Skurðstofu sjúkrahússins á Selfossi lokað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2018 19:00 Skurðstofunni á sjúkrahúsinu á Selfossi verður lokað um áramótin. Ástæðan er sú að svæfingalæknirinn er komin á aldur. Um tvö hundruð háls, nef og eyrnaaðgerðir hafa meðal annars verið gerðar á börnum á stofunni árlega, auk kvensjúkdómaaðgerða. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands boðaði sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi á sinn fund í morgun til að kynna starfsemi stofnunarinnar og þær breytingar sem framundan eru. Örfáir sveitarstjórnarmenn mættu. Helstu tíðindi dagsins er lokun skurðstofunnar á Selfossi frá áramótum. „Síðustu ár hafa verið gerðar aðgerðir hérna einn dag í viku í svæfingu. Nú horfir þannig fram á veginn hjá okkur að við erum með svæfingalæknir, sem er að láta af störfum hjá okkur um áramótin og við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera umtalsverðar endurbætur á húsnæðinu hjá okkur. Við ætlum þá að nýta þetta húsnæði sem er illa nýtt aðra daga fyrir aðra starfsemi á meðan það er verið að gera endurbætur á húsnæðinu, þannig að við þurfum að loka tímabundið fyrir ákveðnar aðgerðir hjá okkur“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kom víða við í erindi dagsins með sveitarstjórnarmönnum.Herdís segir að breytingin í kjölfar lokunar skurðstofunnar muni helst koma niður á börnum sem hafa farið í háls, nef og eyrnaaðgerðir á Selfoss einn dag í viku en að þau munu þá þurfa að sækja þá þjónustu til Reykjavíkur. En á að loka skurðstofunni fyrir fullt og allt ? „Við þurfum minnsta kosti tvö ár hugsa ég til þess að fara í þessar nauðsynlegustu endurbætur sem við erum að gera núna á rafmagni og fleiru sem er í mjög alvarlegu ástandi í húsinu hérna hjá okkur“, segir Herdís og bætir við að Heilbrigðisráðuneytið hafi samþykkt ákvörðunina um lokun skurðstofunnar þegar sú ákvörðun var borin undir ráðuneytið. Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Skurðstofunni á sjúkrahúsinu á Selfossi verður lokað um áramótin. Ástæðan er sú að svæfingalæknirinn er komin á aldur. Um tvö hundruð háls, nef og eyrnaaðgerðir hafa meðal annars verið gerðar á börnum á stofunni árlega, auk kvensjúkdómaaðgerða. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands boðaði sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi á sinn fund í morgun til að kynna starfsemi stofnunarinnar og þær breytingar sem framundan eru. Örfáir sveitarstjórnarmenn mættu. Helstu tíðindi dagsins er lokun skurðstofunnar á Selfossi frá áramótum. „Síðustu ár hafa verið gerðar aðgerðir hérna einn dag í viku í svæfingu. Nú horfir þannig fram á veginn hjá okkur að við erum með svæfingalæknir, sem er að láta af störfum hjá okkur um áramótin og við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera umtalsverðar endurbætur á húsnæðinu hjá okkur. Við ætlum þá að nýta þetta húsnæði sem er illa nýtt aðra daga fyrir aðra starfsemi á meðan það er verið að gera endurbætur á húsnæðinu, þannig að við þurfum að loka tímabundið fyrir ákveðnar aðgerðir hjá okkur“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kom víða við í erindi dagsins með sveitarstjórnarmönnum.Herdís segir að breytingin í kjölfar lokunar skurðstofunnar muni helst koma niður á börnum sem hafa farið í háls, nef og eyrnaaðgerðir á Selfoss einn dag í viku en að þau munu þá þurfa að sækja þá þjónustu til Reykjavíkur. En á að loka skurðstofunni fyrir fullt og allt ? „Við þurfum minnsta kosti tvö ár hugsa ég til þess að fara í þessar nauðsynlegustu endurbætur sem við erum að gera núna á rafmagni og fleiru sem er í mjög alvarlegu ástandi í húsinu hérna hjá okkur“, segir Herdís og bætir við að Heilbrigðisráðuneytið hafi samþykkt ákvörðunina um lokun skurðstofunnar þegar sú ákvörðun var borin undir ráðuneytið.
Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira