Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 100-89 │Þriðja tap Hauka í röð Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Mathús Garðabæjarhöllinni skrifar 19. desember 2018 22:45 Antti Kanervo vísir/vilhelm Stjarnan fer inn í jólafríið á þriggja leikja sigurgöngu eftir sigur á Haukum á heimavelli sínum í Garðabæ í kvöld. Lokatölur urðu 100-89. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu leikinn betur en heimamenn komust fljótt inn í leikinn og tóku forystuna undir lok fyrsta leikhluta. Stjarnan hélt forystunni í öðrum leikhluta en Haukarnir hleyptu bláklæddum heimamönnum þó aldrei of langt fram úr sér. Munurinn á liðunum í hálfleik var aðeins þrjú stig 52-49. Í byrjun seinni hálfleiks tók Stjarnan áhlaup og eftir það var ekki aftur snúið. Munurinn var kominn upp í tíu stig og gestirnir voru ekki sérlega líklegir til þess að gera alvöru tillögu að því að jafna leikinn aftur. Í síðasta leikhlutanum jók Stjarnan muninn hægt og þétt og endaði leikurinn í nokkuð þægilegum sigri.Hjálmar Stefánsson og Tómas Þórður Hilmarssonvísir/vilhelmAf hverju vann Stjarnan? Það var ljóst fyrir leikinn að Stjarnan er með sterkara lið á pappírnum. Það þarf nú ekki alltaf að segja til um hver vinnur leikinn en um leið og munurinn datt í tveggja stiga tölu var ljóst að brekkan yrði brött fyrir Hauka og þeir höfðu sig ekki upp hana.Hverjir stóðu upp úr? Í liði Stjörnunnar var Antti Kanervo atkvæðamestur. Paul Anthony Jones er farinn frá félaginu eins og staðfest var fyrr í kvöld og þurfti Kanervo þá að stíga upp í hans stað og það skilaði sér. Hlynur Bæringsson átti mjög góðan leik að vanda. Hjá Haukum átti Daði Lár Jónsson mjög góða innkomu af bekknum og var hans framlag stór ástæða þess að Haukar náðu að hanga á Stjörnunni í öðrum leikhluta.Hvað gekk illa? Það er ekkert sem öskrar á mann í þessum lið. Helst kannski að Stjarnan náði ekki að drepa leikinn. Bæði lið gerðu mistök eins og er alltaf en Stjörnuliðið var ekki að spila sérstaklega vel á heildina í dag og hefði átt að geta unnið auðveldari sigur. Hvað gerist næst? Liðin fá kærkomið jólafrí. Næsta umferð er á dagskrá 6. janúar þar sem Haukar taka á móti Val og Stjarnan sækir ÍR heim.Haukur Óskarsson í baráttunnivísir/vilhelmArnar: Alveg sama hvernig sigurinn myndi koma „Þetta er búin að vera strembin vika en það er gott að við náðum að klára þennan fyrri part með sigri, það var mikilvægt,“ sagði Arnar. Stjarnan er nú komin með 14 stig, fjórum minna en toppliðin sem eiga þó leik til góða. „Við gerðum nóg. Við þurftum á sigri í dag og ég var feginn að hann hafðist, var eiginlega alveg sama hvernig hann myndi koma.“ „Við komum ákafir út í þriðja leikhluta og breyttum aðeins því sem við vorum að gera. Notuðum aðeins meiri orku.“ Paul Anthony Jones hefur verið látinn fara frá Stjörnunni og spilar ekki meira með Garðbæingum í Domino‘s deild karla. Þetta staðfesti Arnar eftir leikinn. „Já, hann er því miður farinn frá félaginu. Mjög leiðinlegt, þetta er góður drengur og við vorum ánægðir með hans framlag,“ sagði Arnar. „En þegar það var ákveðið að ráðast í breytingar þá því miður varð hann fyrir valinu en ég þakka honum fyrir vel unnin störf fyrir félagið, við vorum mjög ánægðir með hann.“ Síðasta spurningin var að sjálfsögðu að vera út í atvikið þegar Arnar gekk inn á völlinn í síðasta heimaleik gegn KR, en Arnar skoraði á blaðamenn að halda áfram að spyrja sig út allt árið, hann myndi aldrei tjá sig um atvikið. „Gleðileg jól og farsælt komandi ár,“ sagði Arnar og gekk í burtu.Tómas Þórður Hilmarsson og Antti KanervoVísir/vilhelmÍvar: Jólafríið hefði mátt koma fyrr „Við byrjuðum þriðja leikhluta ekki nógu vel og vorum ekki nógu grimmir,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, aðspurður hvað hafi tapað leiknum fyrir þá. „Þeir ýttu okkur í það að fara að dripla of mikið. Fyrstu mínúturnar í þriðja leikhluta voru okkur dýrar og þeir voru að hitta mjög vel úr þriggja stiga skotum stóru mennirnir þeirra.