Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. desember 2018 06:30 Frá vettvangi í grennd við Imlil í Atlasfjöllunum. AP/Marrakechalaan Þrír voru handteknir í Marokkó í gær í tengslum við rannsókn lögreglu á morðum á tveimur norrænum háskólanemum, hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen. Ríkissjónvarpsstöðin 2M greindi frá seinni tveimur handtökunum. Áður hafði marokkóska innanríkisráðuneytið greint frá því að einn hefði verið handtekinn í Marrakech. Norska lögreglan var í gær á leið til Marokkó til þess að aðstoða kollega sína í ríkinu við rannsókn á málinu. Þær Ueland og Jespersen, 28 og 24 ára, voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þar lauk ferðalaginu en þær fundust látnar í hlíðum fjallsins á mánudaginn. Samkvæmt norskum miðlum voru þær einar á ferð og fundust með skurð á hálsi. Talið er nær fullvíst að um morð hafi verið að ræða. Samkvæmt umfjöllun Verdens Gang (VG) fer BCIJ, alríkislögreglan í Marokkó, með rannsókn málsins. Segir miðillinn að það bendi til þess að málið gæti tengst þjóðaröryggi, öfgasamtökum eða hryðjuverkum. Sjónarvottar hafa sagt lögreglu frá því að þeir hafi séð hina grunuðu yfirgefa vettvang glæpsins um klukkan þrjú þá nótt sem konurnar fundust. Heimildarmaður VG sagði að lögreglu grunaði fjóra menn, búsetta í nágrenni morðvettvangsins, um að hafa staðið að morðunum. Allir hinir grunuðu eru marokkóskir karlmenn. Sá sem var fyrst handtekinn er eins og áður segir frá Marrakech en hinir grunuðu eru frá hafnarborginni Safi. „Rannsóknin mun meðal annars leiða í ljós hvort skipulögð glæpasamtök hafi myrt þær og hvort morðið hafi verið skipulagt. Rannsakendur munu leitast við að útskýra ástæðu glæpsins og smáatriðin,“ var haft eftir heimildarmanninum. Hann vildi þó ekki segja hvort hinir handteknu hefðu áður komist í kast við lögin. Danska ríkisútvarpið, DR, greindi svo frá því að danska utanríkisráðuneytið varaði sérstaklega við því að ferðamenn væru einir á ferð í Marokkó. Afríka Birtist í Fréttablaðinu Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Þrír voru handteknir í Marokkó í gær í tengslum við rannsókn lögreglu á morðum á tveimur norrænum háskólanemum, hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen. Ríkissjónvarpsstöðin 2M greindi frá seinni tveimur handtökunum. Áður hafði marokkóska innanríkisráðuneytið greint frá því að einn hefði verið handtekinn í Marrakech. Norska lögreglan var í gær á leið til Marokkó til þess að aðstoða kollega sína í ríkinu við rannsókn á málinu. Þær Ueland og Jespersen, 28 og 24 ára, voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þar lauk ferðalaginu en þær fundust látnar í hlíðum fjallsins á mánudaginn. Samkvæmt norskum miðlum voru þær einar á ferð og fundust með skurð á hálsi. Talið er nær fullvíst að um morð hafi verið að ræða. Samkvæmt umfjöllun Verdens Gang (VG) fer BCIJ, alríkislögreglan í Marokkó, með rannsókn málsins. Segir miðillinn að það bendi til þess að málið gæti tengst þjóðaröryggi, öfgasamtökum eða hryðjuverkum. Sjónarvottar hafa sagt lögreglu frá því að þeir hafi séð hina grunuðu yfirgefa vettvang glæpsins um klukkan þrjú þá nótt sem konurnar fundust. Heimildarmaður VG sagði að lögreglu grunaði fjóra menn, búsetta í nágrenni morðvettvangsins, um að hafa staðið að morðunum. Allir hinir grunuðu eru marokkóskir karlmenn. Sá sem var fyrst handtekinn er eins og áður segir frá Marrakech en hinir grunuðu eru frá hafnarborginni Safi. „Rannsóknin mun meðal annars leiða í ljós hvort skipulögð glæpasamtök hafi myrt þær og hvort morðið hafi verið skipulagt. Rannsakendur munu leitast við að útskýra ástæðu glæpsins og smáatriðin,“ var haft eftir heimildarmanninum. Hann vildi þó ekki segja hvort hinir handteknu hefðu áður komist í kast við lögin. Danska ríkisútvarpið, DR, greindi svo frá því að danska utanríkisráðuneytið varaði sérstaklega við því að ferðamenn væru einir á ferð í Marokkó.
Afríka Birtist í Fréttablaðinu Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira