Seinni bylgjan: Hugsanlega bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 14:30 Hergeir Grímsson og Einar Sverrisson. Vísir/Daníel Selfyssingar steinlágu á heimavelli á móti neðsta liði deildarinnar í síðasta leik sínum fyrir jól. Seinni bylgjan tók fyrir frammistöðu Selfossliðsins í leiknum. „Patrekur verður vonandi búinn að ná sér fyrir jól,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Varnarleikur Selfyssinga var ekki merkilegur í þessum leik. „Selfyssingar voru alveg ótrúlega ólíkir sjálfum sér í þessum leik. Í varnarleiknum voru þeir varla að klukka þá og eins og gleyma sér í þessum innhlaupum. Menn hlaupa bara frítt inn í hjarta varnarinnar án þess að vera snertir. Ég hef ekki séð Selfyssingana svona lengi,“ sagði Arnar Pétursson. Markvarslan var engin hjá Selfossi í fyrri hálfleiknum en Arnar Pétursson tók það saman að Akureyringar hefðu fengið ellefu sex metra færi í hálfleiknum. „Vörnin hjálpaði þeim ekki í eitt skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Arnar. „Ég hef smá áhyggjur af Selfyssingum. Þeir áttu frábæran sprett í kringum Evrópukeppnina og litu hrikalega vel út. Eftir hana og núna í undanförnum leikjum hafa þeir verið í vandræðum. Patti þarf að vinna vel í jólafríinu og í janúar,“ sagði Arnar. Logi Geirsson nefndi þá staðreynd að Patrekur Jóhannesson sé alltaf tilbúinn að breyta og það hefur oftar en ekki skilað góðum árangri með mörkum flottum endurkomum í leikjum Selfossliðsins. „Það gekk allt upp hjá honum í fyrra og í fyrri partinum núna. Hann þorir en leikirnir geta líka brotnað. Stundum ná þeir leiknum í gang og það er eins og það sé kveikt á vélinni en svo getur það líka gerst að leikirnir brotni. Í þessum leik þá vantaði algjörlega tengingu varnarlega,“ sagði Logi Geirsson. „Við þurfum kannski ekki að hafa verulegar áhyggjur af þeim en það eru einhverjar bjöllur sem hljóta hringja. Þetta er ólíkt því Selfossliði sem við höfum séð síðustu mánuði. Ég spyr mig, eru þeir að kikna undan einhverri pressu. Það er búið að tala þá hrikalega upp og kannski ekki óeðlilega því þeir eru búnir að vera frábærir. Sumir af þessum strákum eru með þeim efnilegri í Evrópu og í handboltanum yfir höfuð,“ sagði Arnar. Arnar Pétursson er samt á því að Patrekur Jóhannsson, þjálfari Selfossliðsins, sé kannski ekkert svo óánægður með þessa þróun mála. Það tapast ekkert í desember. „Nú er Patti kannski bara nokkuð sáttur,“ sagði Arnar og rökstuddi það frekar. „Hugsanlega finnst honum þetta vera bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá. Hugsanlega tekst honum núna betur að mótivera strákana í desember og janúar og þeir koma þá eins flottir og þeir geta orðið í febrúar,“ sagði Arnar. Það má sjá alla umfjöllunina um Selfossliðið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Selfossliðið Olís-deild karla Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Sjá meira
Selfyssingar steinlágu á heimavelli á móti neðsta liði deildarinnar í síðasta leik sínum fyrir jól. Seinni bylgjan tók fyrir frammistöðu Selfossliðsins í leiknum. „Patrekur verður vonandi búinn að ná sér fyrir jól,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Varnarleikur Selfyssinga var ekki merkilegur í þessum leik. „Selfyssingar voru alveg ótrúlega ólíkir sjálfum sér í þessum leik. Í varnarleiknum voru þeir varla að klukka þá og eins og gleyma sér í þessum innhlaupum. Menn hlaupa bara frítt inn í hjarta varnarinnar án þess að vera snertir. Ég hef ekki séð Selfyssingana svona lengi,“ sagði Arnar Pétursson. Markvarslan var engin hjá Selfossi í fyrri hálfleiknum en Arnar Pétursson tók það saman að Akureyringar hefðu fengið ellefu sex metra færi í hálfleiknum. „Vörnin hjálpaði þeim ekki í eitt skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Arnar. „Ég hef smá áhyggjur af Selfyssingum. Þeir áttu frábæran sprett í kringum Evrópukeppnina og litu hrikalega vel út. Eftir hana og núna í undanförnum leikjum hafa þeir verið í vandræðum. Patti þarf að vinna vel í jólafríinu og í janúar,“ sagði Arnar. Logi Geirsson nefndi þá staðreynd að Patrekur Jóhannesson sé alltaf tilbúinn að breyta og það hefur oftar en ekki skilað góðum árangri með mörkum flottum endurkomum í leikjum Selfossliðsins. „Það gekk allt upp hjá honum í fyrra og í fyrri partinum núna. Hann þorir en leikirnir geta líka brotnað. Stundum ná þeir leiknum í gang og það er eins og það sé kveikt á vélinni en svo getur það líka gerst að leikirnir brotni. Í þessum leik þá vantaði algjörlega tengingu varnarlega,“ sagði Logi Geirsson. „Við þurfum kannski ekki að hafa verulegar áhyggjur af þeim en það eru einhverjar bjöllur sem hljóta hringja. Þetta er ólíkt því Selfossliði sem við höfum séð síðustu mánuði. Ég spyr mig, eru þeir að kikna undan einhverri pressu. Það er búið að tala þá hrikalega upp og kannski ekki óeðlilega því þeir eru búnir að vera frábærir. Sumir af þessum strákum eru með þeim efnilegri í Evrópu og í handboltanum yfir höfuð,“ sagði Arnar. Arnar Pétursson er samt á því að Patrekur Jóhannsson, þjálfari Selfossliðsins, sé kannski ekkert svo óánægður með þessa þróun mála. Það tapast ekkert í desember. „Nú er Patti kannski bara nokkuð sáttur,“ sagði Arnar og rökstuddi það frekar. „Hugsanlega finnst honum þetta vera bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá. Hugsanlega tekst honum núna betur að mótivera strákana í desember og janúar og þeir koma þá eins flottir og þeir geta orðið í febrúar,“ sagði Arnar. Það má sjá alla umfjöllunina um Selfossliðið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Selfossliðið
Olís-deild karla Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Sjá meira