Katrín segist víst hafa gagnrýnt skipan Geirs Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2018 15:19 Ráðherrarnir að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum en þar var árs afmæli ríkisstjórnarinnar fagnað. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því sem fram kom í máli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur-fundinum fræga, að hún hafi komið nærri málum þá er hann sem utanríkisráðherra skipaði Árna Þór Sigfússon, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna sendiherra í Helsinki. Og í kjölfarið Geir H. Haarde sendiherra í Washington.Skipan Geirs gekk smurt fyrir sig Gunnar Bragi sagði að skipan Árna Þórs hafi verið til að draga athyglina frá skipan Geirs, 2014. Það hafi heppnast með miklum ágætum, Árni Þór fékk á sig skítinn meðan skipan Geirs gekk smurt fyrir sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra, staðfesti frásögn Gunnars Braga á staðnum en Gunnar Bragi hefur síðan haldið því fram að hann hafi verið að ljúga. Í frásögn sinni segir Gunnar Bragi svo frá að Geir hafi tjáð sér að hann hefði orðið alveg brjálaður þegar hann frétti af skipan Árna Þórs en svo hafi hann fattað plottið og orðið harla glaður. Gunnar Bragi virðist hafa talið sig eiga eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þessa, en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur vísað því á bug og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa Gunnar Braga, ekki á næstunni. Katrín segir Gunnar Braga fara með rangt mál „Það var rangt með farið hjá Gunnari Braga Sveinssyni á Klausturbarnum að ég hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs H. Haarde þar sem ég gerði það á sínum tíma opinberlega eins og auðvelt er að finna með einfaldri leit á netinu.Ég taldi sérstakt að hann hefði verið skipaður sendiherra á vegum íslenskra stjórnvalda sem hann átti þá í málaferlum við. Aðrir þingmenn og fulltrúar Vinstri-grænna tjáðu sig reyndar líka um þessi mál,“ segir Katrín í yfirlýsingu sem hún birti um þetta atriði á Facebooksíðu sinni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde. Katrín segist hafa tjáð þá skoðun sína að rangt hafi verið að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra þá er hann stóð í málaferlum við þjóð sína.Hún segir það einnig rangt að hún hafi verið upplýst um skipan Geirs H. Haarde fyrir fram. „Gunnar Bragi Sveinsson upplýsti mig hins vegar um skipan Árna Þórs Sigurðssonar sem sendiherra en minntist ekkert á Geir í því samhengi. Gunnar Bragi hafði þá þegar tekið ákvörðun um skipan Árna Þórs en hann var þá þingmaður Vinstri-grænna. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun og sóttist ekki eftir þessu starfi fyrir hönd Árna Þórs Sigurðssonar. Ég taldi að ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að upplýsa mig um ákvörðun sína hefði fyrst og fremst verið almenn kurteisi og mér til upplýsingar vegna stöðu Árna Þórs sem starfandi þingmanns í þingflokki Vinstri grænna. Skipan þessara sendiherra var á ábyrgð utanríkisráðherra eins og lög gera ráð fyrir.“ Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því sem fram kom í máli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur-fundinum fræga, að hún hafi komið nærri málum þá er hann sem utanríkisráðherra skipaði Árna Þór Sigfússon, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna sendiherra í Helsinki. Og í kjölfarið Geir H. Haarde sendiherra í Washington.Skipan Geirs gekk smurt fyrir sig Gunnar Bragi sagði að skipan Árna Þórs hafi verið til að draga athyglina frá skipan Geirs, 2014. Það hafi heppnast með miklum ágætum, Árni Þór fékk á sig skítinn meðan skipan Geirs gekk smurt fyrir sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra, staðfesti frásögn Gunnars Braga á staðnum en Gunnar Bragi hefur síðan haldið því fram að hann hafi verið að ljúga. Í frásögn sinni segir Gunnar Bragi svo frá að Geir hafi tjáð sér að hann hefði orðið alveg brjálaður þegar hann frétti af skipan Árna Þórs en svo hafi hann fattað plottið og orðið harla glaður. Gunnar Bragi virðist hafa talið sig eiga eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þessa, en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur vísað því á bug og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa Gunnar Braga, ekki á næstunni. Katrín segir Gunnar Braga fara með rangt mál „Það var rangt með farið hjá Gunnari Braga Sveinssyni á Klausturbarnum að ég hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs H. Haarde þar sem ég gerði það á sínum tíma opinberlega eins og auðvelt er að finna með einfaldri leit á netinu.Ég taldi sérstakt að hann hefði verið skipaður sendiherra á vegum íslenskra stjórnvalda sem hann átti þá í málaferlum við. Aðrir þingmenn og fulltrúar Vinstri-grænna tjáðu sig reyndar líka um þessi mál,“ segir Katrín í yfirlýsingu sem hún birti um þetta atriði á Facebooksíðu sinni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde. Katrín segist hafa tjáð þá skoðun sína að rangt hafi verið að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra þá er hann stóð í málaferlum við þjóð sína.Hún segir það einnig rangt að hún hafi verið upplýst um skipan Geirs H. Haarde fyrir fram. „Gunnar Bragi Sveinsson upplýsti mig hins vegar um skipan Árna Þórs Sigurðssonar sem sendiherra en minntist ekkert á Geir í því samhengi. Gunnar Bragi hafði þá þegar tekið ákvörðun um skipan Árna Þórs en hann var þá þingmaður Vinstri-grænna. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun og sóttist ekki eftir þessu starfi fyrir hönd Árna Þórs Sigurðssonar. Ég taldi að ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að upplýsa mig um ákvörðun sína hefði fyrst og fremst verið almenn kurteisi og mér til upplýsingar vegna stöðu Árna Þórs sem starfandi þingmanns í þingflokki Vinstri grænna. Skipan þessara sendiherra var á ábyrgð utanríkisráðherra eins og lög gera ráð fyrir.“
Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22