Forseti Alþingis segir engin bein viðurlög við brotum þingmanna á siðareglum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 21:28 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. Steingrímur sagði í viðtali við Stöð 2 fyrr í kvöld að Klaustursmálið svokallaða sé nú komið í almennan farveg siðareglumála. Forsætisnefnd Alþingis muni styðjast við siðareglur Alþingis og sérstakar málsmeðferðarreglur við meðferð málsins. Þá mun siðanefnd Alþingis vera Forsætisnefnd innan handar við meðferð málsins. Steingrímur sagði afleiðingar málsins fyrir hlutaðeigandi þingmenn verða að koma í ljós og sagði þær að miklu leyti velta á því hver niðurstaða siðanefndar verður í málinu. Aðspurður sagði hann að engin bein viðurlög væru við því að þingmenn gerðust brotlegir við siðareglur Alþingis en sagði aðhald nefndarinnar felast í því að hægt væri að birta niðurstöður málsmeðferðar opinberlega. Því yrði það gert opinbert ef nefndin kæmist að þeirri niðurstöðu að þingmennirnir hefðu gerst brotlegir við reglurnar. Þá sagði Steingrímur áhuga fyrir því að hraða málsmeðferð eins og kostur er, án þess þó að gæði meðferðarinnar líði fyrir það. Segir Steingrímur siðanefndina vera skipaða eftir því sem þingskapalög segja til um. Alþingi Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. Steingrímur sagði í viðtali við Stöð 2 fyrr í kvöld að Klaustursmálið svokallaða sé nú komið í almennan farveg siðareglumála. Forsætisnefnd Alþingis muni styðjast við siðareglur Alþingis og sérstakar málsmeðferðarreglur við meðferð málsins. Þá mun siðanefnd Alþingis vera Forsætisnefnd innan handar við meðferð málsins. Steingrímur sagði afleiðingar málsins fyrir hlutaðeigandi þingmenn verða að koma í ljós og sagði þær að miklu leyti velta á því hver niðurstaða siðanefndar verður í málinu. Aðspurður sagði hann að engin bein viðurlög væru við því að þingmenn gerðust brotlegir við siðareglur Alþingis en sagði aðhald nefndarinnar felast í því að hægt væri að birta niðurstöður málsmeðferðar opinberlega. Því yrði það gert opinbert ef nefndin kæmist að þeirri niðurstöðu að þingmennirnir hefðu gerst brotlegir við reglurnar. Þá sagði Steingrímur áhuga fyrir því að hraða málsmeðferð eins og kostur er, án þess þó að gæði meðferðarinnar líði fyrir það. Segir Steingrímur siðanefndina vera skipaða eftir því sem þingskapalög segja til um.
Alþingi Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53