Katrín segist víst hafa gagnrýnt skipan Geirs Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2018 15:19 Ráðherrarnir að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum en þar var árs afmæli ríkisstjórnarinnar fagnað. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því sem fram kom í máli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur-fundinum fræga, að hún hafi komið nærri málum þá er hann sem utanríkisráðherra skipaði Árna Þór Sigfússon, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna sendiherra í Helsinki. Og í kjölfarið Geir H. Haarde sendiherra í Washington.Skipan Geirs gekk smurt fyrir sig Gunnar Bragi sagði að skipan Árna Þórs hafi verið til að draga athyglina frá skipan Geirs, 2014. Það hafi heppnast með miklum ágætum, Árni Þór fékk á sig skítinn meðan skipan Geirs gekk smurt fyrir sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra, staðfesti frásögn Gunnars Braga á staðnum en Gunnar Bragi hefur síðan haldið því fram að hann hafi verið að ljúga. Í frásögn sinni segir Gunnar Bragi svo frá að Geir hafi tjáð sér að hann hefði orðið alveg brjálaður þegar hann frétti af skipan Árna Þórs en svo hafi hann fattað plottið og orðið harla glaður. Gunnar Bragi virðist hafa talið sig eiga eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þessa, en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur vísað því á bug og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa Gunnar Braga, ekki á næstunni. Katrín segir Gunnar Braga fara með rangt mál „Það var rangt með farið hjá Gunnari Braga Sveinssyni á Klausturbarnum að ég hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs H. Haarde þar sem ég gerði það á sínum tíma opinberlega eins og auðvelt er að finna með einfaldri leit á netinu.Ég taldi sérstakt að hann hefði verið skipaður sendiherra á vegum íslenskra stjórnvalda sem hann átti þá í málaferlum við. Aðrir þingmenn og fulltrúar Vinstri-grænna tjáðu sig reyndar líka um þessi mál,“ segir Katrín í yfirlýsingu sem hún birti um þetta atriði á Facebooksíðu sinni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde. Katrín segist hafa tjáð þá skoðun sína að rangt hafi verið að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra þá er hann stóð í málaferlum við þjóð sína.Hún segir það einnig rangt að hún hafi verið upplýst um skipan Geirs H. Haarde fyrir fram. „Gunnar Bragi Sveinsson upplýsti mig hins vegar um skipan Árna Þórs Sigurðssonar sem sendiherra en minntist ekkert á Geir í því samhengi. Gunnar Bragi hafði þá þegar tekið ákvörðun um skipan Árna Þórs en hann var þá þingmaður Vinstri-grænna. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun og sóttist ekki eftir þessu starfi fyrir hönd Árna Þórs Sigurðssonar. Ég taldi að ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að upplýsa mig um ákvörðun sína hefði fyrst og fremst verið almenn kurteisi og mér til upplýsingar vegna stöðu Árna Þórs sem starfandi þingmanns í þingflokki Vinstri grænna. Skipan þessara sendiherra var á ábyrgð utanríkisráðherra eins og lög gera ráð fyrir.“ Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því sem fram kom í máli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur-fundinum fræga, að hún hafi komið nærri málum þá er hann sem utanríkisráðherra skipaði Árna Þór Sigfússon, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna sendiherra í Helsinki. Og í kjölfarið Geir H. Haarde sendiherra í Washington.Skipan Geirs gekk smurt fyrir sig Gunnar Bragi sagði að skipan Árna Þórs hafi verið til að draga athyglina frá skipan Geirs, 2014. Það hafi heppnast með miklum ágætum, Árni Þór fékk á sig skítinn meðan skipan Geirs gekk smurt fyrir sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra, staðfesti frásögn Gunnars Braga á staðnum en Gunnar Bragi hefur síðan haldið því fram að hann hafi verið að ljúga. Í frásögn sinni segir Gunnar Bragi svo frá að Geir hafi tjáð sér að hann hefði orðið alveg brjálaður þegar hann frétti af skipan Árna Þórs en svo hafi hann fattað plottið og orðið harla glaður. Gunnar Bragi virðist hafa talið sig eiga eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þessa, en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur vísað því á bug og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa Gunnar Braga, ekki á næstunni. Katrín segir Gunnar Braga fara með rangt mál „Það var rangt með farið hjá Gunnari Braga Sveinssyni á Klausturbarnum að ég hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs H. Haarde þar sem ég gerði það á sínum tíma opinberlega eins og auðvelt er að finna með einfaldri leit á netinu.Ég taldi sérstakt að hann hefði verið skipaður sendiherra á vegum íslenskra stjórnvalda sem hann átti þá í málaferlum við. Aðrir þingmenn og fulltrúar Vinstri-grænna tjáðu sig reyndar líka um þessi mál,“ segir Katrín í yfirlýsingu sem hún birti um þetta atriði á Facebooksíðu sinni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde. Katrín segist hafa tjáð þá skoðun sína að rangt hafi verið að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra þá er hann stóð í málaferlum við þjóð sína.Hún segir það einnig rangt að hún hafi verið upplýst um skipan Geirs H. Haarde fyrir fram. „Gunnar Bragi Sveinsson upplýsti mig hins vegar um skipan Árna Þórs Sigurðssonar sem sendiherra en minntist ekkert á Geir í því samhengi. Gunnar Bragi hafði þá þegar tekið ákvörðun um skipan Árna Þórs en hann var þá þingmaður Vinstri-grænna. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun og sóttist ekki eftir þessu starfi fyrir hönd Árna Þórs Sigurðssonar. Ég taldi að ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að upplýsa mig um ákvörðun sína hefði fyrst og fremst verið almenn kurteisi og mér til upplýsingar vegna stöðu Árna Þórs sem starfandi þingmanns í þingflokki Vinstri grænna. Skipan þessara sendiherra var á ábyrgð utanríkisráðherra eins og lög gera ráð fyrir.“
Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22