“ „Við vorum alltaf í hjálpinni á Hlyn, hjálpuðum aðeins of mikið þar. En heilt yfir margt jákvætt miðað við síðustu tvo leiki.“ Haukum hefur gengið mjög illa í síðustu leikjum, er jólafríið kærkomið? „Það var alveg ljóst að þetta jólafrí hefði mátt koma fyrr. En við erum núna án Kana sem hefur opnað svolítið fyrir okkur. Kerfin okkar byggjast svolítið á því svo við höfum verið í vandræðum þar.“ „Svo sjáum við muninn á Bosman leikmanninum hjá þeim og okkur. Þó hann hafi ekki verið neitt arfaslakur í dag þá skilar hann litlu til okkar. Svo við þurfum að breyta töluverðu hjá okkur, og við munum gera það.“ Marques Oliver er farinn frá Haukum og leit að nýjum Bandaríkjamanni stendur yfir. Er von á nýjum manni í fyrsta leik eftir áramót? „Já, ég rétt vona það.“ „Við erum með tvö, þrjú nöfn í huga sem við erum að tala við og vonandi klárum við það bara á næstu tveimur dögum og fáum hann inn milli jóla og nýárs.“Daði Lár Jónssonvísir/vilhelmÆgir: Ekkert sérstaklega jákvætt eftir þennan leik Það var ekki að sjá á Ægi Þór Steinarssyni að hann hefði verið að vinna í kvöld en leikstjórnandinn var ekki sérlega kátur í leikslok. „Fyrstu viðbrögð eru ekkert sérstaklega góð. Við vorum í miklum vandræðum með alls konar varnarútfærslur, sérstaklega í pick-and-rollum. Það var eitthvað sem við ætluðum að bæta í þessum leik en það var alveg hræðilegt,“ sagði Ægir. „Það er ekkert sérstaklega jákvætt eftir þennan leik, en við tökum þennan sigur.“ Miðað við gengi liðanna að undan förnu hefði mátt búast við stórsigri Stjörnunnar. Ægir sagði leikmennina þó aldrei hafa haldið það. „Það er ekki auðvelt að vinna leik í þessum leik finnst mér, maður þarf að hafa fyrir öllu. Það má gefa þeim kredit fyrir það hvernig þeir spiluðu þennan leik.“ „Þeir voru að spila vel en við þurfum að setja í gírinn.“ „Við þurftum að fá smá búst og við tökum þessum sigri fagnandi,“ sagði Ægir. Dominos-deild karla
Stjarnan fer inn í jólafríið á þriggja leikja sigurgöngu eftir sigur á Haukum á heimavelli sínum í Garðabæ í kvöld. Lokatölur urðu 100-89. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu leikinn betur en heimamenn komust fljótt inn í leikinn og tóku forystuna undir lok fyrsta leikhluta. Stjarnan hélt forystunni í öðrum leikhluta en Haukarnir hleyptu bláklæddum heimamönnum þó aldrei of langt fram úr sér. Munurinn á liðunum í hálfleik var aðeins þrjú stig 52-49. Í byrjun seinni hálfleiks tók Stjarnan áhlaup og eftir það var ekki aftur snúið. Munurinn var kominn upp í tíu stig og gestirnir voru ekki sérlega líklegir til þess að gera alvöru tillögu að því að jafna leikinn aftur. Í síðasta leikhlutanum jók Stjarnan muninn hægt og þétt og endaði leikurinn í nokkuð þægilegum sigri.Hjálmar Stefánsson og Tómas Þórður Hilmarssonvísir/vilhelmAf hverju vann Stjarnan? Það var ljóst fyrir leikinn að Stjarnan er með sterkara lið á pappírnum. Það þarf nú ekki alltaf að segja til um hver vinnur leikinn en um leið og munurinn datt í tveggja stiga tölu var ljóst að brekkan yrði brött fyrir Hauka og þeir höfðu sig ekki upp hana.Hverjir stóðu upp úr? Í liði Stjörnunnar var Antti Kanervo atkvæðamestur. Paul Anthony Jones er farinn frá félaginu eins og staðfest var fyrr í kvöld og þurfti Kanervo þá að stíga upp í hans stað og það skilaði sér. Hlynur Bæringsson átti mjög góðan leik að vanda. Hjá Haukum átti Daði Lár Jónsson mjög góða innkomu af bekknum og var hans framlag stór ástæða þess að Haukar náðu að hanga á Stjörnunni í öðrum leikhluta.Hvað gekk illa? Það er ekkert sem öskrar á mann í þessum lið. Helst kannski að Stjarnan náði ekki að drepa leikinn. Bæði lið gerðu mistök eins og er alltaf en Stjörnuliðið var ekki að spila sérstaklega vel á heildina í dag og hefði átt að geta unnið auðveldari sigur. Hvað