Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 12:26 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er ekki ritstjóri Glæða. Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. Fyrst var greint frá málinu á Stundinni. Í tilkynningu Félags sérkennara segir að þetta sé ekki rétt. Hið rétta sé að á árunum 2011 og 2012 átti Anna Kolbrún sæti í ritstjórn blaðsins ásamt fjórum öðrum, en ritstjóri þau ár var Hermína Gunnþórsdóttir. Skorar félagið á Önnu Kolbrúnu að leiðrétta ferilskrá sína í takt við það sem rétt er.Skjáskot af hluta af æviágripi Önnu Kolbrúnar af vef Alþingis.Er þetta önnur rangfærslan sem kemur í ljós varðandi starfsferil Önnu Kolbrúnar og æviágrip hennar á þingi en í gær var greint var frá því að hún hefði ranglega titlað sig sem þroskaþjálfa í æviágripinu. Því var breytt í gær en Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu á starfsheitinu til landlæknis en starfsheitið er lögverndað og hefur Anna hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Anna Kolbrún er ein þeirra sex þingmanna sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn og ræddu á óviðeigandi hátt um ýmsa samþingmenn sína og aðra sem komið hafa nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Anna Kolbrún situr enn á þingi og er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins en hún hefur sagt að hún sé að íhuga stöðu sína sem þingmaður vegna Klaustursmálsins.Hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Tveir þingmenn Miðflokksins sem einnig voru á barnum umrætt kvöld, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Auk þeirra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, einnig á Klaustur sem og þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins. Sigmundur Davíð hefur sagt að hann ætli ekki að segja af sér vegna málsins en þeir Ólafur og Karl Gauti hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Þeir ætla að sitja áfram á þingi sem óháðir þingmenn. Vísir hefur ekki náð tali af Önnu Kolbrúnu í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Uppfært klukkan 13:34Anna Kolbrún hefur uppfært æviágrip sitt aftur á vef Alþingis. Þar segir nú að hún hafi setið í ritstjórn Glæða, fagtímarits sérkennara. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. Fyrst var greint frá málinu á Stundinni. Í tilkynningu Félags sérkennara segir að þetta sé ekki rétt. Hið rétta sé að á árunum 2011 og 2012 átti Anna Kolbrún sæti í ritstjórn blaðsins ásamt fjórum öðrum, en ritstjóri þau ár var Hermína Gunnþórsdóttir. Skorar félagið á Önnu Kolbrúnu að leiðrétta ferilskrá sína í takt við það sem rétt er.Skjáskot af hluta af æviágripi Önnu Kolbrúnar af vef Alþingis.Er þetta önnur rangfærslan sem kemur í ljós varðandi starfsferil Önnu Kolbrúnar og æviágrip hennar á þingi en í gær var greint var frá því að hún hefði ranglega titlað sig sem þroskaþjálfa í æviágripinu. Því var breytt í gær en Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu á starfsheitinu til landlæknis en starfsheitið er lögverndað og hefur Anna hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Anna Kolbrún er ein þeirra sex þingmanna sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn og ræddu á óviðeigandi hátt um ýmsa samþingmenn sína og aðra sem komið hafa nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Anna Kolbrún situr enn á þingi og er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins en hún hefur sagt að hún sé að íhuga stöðu sína sem þingmaður vegna Klaustursmálsins.Hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Tveir þingmenn Miðflokksins sem einnig voru á barnum umrætt kvöld, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Auk þeirra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, einnig á Klaustur sem og þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins. Sigmundur Davíð hefur sagt að hann ætli ekki að segja af sér vegna málsins en þeir Ólafur og Karl Gauti hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Þeir ætla að sitja áfram á þingi sem óháðir þingmenn. Vísir hefur ekki náð tali af Önnu Kolbrúnu í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Uppfært klukkan 13:34Anna Kolbrún hefur uppfært æviágrip sitt aftur á vef Alþingis. Þar segir nú að hún hafi setið í ritstjórn Glæða, fagtímarits sérkennara.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30
Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44