Katrín segist víst hafa gagnrýnt skipan Geirs Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2018 15:19 Ráðherrarnir að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum en þar var árs afmæli ríkisstjórnarinnar fagnað. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því sem fram kom í máli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur-fundinum fræga, að hún hafi komið nærri málum þá er hann sem utanríkisráðherra skipaði Árna Þór Sigfússon, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna sendiherra í Helsinki. Og í kjölfarið Geir H. Haarde sendiherra í Washington.Skipan Geirs gekk smurt fyrir sig Gunnar Bragi sagði að skipan Árna Þórs hafi verið til að draga athyglina frá skipan Geirs, 2014. Það hafi heppnast með miklum ágætum, Árni Þór fékk á sig skítinn meðan skipan Geirs gekk smurt fyrir sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra, staðfesti frásögn Gunnars Braga á staðnum en Gunnar Bragi hefur síðan haldið því fram að hann hafi verið að ljúga. Í frásögn sinni segir Gunnar Bragi svo frá að Geir hafi tjáð sér að hann hefði orðið alveg brjálaður þegar hann frétti af skipan Árna Þórs en svo hafi hann fattað plottið og orðið harla glaður. Gunnar Bragi virðist hafa talið sig eiga eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þessa, en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur vísað því á bug og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa Gunnar Braga, ekki á næstunni. Katrín segir Gunnar Braga fara með rangt mál „Það var rangt með farið hjá Gunnari Braga Sveinssyni á Klausturbarnum að ég hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs H. Haarde þar sem ég gerði það á sínum tíma opinberlega eins og auðvelt er að finna með einfaldri leit á netinu.Ég taldi sérstakt að hann hefði verið skipaður sendiherra á vegum íslenskra stjórnvalda sem hann átti þá í málaferlum við. Aðrir þingmenn og fulltrúar Vinstri-grænna tjáðu sig reyndar líka um þessi mál,“ segir Katrín í yfirlýsingu sem hún birti um þetta atriði á Facebooksíðu sinni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde. Katrín segist hafa tjáð þá skoðun sína að rangt hafi verið að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra þá er hann stóð í málaferlum við þjóð sína.Hún segir það einnig rangt að hún hafi verið upplýst um skipan Geirs H. Haarde fyrir fram. „Gunnar Bragi Sveinsson upplýsti mig hins vegar um skipan Árna Þórs Sigurðssonar sem sendiherra en minntist ekkert á Geir í því samhengi. Gunnar Bragi hafði þá þegar tekið ákvörðun um skipan Árna Þórs en hann var þá þingmaður Vinstri-grænna. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun og sóttist ekki eftir þessu starfi fyrir hönd Árna Þórs Sigurðssonar. Ég taldi að ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að upplýsa mig um ákvörðun sína hefði fyrst og fremst verið almenn kurteisi og mér til upplýsingar vegna stöðu Árna Þórs sem starfandi þingmanns í þingflokki Vinstri grænna. Skipan þessara sendiherra var á ábyrgð utanríkisráðherra eins og lög gera ráð fyrir.“ Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því sem fram kom í máli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur-fundinum fræga, að hún hafi komið nærri málum þá er hann sem utanríkisráðherra skipaði Árna Þór Sigfússon, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna sendiherra í Helsinki. Og í kjölfarið Geir H. Haarde sendiherra í Washington.Skipan Geirs gekk smurt fyrir sig Gunnar Bragi sagði að skipan Árna Þórs hafi verið til að draga athyglina frá skipan Geirs, 2014. Það hafi heppnast með miklum ágætum, Árni Þór fékk á sig skítinn meðan skipan Geirs gekk smurt fyrir sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra, staðfesti frásögn Gunnars Braga á staðnum en Gunnar Bragi hefur síðan haldið því fram að hann hafi verið að ljúga. Í frásögn sinni segir Gunnar Bragi svo frá að Geir hafi tjáð sér að hann hefði orðið alveg brjálaður þegar hann frétti af skipan Árna Þórs en svo hafi hann fattað plottið og orðið harla glaður. Gunnar Bragi virðist hafa talið sig eiga eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þessa, en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur vísað því á bug og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa Gunnar Braga, ekki á næstunni. Katrín segir Gunnar Braga fara með rangt mál „Það var rangt með farið hjá Gunnari Braga Sveinssyni á Klausturbarnum að ég hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs H. Haarde þar sem ég gerði það á sínum tíma opinberlega eins og auðvelt er að finna með einfaldri leit á netinu.Ég taldi sérstakt að hann hefði verið skipaður sendiherra á vegum íslenskra stjórnvalda sem hann átti þá í málaferlum við. Aðrir þingmenn og fulltrúar Vinstri-grænna tjáðu sig reyndar líka um þessi mál,“ segir Katrín í yfirlýsingu sem hún birti um þetta atriði á Facebooksíðu sinni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde. Katrín segist hafa tjáð þá skoðun sína að rangt hafi verið að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra þá er hann stóð í málaferlum við þjóð sína.Hún segir það einnig rangt að hún hafi verið upplýst um skipan Geirs H. Haarde fyrir fram. „Gunnar Bragi Sveinsson upplýsti mig hins vegar um skipan Árna Þórs Sigurðssonar sem sendiherra en minntist ekkert á Geir í því samhengi. Gunnar Bragi hafði þá þegar tekið ákvörðun um skipan Árna Þórs en hann var þá þingmaður Vinstri-grænna. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun og sóttist ekki eftir þessu starfi fyrir hönd Árna Þórs Sigurðssonar. Ég taldi að ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að upplýsa mig um ákvörðun sína hefði fyrst og fremst verið almenn kurteisi og mér til upplýsingar vegna stöðu Árna Þórs sem starfandi þingmanns í þingflokki Vinstri grænna. Skipan þessara sendiherra var á ábyrgð utanríkisráðherra eins og lög gera ráð fyrir.“
Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22