Mikil aukning á slysum vegna lyfjaaksturs Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Frá slysstað við Sæbraut og Borgartún. Vísir/vilhelm „Það er mjög erfitt að eiga við þessa miklu aukningu í fíkniefnaakstri. Fyrir fólk sem er að brjóta af sér með því að nota fíkniefni yfir höfuð er það að aka undir áhrifum ekki endilega mikill þröskuldur. Notendur fíkniefna eru fyrst og fremst sjálfum sér verstir en ef þeir eru komnir út í umferðina undir áhrifum eru þeir líka orðnir hættulegir fyrir allt umhverfið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Samkvæmt tölum frá stofnuninni hafa á fyrstu átta mánuðum ársins 67 manns látist eða slasast vegna fíkniefnaaksturs. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 35 látist eða slasast en þeir voru 52 allt síðasta ár. Sé horft til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega vegna fíkniefnaaksturs voru það 10 einstaklingar fyrstu átta mánuði ársins og hafa þeir aldrei verið fleiri síðan mælingar hófust, hvorki á fyrstu átta mánuðum árs né yfir heilt ár. Á síðasta ári voru þetta níu einstaklingar og átta árið áður. Þórhildur Elín„Þetta er rosalega brött aukning. Þetta er eitt af stærstu áhyggjuefnum okkar og augljóslega mjög knýjandi verkefni fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Velferðarþjónustan okkar, skólar og fræðsluyfirvöld þurfa að koma að því að taka á þessum vanda,“ segir Þórhildur Elín. Þegar kemur að ölvunarakstri er staðan svipuð og síðastliðin tvö ár. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 47 vegna ölvunaraksturs en þeir sem létust eða slösuðust alvarlega voru sjö. „Við höfum auðvitað alltaf áhyggjur af ölvunarakstri og erum í sérstöku átaki núna. Nú liggur fyrir frumvarp til nýrra umferðarlaga sem gerir ráð fyrir enn strangari refsimörkum. Það styður hvað við annað. Við viljum auðvitað sjá enn meiri árangur og ef frumvarpið verður óbreytt að lögum getur fólk alveg hætt að reikna það út hvort það geti fengið sér einn drykk áður en það keyrir.“ Þórhildur Elín bendir á að því miður hafi orðið mikil aukning í slysum vegna framanákeyrslna. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 46 í slíkum slysum en á sama tíma í fyrra voru þeir 37. Aukningin er líka mikil ef litið er til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega en þeir voru 20 fyrstu átta mánuði ársins en átta á sama tíma í fyrra. „Þarna er oft um að ræða ökumenn sem eru að taka fram úr. Taka séns sem þeir ættu ekki að taka. Svo hefur umferðin aukist mjög mikið þannig það eru fleiri bílar á vegunum. Það er of stutt bil á milli bíla þannig að ef einhver lendir í vandræðum með framúrakstur kemst hann kannski ekki til baka. Fólk ofmetur getu sína og vanmetur aðstæður. Það er segin saga að þá verður slysahættan umtalsvert meiri.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
„Það er mjög erfitt að eiga við þessa miklu aukningu í fíkniefnaakstri. Fyrir fólk sem er að brjóta af sér með því að nota fíkniefni yfir höfuð er það að aka undir áhrifum ekki endilega mikill þröskuldur. Notendur fíkniefna eru fyrst og fremst sjálfum sér verstir en ef þeir eru komnir út í umferðina undir áhrifum eru þeir líka orðnir hættulegir fyrir allt umhverfið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Samkvæmt tölum frá stofnuninni hafa á fyrstu átta mánuðum ársins 67 manns látist eða slasast vegna fíkniefnaaksturs. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 35 látist eða slasast en þeir voru 52 allt síðasta ár. Sé horft til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega vegna fíkniefnaaksturs voru það 10 einstaklingar fyrstu átta mánuði ársins og hafa þeir aldrei verið fleiri síðan mælingar hófust, hvorki á fyrstu átta mánuðum árs né yfir heilt ár. Á síðasta ári voru þetta níu einstaklingar og átta árið áður. Þórhildur Elín„Þetta er rosalega brött aukning. Þetta er eitt af stærstu áhyggjuefnum okkar og augljóslega mjög knýjandi verkefni fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Velferðarþjónustan okkar, skólar og fræðsluyfirvöld þurfa að koma að því að taka á þessum vanda,“ segir Þórhildur Elín. Þegar kemur að ölvunarakstri er staðan svipuð og síðastliðin tvö ár. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 47 vegna ölvunaraksturs en þeir sem létust eða slösuðust alvarlega voru sjö. „Við höfum auðvitað alltaf áhyggjur af ölvunarakstri og erum í sérstöku átaki núna. Nú liggur fyrir frumvarp til nýrra umferðarlaga sem gerir ráð fyrir enn strangari refsimörkum. Það styður hvað við annað. Við viljum auðvitað sjá enn meiri árangur og ef frumvarpið verður óbreytt að lögum getur fólk alveg hætt að reikna það út hvort það geti fengið sér einn drykk áður en það keyrir.“ Þórhildur Elín bendir á að því miður hafi orðið mikil aukning í slysum vegna framanákeyrslna. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 46 í slíkum slysum en á sama tíma í fyrra voru þeir 37. Aukningin er líka mikil ef litið er til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega en þeir voru 20 fyrstu átta mánuði ársins en átta á sama tíma í fyrra. „Þarna er oft um að ræða ökumenn sem eru að taka fram úr. Taka séns sem þeir ættu ekki að taka. Svo hefur umferðin aukist mjög mikið þannig það eru fleiri bílar á vegunum. Það er of stutt bil á milli bíla þannig að ef einhver lendir í vandræðum með framúrakstur kemst hann kannski ekki til baka. Fólk ofmetur getu sína og vanmetur aðstæður. Það er segin saga að þá verður slysahættan umtalsvert meiri.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira