Freyja gerir grín að bremsuskýringu Sigmundar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2018 21:33 Freyja Haraldsdóttir. Vísir/Vilhelm Freyja Haraldsdóttir virðist ekki gefa mikið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um hver sé uppruni þess hljóðs sem heyrist þegar þingmennirnir sem sátu að sumbli á barnum Klaustur á dögunum ræddu um Freyju.Í frétt DV um málið sem byggð var á upptökum af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins segir að þingmennirnir hafi gert grín að Freyju og einn þeirra hafi hermt eftir sel er samtalið stóð sem hæst. Sjálfur hefur Sigmundur Davíð þvertekið fyrir að einhver þeirra sem viðstaddur var hafi hermt eftir sel, líklega hafi verið um hljóð sem myndaðist þegar stóll var færður til.Vísir kannaði hins vegar málið fyrr í dag og leiðir óvísindaleg rannsókn blaðamanns til þess að afar ólíklegt er að þeir stólar sem eru á Klaustur geti myndað sambærilegt hljóð og heyra má í upptökunum. Þegar Sigmundur Davíð var spurður um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag þvertók hann fyrir að þingmennirnir hafi verið að gera grín að Freyju. Þá sagði Sigmundur Davíð að heyra mætti á upptökunum að hljóðið kæmi ekki frá þeim stað þar sem þingmennirnir sætu, uppruni þess væri nær þeim stað þar sem sá sem tók upp samræðurnar hefði setið. „Þetta gat verið reiðhjól að bremsa fyrir utan gluggann,“ sagði Sigmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Freyja, sem þekkt er fyrir baráttu hennar fyrir réttindum fatlaðra einstaklinga en hún glímir við beinasjúkdóminn Osteogenesis imperfecta og notar því hjólastól, virðist hafa verið að horfa á fréttirnar ef marka má ummæli hennar á Twitter. „Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur,“ skrifar Freyja á Twitter á léttu nótunum.Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur. #Klausturgate — Freyja Haraldsdóttir (@freyjaharalds) December 3, 2018 Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15 Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir virðist ekki gefa mikið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um hver sé uppruni þess hljóðs sem heyrist þegar þingmennirnir sem sátu að sumbli á barnum Klaustur á dögunum ræddu um Freyju.Í frétt DV um málið sem byggð var á upptökum af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins segir að þingmennirnir hafi gert grín að Freyju og einn þeirra hafi hermt eftir sel er samtalið stóð sem hæst. Sjálfur hefur Sigmundur Davíð þvertekið fyrir að einhver þeirra sem viðstaddur var hafi hermt eftir sel, líklega hafi verið um hljóð sem myndaðist þegar stóll var færður til.Vísir kannaði hins vegar málið fyrr í dag og leiðir óvísindaleg rannsókn blaðamanns til þess að afar ólíklegt er að þeir stólar sem eru á Klaustur geti myndað sambærilegt hljóð og heyra má í upptökunum. Þegar Sigmundur Davíð var spurður um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag þvertók hann fyrir að þingmennirnir hafi verið að gera grín að Freyju. Þá sagði Sigmundur Davíð að heyra mætti á upptökunum að hljóðið kæmi ekki frá þeim stað þar sem þingmennirnir sætu, uppruni þess væri nær þeim stað þar sem sá sem tók upp samræðurnar hefði setið. „Þetta gat verið reiðhjól að bremsa fyrir utan gluggann,“ sagði Sigmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Freyja, sem þekkt er fyrir baráttu hennar fyrir réttindum fatlaðra einstaklinga en hún glímir við beinasjúkdóminn Osteogenesis imperfecta og notar því hjólastól, virðist hafa verið að horfa á fréttirnar ef marka má ummæli hennar á Twitter. „Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur,“ skrifar Freyja á Twitter á léttu nótunum.Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur. #Klausturgate — Freyja Haraldsdóttir (@freyjaharalds) December 3, 2018
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15 Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15
Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10