Ósáttir undirbúa hópmálsókn vegna Fallout 76 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 08:00 Auglýsingin sem um ræðir. Taskan er lengst til vinstri. Mynd/Bethesda Tölvuleikjaframleiðandinn Bethesda gaf út leikinn Fallout 76 um miðjan mánuð. Um er að ræða fjölspilunarleik í seríu sem venjulega hefur ekki boðið upp á slíka möguleika. Viðtökurnar hafa verið vægast sagt dræmar. Leikurinn fékk til dæmis fimm af tíu hjá tölvuleikjamiðlinum IGN. Fallout 76 er þar sagður hlaðinn hugbúnaðarvillum, líta illa út, vera jafnvel innihaldslaus og leiðinlegur. Hinar slæmu umsagnir eru þó ekki helsta áhyggjuefni Bethesda þessa dagana. Viðhafnarútgáfa leiksins, sem kostaði 200 dali, var í auglýsingum sögð innihalda íþróttatösku úr striga, hannaða eftir söguheimi leiksins. Þegar spenntir viðskiptavinir fengu pakkann í hendurnar reyndist taskan hins vegar vera úr næloni og við það reiddust kaupendur mjög. Bethesda hefur beðist afsökunar og boðið 500 Atoms, gjaldmiðil leiksins, í miskabætur. Á spjallborðssíðunni Reddit ráðleggur fólk ósáttum hins vegar að þiggja bæturnar ekki enda geti það útilokað viðkomandi frá þátttöku í upprennandi hópmálsókn gegn Bethesda. Lögmannsstofan Migliaccio & Rathod í Washington hefur sagst vera með málið til rannsóknar og leitar að ósáttum kaupendum. Þegar starfsmaður auglýsti eftir slíkum á Reddit var ásóknin svo mikil að vefsíða lögmannsstofunnar hrundi. Í frétt um málið á vef stofunnar er sérstaklega tekið fram að þar á bæ hafi menn reynslu af hópmálsóknum gegn stórfyrirtækjum. Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn Bethesda gaf út leikinn Fallout 76 um miðjan mánuð. Um er að ræða fjölspilunarleik í seríu sem venjulega hefur ekki boðið upp á slíka möguleika. Viðtökurnar hafa verið vægast sagt dræmar. Leikurinn fékk til dæmis fimm af tíu hjá tölvuleikjamiðlinum IGN. Fallout 76 er þar sagður hlaðinn hugbúnaðarvillum, líta illa út, vera jafnvel innihaldslaus og leiðinlegur. Hinar slæmu umsagnir eru þó ekki helsta áhyggjuefni Bethesda þessa dagana. Viðhafnarútgáfa leiksins, sem kostaði 200 dali, var í auglýsingum sögð innihalda íþróttatösku úr striga, hannaða eftir söguheimi leiksins. Þegar spenntir viðskiptavinir fengu pakkann í hendurnar reyndist taskan hins vegar vera úr næloni og við það reiddust kaupendur mjög. Bethesda hefur beðist afsökunar og boðið 500 Atoms, gjaldmiðil leiksins, í miskabætur. Á spjallborðssíðunni Reddit ráðleggur fólk ósáttum hins vegar að þiggja bæturnar ekki enda geti það útilokað viðkomandi frá þátttöku í upprennandi hópmálsókn gegn Bethesda. Lögmannsstofan Migliaccio & Rathod í Washington hefur sagst vera með málið til rannsóknar og leitar að ósáttum kaupendum. Þegar starfsmaður auglýsti eftir slíkum á Reddit var ásóknin svo mikil að vefsíða lögmannsstofunnar hrundi. Í frétt um málið á vef stofunnar er sérstaklega tekið fram að þar á bæ hafi menn reynslu af hópmálsóknum gegn stórfyrirtækjum.
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira