Meginmarkmiðið að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun Heimsljós kynnir 4. desember 2018 09:00 Sólþurrkun á smáfiski úr Viktoríuvatni. Ljósmynd frá Buikwe, Úganda gunnisal „Megin markmiðið með framlagi Íslands til þróunarsamvinnu er að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun og viðvarandi sjálfbærum hagvexti í þróunarlöndum til að leggja grunn að aukinni velsæld. Aðkoma atvinnulífsins – sem býr yfir frumkvæði og margs konar sérþekkingu sem nýst getur við að leysa flókin verkefni – er mikilvægur þáttur í þessari uppbyggingu. Í nýrri stefnu er því lögð áhersla á að stofnanir og atvinnulífið hér á landi styðji við sjálfbæra uppbyggingu í þróunarlöndum,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á Alþingi í gær, þegar hann mælti fyrir stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, 2019-2023. Utanríkisráðherra sagði að umfjöllun Alþingis um fyrri áætlanir hafi sýnt að það ríki jákvæð samstaða um málaflokkinn og að þingheimur vilji vanda vel til verka þegar kemur að þróunarsamvinnu. „Það er fagnaðarefni, enda er þróunarsamvinna afar mikilvægur málaflokkur. Ekki einungis er um mikla fjármuni að ræða – heldur jafnframt starf sem skiptir sköpum fyrir fjölda fólks og getur jafnvel skilið milli lífs og dauða,“ sagði hann. Þróunarsamvinnustefnan er leiðarljós íslenskra stjórnvalda á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Hún felur í sér skýra markmiðasetningu og forgangsröðun þar sem lögð er áhersla á að starf íslenskra stjórnvalda skili árangri á afmörkuðum sviðum. Hún byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að draga úr fátækt og hungri, og stuðla að velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Í stefnunni eru lögð fram tvö meginmarkmið sem miða annars vegar að uppbyggingu félagslegra innviða og starfi í þágu friðar, og hins vegar að verndun jarðarinnar og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Sem fyrr er fjallað um málaflokkinn sem eina heild, hvort sem um er að ræða tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndum Íslands, svæðasamstarf, stuðning við áherslulönd og fjölþjóðlegar stofnanir eða verkefni á vegum félagasamtaka.Mannréttindamiðuð stefnaÞróunarsamvinnustefnan er í fyrsta sinn með formlegum hætti mannréttindamiðuð sem felur í sér að unnið er að mannréttindum með málsvarastarfi, samþættingu og sértækum aðgerðum í þágu mannréttinda. Mannréttindi verða því höfð til hliðsjónar þegar verkefni eru mótuð, framkvæmd og metin. Jafnréttismálin hafa lengi verið áherslumál í þróunarsamvinnu Íslands. Í máli ráðherra kom fram að sú sé ætlunin að draga þau mál sérstaklega fram svo og umhverfis- og loftslagsmál. „Líkt og fyrr leggur Ísland ríka áherslu á sjálfbæra orku, og þá sérstaklega jarðhita þar sem íslensk sérþekking hefur nýst í verkefnum undanfarin ár. Enn fremur er landgræðsla komin inn sem sérstakt áherslusvið undir sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda,“ sagði ráðherra. Framkvæmd þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar fer áfram fram í gegnum svæðasamstarf og samstarf við samstarfslönd, áherslulönd, fjölþjóðastofnanir og félagasamtök. Um tvíhliða samstarfslöndin í þróunarsamvinnu Íslands, Malaví og Úganda, sagði ráðherra að byggt væri á þeim góða árangri sem náðst hefur með langvinnu samstarfi. „Í tvíhliða samstarfi okkar leggjum við áfram áherslu á að stuðningurinn fari beint til fátæks fólks í Malaví og Úganda. Áhersla er á að bæta grunnþjónustu við fátæk samfélög í tilteknum héruðum í löndunum tveimur, sem felur í sér aðgang að vatni, bætta heilbrigðisþjónustu og aukin gæði menntunar yngstu barna,“ sagði hann. Í tillögunni að nýju stefnunni er vísað í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar um framlög Íslands til þróunarsamvinnu, en gert er ráð fyrir að framlögin aukist á næstu árum og nemi 0,35% af vergum þjóðartekjum árið 2022. Heildarframlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu eru áætluð um 8 milljarðar króna 2019, eða um 0,28% af VÞT, og hækka því samtals um nálægt milljarð frá fjárlögum 2018.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
„Megin markmiðið með framlagi Íslands til þróunarsamvinnu er að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun og viðvarandi sjálfbærum hagvexti í þróunarlöndum til að leggja grunn að aukinni velsæld. Aðkoma atvinnulífsins – sem býr yfir frumkvæði og margs konar sérþekkingu sem nýst getur við að leysa flókin verkefni – er mikilvægur þáttur í þessari uppbyggingu. Í nýrri stefnu er því lögð áhersla á að stofnanir og atvinnulífið hér á landi styðji við sjálfbæra uppbyggingu í þróunarlöndum,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á Alþingi í gær, þegar hann mælti fyrir stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, 2019-2023. Utanríkisráðherra sagði að umfjöllun Alþingis um fyrri áætlanir hafi sýnt að það ríki jákvæð samstaða um málaflokkinn og að þingheimur vilji vanda vel til verka þegar kemur að þróunarsamvinnu. „Það er fagnaðarefni, enda er þróunarsamvinna afar mikilvægur málaflokkur. Ekki einungis er um mikla fjármuni að ræða – heldur jafnframt starf sem skiptir sköpum fyrir fjölda fólks og getur jafnvel skilið milli lífs og dauða,“ sagði hann. Þróunarsamvinnustefnan er leiðarljós íslenskra stjórnvalda á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Hún felur í sér skýra markmiðasetningu og forgangsröðun þar sem lögð er áhersla á að starf íslenskra stjórnvalda skili árangri á afmörkuðum sviðum. Hún byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að draga úr fátækt og hungri, og stuðla að velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Í stefnunni eru lögð fram tvö meginmarkmið sem miða annars vegar að uppbyggingu félagslegra innviða og starfi í þágu friðar, og hins vegar að verndun jarðarinnar og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Sem fyrr er fjallað um málaflokkinn sem eina heild, hvort sem um er að ræða tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndum Íslands, svæðasamstarf, stuðning við áherslulönd og fjölþjóðlegar stofnanir eða verkefni á vegum félagasamtaka.Mannréttindamiðuð stefnaÞróunarsamvinnustefnan er í fyrsta sinn með formlegum hætti mannréttindamiðuð sem felur í sér að unnið er að mannréttindum með málsvarastarfi, samþættingu og sértækum aðgerðum í þágu mannréttinda. Mannréttindi verða því höfð til hliðsjónar þegar verkefni eru mótuð, framkvæmd og metin. Jafnréttismálin hafa lengi verið áherslumál í þróunarsamvinnu Íslands. Í máli ráðherra kom fram að sú sé ætlunin að draga þau mál sérstaklega fram svo og umhverfis- og loftslagsmál. „Líkt og fyrr leggur Ísland ríka áherslu á sjálfbæra orku, og þá sérstaklega jarðhita þar sem íslensk sérþekking hefur nýst í verkefnum undanfarin ár. Enn fremur er landgræðsla komin inn sem sérstakt áherslusvið undir sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda,“ sagði ráðherra. Framkvæmd þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar fer áfram fram í gegnum svæðasamstarf og samstarf við samstarfslönd, áherslulönd, fjölþjóðastofnanir og félagasamtök. Um tvíhliða samstarfslöndin í þróunarsamvinnu Íslands, Malaví og Úganda, sagði ráðherra að byggt væri á þeim góða árangri sem náðst hefur með langvinnu samstarfi. „Í tvíhliða samstarfi okkar leggjum við áfram áherslu á að stuðningurinn fari beint til fátæks fólks í Malaví og Úganda. Áhersla er á að bæta grunnþjónustu við fátæk samfélög í tilteknum héruðum í löndunum tveimur, sem felur í sér aðgang að vatni, bætta heilbrigðisþjónustu og aukin gæði menntunar yngstu barna,“ sagði hann. Í tillögunni að nýju stefnunni er vísað í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar um framlög Íslands til þróunarsamvinnu, en gert er ráð fyrir að framlögin aukist á næstu árum og nemi 0,35% af vergum þjóðartekjum árið 2022. Heildarframlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu eru áætluð um 8 milljarðar króna 2019, eða um 0,28% af VÞT, og hækka því samtals um nálægt milljarð frá fjárlögum 2018.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent