Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. desember 2018 06:15 Frá Katowice í gær. Getty/The Asahi Shimbun Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fundinum var flýtt um einn dag sökum þeirra fjölmörgu úrlausnarefna sem greiða þarf úr á næstu dögum. Fundurinn í Póllandi þykir afar mikilvæg prófraun fyrir þjóðirnar en nær allar þjóðir heims sammæltust um það í París í desember 2015 að halda hnattrænni hlýnun vel innan 2 gráða. Er nú vonast til þess að ríkin láti kné fylgja kviði og útlisti hvernig þau muni framfylgja markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Við erum samankomin hér til að hvetja heimsbyggðina til að taka höndum saman gegn loftslagsbreytingum,“ sagði umhverfisráðherra Póllands, Michal Kurtyka, sem stýrir fundarhöldunum. Ráðstefnan í Póllandi fékk öflugan meðbyr í formi yfirlýsingar 19 af 20 G20-ríkjanna á dögunum um að þau myndu freista þess að framfylgja markmiðum Parísarkomulagsins. Bandaríkin studdu ekki yfirlýsinguna. „Hin G20-löndin hafa ekki aðeins sýnt fram á að þau skilji vísindin sem búa að baki, heldur eru þau byrjuð að grípa til aðgerða til að stemma stigu við meiriháttar áhrifum loftslagsbreytinga og til að efla efnahag landa sinna,“ sagði Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Á meðal þess sem verður rætt í Katowice á næstu dögum er hvernig hægt verður að samrýna loftslagsbókhald ríkjanna og hvort markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði efld eftir árið 2020, auk þess verður ræddur fjárstuðningur við fátæk lönd sem eiga erfitt með að mæta breytingum á loftslagi og veðrakerfum einsömul. Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Loftslagsmál Pólland Suður-Ameríka Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fundinum var flýtt um einn dag sökum þeirra fjölmörgu úrlausnarefna sem greiða þarf úr á næstu dögum. Fundurinn í Póllandi þykir afar mikilvæg prófraun fyrir þjóðirnar en nær allar þjóðir heims sammæltust um það í París í desember 2015 að halda hnattrænni hlýnun vel innan 2 gráða. Er nú vonast til þess að ríkin láti kné fylgja kviði og útlisti hvernig þau muni framfylgja markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Við erum samankomin hér til að hvetja heimsbyggðina til að taka höndum saman gegn loftslagsbreytingum,“ sagði umhverfisráðherra Póllands, Michal Kurtyka, sem stýrir fundarhöldunum. Ráðstefnan í Póllandi fékk öflugan meðbyr í formi yfirlýsingar 19 af 20 G20-ríkjanna á dögunum um að þau myndu freista þess að framfylgja markmiðum Parísarkomulagsins. Bandaríkin studdu ekki yfirlýsinguna. „Hin G20-löndin hafa ekki aðeins sýnt fram á að þau skilji vísindin sem búa að baki, heldur eru þau byrjuð að grípa til aðgerða til að stemma stigu við meiriháttar áhrifum loftslagsbreytinga og til að efla efnahag landa sinna,“ sagði Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Á meðal þess sem verður rætt í Katowice á næstu dögum er hvernig hægt verður að samrýna loftslagsbókhald ríkjanna og hvort markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði efld eftir árið 2020, auk þess verður ræddur fjárstuðningur við fátæk lönd sem eiga erfitt með að mæta breytingum á loftslagi og veðrakerfum einsömul.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Loftslagsmál Pólland Suður-Ameríka Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira