Fyrsta stöðin til að bjóða upp á fjórar tegundir aflgjafa Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2018 19:15 Fyrsti viðskiptavinurinn til þess að nýta sér þjónustuna var Natalie Ouellette, sem er kanadískur ríkisborgari. Hún er búsett á Íslandi og ekur á VW e-Golf. Olíuverzlun Íslands tók í notkun nýja hraðhleðslustöð í Álfheimum fyrir rafmagnsbíla í dag og verður þjónustustöðin fyrsta fjölorkustöð landsins sem býður upp á fjórar tegundir aflgjafa. Það er rafmagn, metan, bensín og dísil. Innflutningur rafmagns- og tengiltvinnbíla hefur aukist mikið á síðustu árum, samkvæmt upplýsingum frá Orkusetrinu, og notkun hreinna rafbíla hefur einnig aukist jafnt og þétt. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Við hjá Olís viljum mæta aukinni eftirspurn eftir fjölbreyttum orkugjöfum og koma þannig til móts við þarfir viðskiptavina okkar og jafnframt hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri félagsins, samkvæmt tilkynningunni. Þar segir einnig að Olís hafi allt frá árinu 1995 unnið eftir skýrri umhverfisstefnu, sem var samþykkt af þáverandi stjórn félagsins, þar sem umhverfisvernd er höfð að leiðarljósi í starfsemi félagsins. Með fjölgun rafhleðslustöðva hefur Olís tekið nýtt grænt skref. „Við stefnum að því að fjölga hraðhleðslustöðvum og öðrum grænum orkugjöfum jafnt og þétt á þjónustustöðvum okkar vítt og breitt um landið. En við viljum líka stuðla að umhverfisvernd við förgun úrgangsefna, endurnýtingu umbúða og byggingu mannvirkja. Allt skiptir þetta máli og það er nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins og skila auðlindum okkar í betra horfi til komandi kynslóða,“ segir Jón Ólafur. Hann segir enn fremur að Olís vilji nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt í þágu atvinnulífsins, landsmönnum og komandi kynslóðum til efnahagslegs og félagslegs ábata, án þess að ganga á höfuðstól auðlindanna. „Félagið vill stuðla að sjálfbærum vexti auðlinda svo sem kostur er með skynsamlegri nýtingu þeirra og leggur áherslu á uppgræðslu landsins þar sem tekið er tillit til atvinnustarfseminnar í landinu og fjölbreytileika náttúru þess.“ Bensín og olía Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Olíuverzlun Íslands tók í notkun nýja hraðhleðslustöð í Álfheimum fyrir rafmagnsbíla í dag og verður þjónustustöðin fyrsta fjölorkustöð landsins sem býður upp á fjórar tegundir aflgjafa. Það er rafmagn, metan, bensín og dísil. Innflutningur rafmagns- og tengiltvinnbíla hefur aukist mikið á síðustu árum, samkvæmt upplýsingum frá Orkusetrinu, og notkun hreinna rafbíla hefur einnig aukist jafnt og þétt. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Við hjá Olís viljum mæta aukinni eftirspurn eftir fjölbreyttum orkugjöfum og koma þannig til móts við þarfir viðskiptavina okkar og jafnframt hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri félagsins, samkvæmt tilkynningunni. Þar segir einnig að Olís hafi allt frá árinu 1995 unnið eftir skýrri umhverfisstefnu, sem var samþykkt af þáverandi stjórn félagsins, þar sem umhverfisvernd er höfð að leiðarljósi í starfsemi félagsins. Með fjölgun rafhleðslustöðva hefur Olís tekið nýtt grænt skref. „Við stefnum að því að fjölga hraðhleðslustöðvum og öðrum grænum orkugjöfum jafnt og þétt á þjónustustöðvum okkar vítt og breitt um landið. En við viljum líka stuðla að umhverfisvernd við förgun úrgangsefna, endurnýtingu umbúða og byggingu mannvirkja. Allt skiptir þetta máli og það er nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins og skila auðlindum okkar í betra horfi til komandi kynslóða,“ segir Jón Ólafur. Hann segir enn fremur að Olís vilji nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt í þágu atvinnulífsins, landsmönnum og komandi kynslóðum til efnahagslegs og félagslegs ábata, án þess að ganga á höfuðstól auðlindanna. „Félagið vill stuðla að sjálfbærum vexti auðlinda svo sem kostur er með skynsamlegri nýtingu þeirra og leggur áherslu á uppgræðslu landsins þar sem tekið er tillit til atvinnustarfseminnar í landinu og fjölbreytileika náttúru þess.“
Bensín og olía Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira