem á ekki við rök að styðjast,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði að ef eitthvað þyrfti að laga í menningu þingsins þá væru það viðbrögð formanns Miðflokksins. „Sem kristallast svo vel í bæn narsissistans og er lýsandi fyrir þessa skaðlegu menningu, því þau eru alsiða þegar upp kemst um mistök og misgjörðir alþingismanna. Þetta gerðist ekki og ef þetta gerðist þá var það ekki svo slæmt. Og ef það var slæmt þá er það samt ekkert stórmál. Og ef það er eitthvað mál þá meinti ég ekkert með því og ef ég meinti eitthvað með því þá áttirðu það skilið. Hættum að nota þessar afsakanir,“ sagði Þórhildur Sunna og mátti heyra þingmenn taka undir orð hennar þar sem „heyr, heyr“ ómaði í þingsal.„Ykkar sexmenninganna er skömmin, þið eigið að axla ábyrgð“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, fjallaði líka um orð Sigmundar Davíðs í ræðu sinni. „Lágkúran gagnvart okkur þingmönnum hélt svo áfram í gærkvöldi í sjónvarpsviðtölum þegar háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt því fram að sú orðræða sem viðhöfð var af hans hálfu og nokkurra annarra þingmanna um samstarfsfólk sitt og aðra sé hefðbundin, sé algeng og að þingið væri jafnvel ekki starfhæft ef allir væru dregnir fram sem svo hafa talað. Virðulegur forseti, það er óásættanlegt að sitja undir slíkum dylgjum. Það væri réttara nú, þegar formlegur ferill er hafinn á þessu máli, að gerendurnir hefðu manndóm til að láta eiga sig að reyna að drepa málinu á dreif með því að segja að hér inni beri allir ábyrgð enda væri það aldrie nein afsökun,“ sagði Bjarkey og lauk ræðu sinni á þessum orðum: „Ykkar sexmenninganna er skömmin, þið eigið að axla ábyrgð.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna“ BBC fjallar um klaustursupptökurnar svokölluðu. 3. desember 2018 17:30 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
„Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna“ BBC fjallar um klaustursupptökurnar svokölluðu. 3. desember 2018 17:30
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03