gerist næst? Liðin fá kærkomið jólafrí. Næsta umferð er á dagskrá 6. janúar þar sem Haukar taka á móti Val og Stjarnan sækir ÍR heim.Haukur Óskarsson í baráttunnivísir/vilhelmArnar: Alveg sama hvernig sigurinn myndi koma „Þetta er búin að vera strembin vika en það er gott að við náðum að klára þennan fyrri part með sigri, það var mikilvægt,“ sagði Arnar. Stjarnan er nú komin með 14 stig, fjórum minna en toppliðin sem eiga þó leik til góða. „Við gerðum nóg. Við þurftum á sigri í dag og ég var feginn að hann hafðist, var eiginlega alveg sama hvernig hann myndi koma.“ „Við komum ákafir út í þriðja leikhluta og breyttum aðeins því sem við vorum að gera. Notuðum aðeins meiri orku.“ Paul Anthony Jones hefur verið látinn fara frá Stjörnunni og spilar ekki meira með Garðbæingum í Domino‘s deild karla. Þetta staðfesti Arnar eftir leikinn. „Já, hann er því miður farinn frá félaginu. Mjög leiðinlegt, þetta er góður drengur og við vorum ánægðir með hans framlag,“ sagði Arnar. „En þegar það var ákveðið að ráðast í breytingar þá því miður varð hann fyrir valinu en ég þakka honum fyrir vel unnin störf fyrir félagið, við vorum mjög ánægðir með hann.“ Síðasta spurningin var að sjálfsögðu að vera út í atvikið þegar Arnar gekk inn á völlinn í síðasta heimaleik gegn KR, en Arnar skoraði á blaðamenn að halda áfram að spyrja sig út allt árið, hann myndi aldrei tjá sig um atvikið. „Gleðileg jól og farsælt komandi ár,“ sagði Arnar og gekk í burtu.Tómas Þórður Hilmarsson og Antti KanervoVísir/vilhelmÍvar: Jólafríið hefði mátt koma fyrr „Við byrjuðum þriðja leikhluta ekki nógu vel og vorum ekki nógu grimmir,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, aðspurður hvað hafi tapað leiknum fyrir þá. „Þeir ýttu okkur í það að fara að dripla of mikið. Fyrstu mínúturnar í þriðja leikhluta voru okkur dýrar og þeir voru að hitta mjög vel úr þriggja stiga skotum stóru mennirnir þeirra.“ „Við vorum alltaf í hjálpinni á Hlyn, hjálpuðum aðeins of mikið þar. En heilt yfir margt jákvætt miðað við síðustu tvo leiki.“ Haukum hefur gengið mjög illa í síðustu leikjum, er jólafríið kærkomið? „Það var alveg ljóst að þetta jólafrí hefði mátt koma fyrr. En við erum núna án Kana sem hefur opnað svolítið fyrir okkur. Kerfin okkar byggjast svolítið á því svo við höfum verið í vandræðum þar.“ „Svo sjáum við muninn á Bosman leikmanninum hjá þeim og okkur. Þó hann hafi ekki verið neitt arfaslakur í dag þá skilar hann litlu til okkar. Svo við þurfum að breyta töluverðu hjá okkur, og við munum gera það.“ Marques Oliver er farinn frá Haukum og leit að nýjum Bandaríkjamanni stendur yfir. Er von á nýjum manni í fyrsta leik eftir áramót? „Já, ég rétt vona það.“ „Við erum með tvö, þrjú nöfn í huga sem við erum að tala við og vonandi klárum við það bara á næstu tveimur dögum og fáum hann inn milli jóla og nýárs.“Daði Lár Jónssonvísir/vilhelmÆgir: Ekkert sérstaklega jákvætt eftir þennan leik Það var ekki að sjá á Ægi Þór Steinarssyni að hann hefði verið að vinna í kvöld en leikstjórnandinn var ekki sérlega kátur í leikslok. „Fyrstu viðbrögð eru ekkert sérstaklega góð. Við vorum í miklum vandræðum með alls konar varnarútfærslur, sérstaklega í pick-and-rollum. Það var eitthvað sem við ætluðum að bæta í þessum leik en það var alveg hræðilegt,“ sagði Ægir. „Það er ekkert sérstaklega jákvætt eftir þennan leik, en við tökum þennan sigur.“ Miðað við gengi liðanna að undan förnu hefði mátt búast við stórsigri Stjörnunnar. Ægir sagði leikmennina þó aldrei hafa haldið það. „Það er ekki auðvelt að vinna leik í þessum leik finnst mér, maður þarf að hafa fyrir öllu. Það má gefa þeim kredit fyrir það hvernig þeir spiluðu þennan leik.“ „Þeir voru að spila vel en við þurfum að setja í gírinn.“ „Við þurftum að fá smá búst og við tökum þessum sigri fagnandi,“ sagði Ægir.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum