Handbolti

Seinni bylgjan: „Þeir segja hann sé dýrasti markmaður Íslands“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Sveinbjörn Pétursson hefur verið frábær í marki Stjörnunnar í Olísdeild karla í síðustu leikjum. Hann gat ekki verið með gegn toppliði Selfoss um helgina en Sigurður Ingiberg Ólafsson kom inn í hans stað og varð hetja Stjörnunnar.

„Hann þurfti að byrja fyrstu þrjá leikina og hefur væntanlega ekki verið himinlifandi með það miðað við hvernig Stjarnan var þá,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson þegar frammistaða Sigurðar var rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

„Þeir voru hræðilegir og hann þurfti að fá 40 mörk í leik á sig.“

Sigurður varði víti frá Einari Sverrissyni þegar leiktíminn var runninn út á Selfossi og tryggði Stjörnunni sigurinn.

„Þeir segja að þetta sé dýrasti markmaður á Íslandi per mínútu og mínúturnar sem hann spilar, þær kosta,“ sagði Logi Geirsson.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjann: Sigurður hetja Stjörnunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×